Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 48
72 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Afmæli Sigurður Ámi Þórðarson Sigurður Árni Þórðarson, deildar- stjóri við þjóðgarðinn á Þingvöllum, til heimilis að Þingvöllum, er fertug- urídag. Starfsferill Sigurður Árni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1973, guðfræðiprófi við HÍ1979 og doktorsnámi í guðfræði frá Vanderbilt University í Banda- ríkjunum 1989. Þá stundaði hann nám við Indremisionsselskabets Bibelskole í Osló og Menighetsfa-. kultetet í Ósló 1973-74 og sótti nám- skeið við Goethe Institut í Stafení' Þýskalandi 1974 og í Mannheim 1980. Sigurður Árni var starfsmaður unghngaathvarfs 1978-79, sóknar- prestur í Ásaprestakalli í Skafta- fellssýslu 1984-85, sóknarprestur í Staðarfellsprestakalli 1985-86, rekt- or Skálholtsskóla 1986-91 en hefur verið deildarstjóri við þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 1992. Sigurður Árni sat í stjórn Kristi- legra skólasamtaka 1972-73 og Kristilegs stúdentafélags 1974-75 og formaður þess 1975-76, formaður Félags guðfræðinema 1977-78, í stjórn Menningarsamtaka Sunn- lendinga frá 1990 og formaður þeirra frá 1992, í samstarfsnefnd guðfræði- deildar HÍ og Þjóðkirkjunnar 1989-90, í Skálholtsnefnd 1990-91, í bamavemdarnefndum í tengslum við prestsþjónustu, í ritstjórn Imm- anuels 1973 og Salts, kristilegs stúd- entablaðs, 1977-78 og ritstjóri Mensa, tímarits um hstir og fræði á Suðurlandi, 1991-92. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tíma- rit um guðfræði, menningarmál og skólamál. Fjölskylda Kona Sigurðar Árna er Hanna María Pétursdóttir, f. 22.4.1954, prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Hún er dóttir Péturs Þórð- arsonar verktaka og Öldu Andrés- dóttur bankastarfsmanns. Böm Sigurðar Áma og Hönnu Maríu eru Katia, f. 15.9.1984; Saga, f. 10.10.1986; Þórður, f. 16.1.1990. Systir Sigurðar Árna er Kristín, f. 6.7.1952, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðiríNoregi. Foreldrar Sigurðar Árna: Þórður Halldórsson, f. 31.10.1905, d.,22.5. 1977, múrarameistari, og kona hans, SigurðurÁrni Þórðarson. Svanfríður Kristjánsdóttir, f. 22.3. 1910, húsmóðir. Þórður var sonur Halldórs Jóns- sonar, útvegsb. í Litiabæ á Gríms- staðaholti við Skerjafjörð, og Guð- bjargar Magnúsdóttur frá Svanga (nú Haga) í Skorradal, húsfreyju. Svanfríður er dóttir Kristjáns Tryggva Sigurjónssonar, b. á Braut- arhóh í Svarfaðardal, og Kristínar Sigfúsínu Kristjánsdóttur hús- freyju. Guðrún Kinarsdóttir, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Hörðureraðheiman. Guðrún Jónsdóttir, Stóra-Lambhaga 1A, Skilmanna- hreppi. Baldur Gunnarsson, Hamarsstíg 28, Akureyri. 80 ára 60ára Gestur Guðmundur Þorkelsson, Brekkustíg 17. Rpykjavik Kristrún Gunnlaugsdóttir, Selnesi38,Breiödalsvík. Jón Dalmann Þorsteinsson, Goöalandi 15, Reykjavík. Ása Lóa Einarsdóttir, Borgarhrauni 7, Grindavík. Adeline Dagmar Andersen, Safamýril9, Reykjavík. Jóna Guðjónsdóttir, Skipholti 45, Reykjavík. , Steingerður Alfreðsdóttir, /0 ára Áriandi, Ljósavatnshreppi. Hörður Einarsson skipstjóri, Njörvasundi 19, Reykjavik. Ragnhildur Magnúsdóttir, Laufvangi 1, Hafnarflrði. Guðmunda G. Guðmundsdóttir, Vesturvegi 13, Seyðisfirði. Guömtmda verður stödd á heimihdóttur sinnar, Jenny- ar, að Engi- hjalla3,Kópa- vogiáafmæhs- daginn. LJ 50ára Ingibjörg Rafnsdóttir, Garðahraut 17, Akranesi. GuðmundurGuðmundsson, Hafraholti 2, ísafirði. Einar Púlsson, Amórsstöðum, Jökuldalshreppi. 40 ára Valdimar örn Karlsson, Kögurseh 42, Reykjavík. Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Heiðarlundi 6E, Akureyri. : : Guðmundur S. Sigurðsson, Melavegi3, Hvammstanga. Guðmundur B. Haraldsson, Öldugötu 1B, Flateyri. Stefanía G. Björnsdóttir, Þjóttuseh 5, Reykjavík. GíshSigurðsson, Túngötu9, Keflavík. Þórður Steinar Árnason, Urðargötu 19, Patreksfirði. Einar Thorlacius Einar Thorlacius, fyrrv. bóndi að Tjamarlandi í Eyjafirði, til heimhis að Bjarmastíg 11, Akureyri, verður áttræður á jóladag. Starfsferill Einar fæddist að Öxnafelh og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1939 og var síöan bóndi að Tjarnalandi 1951-65. Fjölskylda Einar kvæntist 9.5.1942 Hmnd Kristjánsdóttur, f. að Ytri-Tjömum 20.2.1919, húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns Helga Benjamínssonar, hreppstjóra að Ytri-Tiömum, og Fanneyjar Friðriksdóttur frá Brekku, húsfreyju. Böm Einars og Hrandar em Þur- íður Jóna Schiöth, f. 29.6.1943, hús- freyja að Hólshúsum í Eyjafirði, gift Reyni Helga Schiöth, b. þar; Einar TryggviThorlacius, f. 25.10.1955, húsameistari í Reykárhverfi í Eyja- firði, kvæntur Ragnheiði Gunn- björnsdóttur frá Ysta-Gerði í Eyja- firði. Foreldrar Einars voru Jón Thorlacius Þorsteinsson, ogÞuríður Jónsdóttir húsfreyja. Ætt Jón var sonur Þorsteins Einars- sonar Thorlaciusar, prests í Saurbæ. Þuríður var dóttir Jóns Tómas- sonar, b. á Amarstöðum, og Þór- unnar Randversdóttur. Einar Thorlacius. Merming Frá leik Rúmena og íslendinga 1958. Iifandi frásagnir og tölfræðilegar upplýsingar Fyrsta handknattleiksbókin á íslandi hefur htið dagsins ljós. Bókin spannar yfir tímabihð frá 1950 til 1993. í bókinni kennir ýmissa grasa. Hún er uppfull af lifandi frásögnum og tölfræðilegum upplýsingum þann- ig að höfundur færir lesandann ansi nálægt þeim atburðum sem gerast á hveijum tíma. Segja má með sanni kraftaverki hkast að sjá hvernig handknattleikurinn á íslandi þróaðist stig af stigi á þann stah sem hann er í dag. Aðstæður þær sem brautryðjendur íþróttarinnar bjuggu við í upphafi voru engu líkar í samanborið við þær sem menn búa við í dag. Áldrei var samt gefist upp. Áhuginn og eldmóðurinn, sem okkur islendingum er svo í blóð borinn, reyndist mönnum happadrjúgur. í bókinni rekur höfundur upphaf handknattleiksins á íslandi en til landsins barst hann með Valdimar Sveinbjörnssyni sem kynnst haíði honum í Danmörku. Valdimar kenndi fyrst íþróttina í Barnaskólanum í Reykjavík 1921. Það segir mikið um aðstæður ahar í byrjun að fyrstu landsleikinir fóru fram á gamla Melavelhnum 1950. í bókinni er rakin þátttaka íslenska landshðsins á heimsmeistaramótum en íslendingar tóku þátt fyrst í henni Bókmermtir Jón Kristján Sigurðsson 1958. Þrátt fyrir bágan fiárhag á þessum tíma var önglað í þessa ferð með stuðningi frá ýmsum aðilum. Leikmenn létu heldur ekki sitt eftir hggja með fiáröflun ýmiss konar á borð við leikfangahappdrætti. Aðstaða sem handknattleiksmenn fengu að Hálogalandi var mikil lyfti- stöng þess tíma. Ekki létu menn heldur aftra sér að stunda æfingar upp á KeflavíkurflugveUi en bílaeign var ekki mikil þá heldur voru bílarnir pakkfylltir hjá þeim sem áttu slíka eign. Menn létu nánast ekki stoppa sig, hugurinn kom mönnum hálfa leið. Með Laugardalshöllinni opnuðust dyr handknattleiksmanna upp á gátt. Við lokaáfanga hennar lágu handknattleiksmenn ekki á hði sínu sem og endranær. í bókinni minnist höfundur á skemmthegan hátt á lokasprett byggingarinnar og þátt ýmissa manna í henni. Strákamir okkar hafa í tímans rás gengið í gegnum súrt og sætt en sigramir standa þó öðm fremur upp úr. Þeir hafa margsinnis yljað land- anum um hjartaræturnar á köldum dögum skammdegisins. Við gerð þessarar bókar hggur eflaust að baki margra ára vinna. Ná- kvæmar lýsingar af einstökum atburðum eru þannig úr garði gerðar en þær eru ekki hristar fram úr erminni. Það var svo sannarlega kominn tími til að bók um handknattleik á íslandi yrði gefin út. Eftir þessari bók hafa örugglega margir beðið. Þegar á annað borð er verið að fialla um bókina má ekki gleyma þætti myndanna í henni. Þær lífga mikið upp á frásögnina og má telja nokkrar þeirra hreina safngripi. Myndin af markadómara frá heimsmeistara- keppninni í Austur-Þýskalandi 1958, þar sem hann stendur uppi á kassa, er þó engri lík. Höfundur dregur saman efni í stuttar frásagnir á einstök- um síðum sem gerir lestur bókarinnar léttari og um leið skemmtilegri lestrar. Hnitmiðuð og lifandi viðtöl eru einnig við handknattleiksmenn og gefur það bókinni sitt ghdi. Strákamir okkar er gott innlegg í íþróttaflóm okkar íslendinga. Það var svo sannarlega kominn tính th að bók um þetta efni yrði gefin út sem er höfundi hennar, Sigmundi Ó. Steinarssyni, til sóma. Sigmundur Ó. Steinarsson Strákarnir okkar Fróði 1993 Framhaldsuppboð Framhaldsuppboð á eftirtalinni eign verður háð á eigninni sjálfri sem hér segir: Austurvegur 20, Reyðarfirði, þinglýst eign Gunnars hf. og Snæfugls hf., gerðarbeiðandi Fiskveiðasjóður Islands, mánudaginn 27. desember 1993 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.