Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Qupperneq 44
68 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Fréttir Hetmaslátrun: „Ef maðw ber saman fláríjölda í landinu og innlegg til sláturleyf- ishafa má gera ráð fyrir að íram- hjásalan sé 300 til 500 tonn. Aö því má leiða rök aö síðasta skerð- ing greiðslumarks í kindakjöti sé aö mestu komin til vegna þessa," segir Þorsteinn Bergsson, hér- aðsráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Austurlands. Stjóm Búnaðarsambandsins lýsti í síðustu viku yfir þungum áhyggjum vegna ólöglegrar dreif- ingar kjöts af heimaslátruöum gripum, jafnt á Austurlandi sem annars staðar. Bent er á að heimaslátrun feli i sér skattsvik og litía neytendavernd. Skorar stjómin á bændur og forráða- menn þeirra að taka taka á þess- um vanda, sem skert geti greiðslumark næsta árs um ailt aö6,25prósent. -kaa Hólmavík: GuðfinnurRnnbogason, DV, Hóteiavflc Eindæma ógæftir haia verið hér um slóðir nær allan þann tíma sem hefðbundin haustvertíö hefur staðið og lítill aíli þá gefið hefur enda viðvarandi suövest- lægar áttir. Fyrstu daga desember snerist vindátt til hafáttar - glæddist þá smám saman afli en ógæftir hafa haidist. í siðustu róðrura hafa línubátar frá Hólmavík og Drangsnesi verið að fá yfir 100 kíló á bala af þokkalegum fiski. Meðan landáttin stóð var fiskur oft blandaður svo sjómenn óttuö- ust að til lokunar kæmi á slóðinni líkt og gerðist frá febrúarbyrjun til marsloka í fyrra. Nú nýverið komu Guðmundur Karlsson og tveir aðrir starfs- menn Fiskistofu til fundar viö sjómenn á Hólmavik. Eftir þau skoöanaskipti sem þar fóm fram em sjómenn og aðrir heimamenn frekar bjartsýnir á að ekki komi til lokunar á stóm svæði Húna- flóa, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni enda fiskur sá sem nú berst að landi mun vænni en fyrr á vertiöinni. STYRISENDAB SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 v Breytlngar hérlendis vegna sektardóms í Bandaríkjunum: Ætlum að læra af mistökum annarra - segir framkvæmdastjóri Domino’s pizza hérlendis „Viö höfum ákveðið að hætta tíma- bundið að gefa pitsur ef við getum ekki afhent þær innan þrjátíu mín- útna. Þetta er gert af öryggisástæð- um og verður skoðaö eftir að við sjáum hver þróunin verður. Við ætl- um að læra af mistökum annarra,“ segir Bjami Þór Þórhallsson, fram- kvæmdasljóri Domino’s á Islandi. Eins og greint var frá í DV í fyrradag hætti Domino’s pitsufyrirtækið í Bandaríkjunum að tryggja heim- sendingu innan þrjátíu mínútna í kjölfar úrskurðar kviðdóms um að fyrirtækið skyldi greiða 78 milljónir dollara eða sem svarar hálfum sjötta milljarði króna í skaðabætur vegna umferðarslyss. Árni Jónsson, framkvæmdastjóri á Pizzahúsinu, sem einnig býður upp á þessa þjónustu, segir að áfram verðiö boðið upp á fría pitsu ef hún berist ekki innan hálftíma. Bílstjór- amir hjá honum séu á tímakaupi ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem sendlunum er greitt fyrir hverja afhenta pitsu. „Ástandiö í þessum málum hér á landi er búið að vera þolanlegt und- anfarið. Það kom skyndilega upp slæmt ástand í kjölfar þess að ís- lenskir pitsustaðir tryggðu heim- sendingu innan ákveðins tíma. Þá var eins og skrattanum hafði verið sleppt lausum og nokkur óhöpp fylgdu í kjölfarið og eitt minniháttar slys. Við gripum inn í strax og áttum fund með pitsudreifingaraðilunum sjálfum. Beindum þeim tilmælum til þeirra að huga að þessu og setja ekki óhóflega pressu á sína sendla. Síðan hefur lítið borið á þessu en auðvitað má leiða að því líkum að menn keppa við tímamörk ef þau eru til staðar. Það bíður upp á meiri hraða en ella og aukna hættu í samræmi við það og þess vegna er mjög nauösynlegt fyrir þá aðila sem bjóða upp á þessa þjónustu hér að horfa til þessarar niðurstöðu í Bandaríkjunum,” segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. -PP Fjölmiölakönnun Félagsvísindastofnunar: Jaf nræði er með stærstu fjölmiðlum Jafnræði meðal þeirra stærstu - hlutfaii svarenda 12-80 ára sem eltthvað lásu, hlustuðu eða horfSu - Bytgjan RAs 1 Rás2 RÚV SIÖ62 Morgunbt. DV Pressan ■1 AA Jafnræði er með stærstu fjölmiðl- um landsins samkvæmt fiölmiðla- könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í vikunni. Þar var kannað hlutfall svarenda, 12-80 ára, sem eitt- hvað lásu, hlustuðu eða horfðu á 4 vikum, á 3 mánuðum og á 12 mánuð- um. Á undanfomum 12 mánuðum hafa 88 prósent landsmanna eitthvað lesið í DV og 87 prósent eitthvað í Morgun- blaðinu. Munurinn er ekki mark- tækur. Á undnafömum þremur mánuðum hafa 85 prósent lands- manna lesið eitthvað í báðum blöð- unum. Sé hins vegar tekið mið af undan- fómum fiómm vikum kemur í ljós að 81 prósent hafa lesið eitthvað í DV en 84 prósent eitthvað í Morgun- blaðinu. Töluvert færri hlustuðu eitthvað á Bylgjuna og rás 1 á sama tímabili en hlustun á rás 2 var nær sú sama og lestur DV og Morgunblaösins. Horfun á Stöð 2 er á sama róh og lestur dagblaðanna en horfun á Sjón- varpiðeríkringum95prósent. -hlh Borgarráð: 1,6% hækkun hjá Raf magnsveitu Borgarráð hefur samþykkt hækk- un á verðskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 1,6 prósent vegna þriggja prósenta gjaldskrárhækkun- ar Landsvirkjunar nýlega. Sigrún Magnúsdótíir, Framsóknarflokki, og Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna- lista, greiddu atkvæði gegn hækkun- inni þar sem borgarráð samþykkti ívið meiri hækkun á verðskránni í ágúst en þurfti - til að mæta gjald- skrárhækkun Landsvirkjunar. „Blanda ætlar að reynast okkur dýr því að það er stöðugt verið að hækka gjaldskrána. Ég greiddi ekki atkvæði gegn þessari hækkun í sum- ar í þeirri von að við myndum ekki hækka gjaldskrána hjá Rafmagns- veitunni ef til frekari hækkunar kæmi hjá Landsvirkjun heldur taka það á okkur,” segir Sigrún Magnús- dóttir. Merming Hugmyndaríkur köttur Þriðja bókin um heiöursköttinn Markús Árel- íus er komin út. Enn lendir hann í ótrúlegum ævintýrum og mikilli lífsreynslu. En hann kemst í gegnum þetta allt, en þarf þó að sjá af stöku líkamshluta og rófan verður fyrir ein- hverjum áfóllum. Stundum fer þannig þegar rithöfundar hafa fundið góða formúlu að vinsældum, að þeir halda áfram að skrifa margar bækur í sama stíl þar til þeir átta sig allt í einu á að enginn hefur lengur áhuga á bókunum þeirra. Fólki finnst þær skorta frumleika þegar frá líður og tilbreytingu. Slík hætta er vissulega fyrir hendi þegar farið er af stað með sögur eins og Helgi Guðmundsson hefur samið um Markús Árelíus. En honum tekst mjög vel aö halda athygli le- sandans og aldrei virðist hann vera aö reyna að teygja lopann. í þessari bpk, Markús Árelíus fer suöur, lend- ir kötturinn í þeirri alvarlegu lífsreynslu að þurfa að flytja suður. Hann er í eðli sínu íhalds- samur og telur allt nýtt og ókunnugt vera hættu- legt og vill forðast það eins og kostur er. Hann nálgast ókunnugt fólk með gætni og jafnvel óvild. Hann telur nærri öruggt að það eigi eftir að valda sér skaða. Hann er óþarflega var um sig og þegar gera á sjónvarpsþátt um Ólaf Eiríks- son skáld og eiganda Markúsar Árelíusar óttast hann að það sé ekki alltof gott mál, fær oiegn- asta ímigust á þeim sem að þættinum slanda Bókmenntir Sigurður Helgason og fær hundinn Jobba til hðs við sig til að draga úr áhuga þeirra á að gera þátt af þessu tagi. Helgi Guðmundsson er hugmyndaríkur. Hann sér margar spaugilegar hliðar á tilverunni og hefur lag á að gæða sögu lífi. Textinn rennur létt, lesandinn reynir að njóta sögunnar allt til loka. Helgi Guðmundsson hefur átt góða inn- komu í sveit íslenskra bamabókahöfunda. Hann skapar sögum sínum ramma sem allir þekkja. Inn í hann setur hann skemmtilegheit og ég held að flestir sjái sjálfán sig í einhverjum þeirra persóna sem fyrir koma í sögunni. Það gerist ýmislegt í þessari sögu. Hildur, eiginkona Ólafs skálds tekur þá ákvörðun að bjóöa sig fram til þings, tekur þar sæti og áður en varir er hún orðin ráðherra. Áöur en langt um liður taka böndin milli hjónanna að gliðna og þaö endar með þvi að þau slitna. Meðan ég var að lesa þessa bók rifiaðist upp fyrir mér bókaflokkur frá því fyrir tæplega 30 árum. Það eru sögur Hjartar Gíslasonar um Salómon svarta. Þessi bók lýtur svipuöum lög- málum og ég hygg að bömin okkar geti haft svipaða ánægju af að lesa um Markús Árelíus og ég minnist frá lestri bókanna um Salómon svarta. Ólafur Pétursson annast myndskreytingar í bókinni og á kápu. Vonandi á Helgi Guðmunds- son eftir að nýta sér hugmyndaauðgi sína í fram- tíðinni og leita uppi í hugskotinu persónur til að auka áhuga bama á lestri bóka. Helgi Guðmundsson: Markús Árelius flytur suður. Myndskreytingar: Ólafur Pétursson. Reykjavík, Mál og menning, 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.