Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 30
54 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 íþróttir unglinga Fjórar efnilegar í badminton, frá vinstri, Oddný Ofeigsdóttir, 9 ára i Víkingi, Fjóla Sigurðardóttir, 10 ára, Víkingi, Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir, 9 ára, Víkingi, og Sigrún Einarsdóttir, 8 ára, TBR. Þær byrjuðu að æfa badminton i fyrra og finnst æðislega gaman. DV-mynd Hson Ljúflingamót TBR1 badminton: Mikil þátttaka í skemmtilegu móti Helgina 12.-13. desember fór fram hiö árlega Ljúflingamót TBR í bad- minton. Keppendur voru allir 10 ára og yngri og var einungis keppt í ein- liöaleik. Allir þátttakendur spiluðu 5 leiki, óháð því hvort þeir unnu eöa töpuöu. Þeir sem sigruöu í öllum sín- um leikjum voru verölaunaöir. Umsjón Halldór Halldórsson Keppendur voru um 70 talsins, frá TBR, Víkingi, HSK, Borgarnesi, Hafnarfiröi og Ungmf. Hrunamanna. Eftirtaldir strákar unnu alla sína leiki: Stefán Siguijónsson, Skúli Ár- mannsson, Halldór Haukur Andre- asson, Bjöm Þór Arnarson, Baldur Gunnarsson og Óh Birgisson. Sigurvegarar í stelpnaflokki urðu eftirtaldar stelpur: Björk Kristjáns- dóttir, Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Hrafnhildur Svanlaugsdóttir, Þor- björg Kristinsdóttir, Tinna Gunnars- dóttir og Ragna Ingólfsdóttir. Mikill badmintonáhugi í Hrunamannahreppi Reynir Guömundsson, formaöur Ungmf. Hrunamanna, kvaö mikinn áhuga á badminton í Hrunamanna- hreppi: „Tilkoma íþróttahússins nýja er algjör bylting í íþróttinni og er húsið fullsetið allan veturinn og nýting því mjög góö. Um leið og húsiö var opnað hefur fólk á öllum aldri látið skrá sig til æfinga eða um 80 manns og af þeim skráðu 50 sig í félagið. Þaö er því bjart framundan í badminton- íþróttinni í hreppnum," sagði Reynir. -Hson Reynir Guðmundsson, formaður Ungmf. Hrunamanna, er hér með tveim börnum sinum, Unni Rán og Daníel. Þau byrjuðu að æfa badminton í febrú- ar í ár og ætla þau að halda áfram aö æfa af fullum krafti. Þessar stúlkur unnu alla sina leiki í Ljúflingamóti TBR, frá vinstri: Ragna Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Svanlaugsdóttir, Björk Kristjánsdóttir, Tinna Gunn- arsdóttir, Hrafnhildur Ásgeirsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir. Verðlaunahafar í strákaflokki, frá vinstri: Halldór Andrésson, Skúli Ármanns- son, Óli Þór Birgisson, Baldur Gunnarsson, Stefán Sigurjónsson og Björn Þór Arnarson. 13 V Körfubolti: KR meðforystu i unglingaf lokki KR-ingar hafa forystu í íslands- móti i körfubolta unglingaflokks. Hé koma úrslit í nokkrum leikj- um og staðan í íslandsmótinu. KR-Breiöablik............71-51 Keflavík-Njarðvík........94-68 Valur-Reynir............ 97-57 Grindavík-Haukar..........73-65 Skallagrímur-Keflavík...69-108 Staðan i unglingaflokki: KR........ 9 6 1 704-543 16 Skallagr.... 9 7 2 659-576 14 Haukar.... 9 7 2 662-587 14 ÍR.........10 6 4 645-594 12 Keflavík.... 7 5 3 652-540 10 Valur..... 8 5 3 645-592 10 Akranes.... 7 3 4 506-557 6 Skallagr.. 9 2 7 646-754 4 Njarðvík... 7 1 6 440-515 2 Breiðablik 8 1 7 552-681 2 Reynir.... 9 1 8 492-658 2 íkörfubotta Bikarkeppnin í körfubolta er í fullum gangi og hér á eftir verða birt úrslit leíkja í hinum ýmsu flokkum. Unglingaflokkur karla: Keflavík-Haukar ...85-90 Skallagrímur-Njarðvík 71-69 Drengjaflokkur: Valur-Grindavik ...73-40 Keflavík-KR ..73-59 Njarðvík-Haukar ...37-62 10. flokkur karla: IR Þor, A 43-48 Valur-KR 59-52 9. flokkur karia: Haukar-Valur............53-51 Unglingaflokkur kvenna: Valur-Keflavík...........34-73 KR-Grindavík.............36-37 Stúlknaflokkur: Skallagrímur-Valur......27-17 Haukar-Grindavík........13-46 (KR hætti keppni). Handbolti: ÍR-ingarætla aðtakasigá Skrifin í DV á dögunum um hneykslið sem þjálfari ÍR í 4. flokki kvenna olli á Partille- mótinu í handbolta, og slæma hegðun strákanna í 3. flokki ÍR í Reykjavíkurmótinu, vöktu HSÍ svo sannarlega til umhugsunar um málið. í tilefhi af því hafði DV sam- band við Örn Magnússon, fram- kværadastjóra HSÍ, um stöðu mála: „ÍR-ingar hafa loks sent okkur greinargerð varðandi þessi tvö leiðindaatvik og er ljóst á skýrslu þeirra að þeir ætla að taka sér tak og kanna orsökina fyrir þessum leiðu uppákomum. Greinargerð þeírra er mjög skilmerkileg og Ijóst að þeir ætla aö lita í eigin barm og kanna hvað þeir haía gert rangt í uppbyggingarstarf- inu. Við eigum eftir að fara vel yfir þessa skýrslu og munum síð- an gefa yfirlýsingu þar um,“ sagöi Örn. Handbolti-bikar: ÍR-strákarnirí 3.flokki unnu FH ÍR-strákarnir sýndu mjög góð- an leik gegn FH í bikarkeppni 3. flokks og fór leikurínn fram í Kaplakrika. ÍR sigraði, 21-18. Strákarnlr sýndu mjög prúð- mannlegan leik og einbeittu sé bara aö leiknum ogtókst að sigra hið sterka FH-liö. I íslandsmótinu unnu FH-strákarnir ÍR nefnilega með 10 marka mun. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.