Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 38
62 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Hver keppandi á aö hafa einn hnapp til aö spila með. Leggið hnappinn á hringinn með pílunni í byrjun leiks. Kastiö teningn- um og sá er fær hæstu tölu byrjar. Færið hnappinn eftir því sem teningurinn sýnir. Ef þú lendir á hring skaltu lesa hér fyrir neðan hvað tölustafurinn þýðir. Leikurinn gengur út á að komast fyrstur að jólatrénu. 1. Iss, dymar eru fastar svo það er erfitt að opna. Bíddu eina umferð. 2. Dymar hljóta að hafa frosið fastar. Bíddu eina rnnferð meðan þú spennir þær upp. 3. Færðu þig tvo reiti fram, annars rennur þú niður af þessu bratta þaki. 4. Skíðaferðin þín verður svo hröð niður af þakinu að þú verður að færa þig átta reiti til baka. 5. Þú hefur ekki tíma til að laga skorsteininn svo að þú verður að bíða eina umferð. 6. Það var flott hjá þér að laga línuna fyrir línudansarann svo þú mátt færa þig tíu reiti framar. 7. Þú verður að bíða eina umferð meðan þú finnur jafnvægið. 8. Sem þakkklæti fyrir að laga vindhanann máttu færa þig fram um þrjá reiti. 9. Það var fallega gert af þér að setja jóla- kringlu á vindhanann svo þú mátt fara þrjá reiti fram. 10. Þú verður að færa þig fimm reiti til baka vegna þessa snjóboltakasts. 11. Farðu áfram á næsta reit svo þú fáir ekki snjóboltann í höfuðið. 12. Nú verðum við að vona að þú fáir þijá á teningnum - vegna þess að þá kemst þú til jólatrésins og ert þar með búinn að vinna. Bíddu þar til þú færð þijá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.