Dagur - 19.12.1995, Síða 28

Dagur - 19.12.1995, Síða 28
28 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 „Tónlistaráhugi íReykjadal er mikill og almennur, sem byggist aftur á því að menningarlíf hér um slóðir stend- ur á afar traustum grunni. Aberandi þykir mér og eftir- tektarvert hve margir stunda söngnám við tónlistarskól- ann hér á Laugum, eða um tuttugu nemendur. Skólinn hér er reyndar ekkert einsdazmi, miklu almennara er orðið en var að fólk laeri söng. Söngur er í tísku í dag og auðvitað eru sjónvarp>sstöðvarnar áhrifavaldar íþessu, sem og ýmislegt annað, og er það vel," segir Björn Þór- arinsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Laugum í Reykjadal, t samtali við Dag. Hljómsveitin Kaktus fyrir margt löngu. Ólafur Þórarinsson er lengst til vinstri, þá Árni Arinbjarnarson, þá hjónin Sigríður Birna og Björn og lengst tii vinstri er Magnús Einarsson, sem margir þekkja sem útvarpsmann á Rás 2. Tónlistaráhugi hér er mikill og almennur" - segirBjörn Þórarinsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Laugum í Reykjadal Síðastliðin fimm ár hefur Bjöm Þórarinsson verið skólastjóri Tón- listarskólans á Laugum í Reykja- dal. Hann á að baki alllangan feril sem tónlistarkennari, fyrst við Bamaskólann á Selfossi frá 1977 til 1980 og frá því ári fram til 1990 við Snælandsskóla í Kópa- vogi. „Það var síðari hluta vetrar 1990 sem ég þurfti að fara í upp- skurð á baki og lá þá tvo mánuði rúmfastur. Það var á meðan ég bylti mér í rúminu sem ég fór að velta fyrir mér hvort ekki væri rétt að fara máski út á land til starfa. Fjölskyldan var til í þetta og við fórum að fletta blöðunum og fljót- lega datt ég niður á Tónlistarskól- ann á Laugum. Hringdi hingað og var strax vel tekið af ráðandi mönnum. Leiddi nú hvað af öðru og frá ráðningu minni var gengið um vorið. Hingað flutti fjölskyld- an um sumarið og þetta er sjötti vetur okkar hér. Jú, okkur líkar virkilega vel. Því er þó ekki að leyna að okkur þykir við vera svo- lítið fjarri okkar fólki, en við hjón- in eigum flest okkar fólk á Sel- fossi og þar í kring. En það er óþarfi að hugsa svona; enda emm við fljót að skjótast suður ef vill. En annars er gott að vera héma á Laugum," segir Bjöm. Hljómsveitir og hippamenning Bjöm Þórarinsson ólst upp á bæn- um Glóru, sem stendur skammt frá Selfossi. Um uppvöxtinn þar segir fátt, annað en að hugurinn beindist fljótt til þess sem verða vildi. Strax átti tónlistinn hug hans allan og fljótlega var Bjöm, sem títtnefndur er Bassi af þeim er best þekkja hann, kominn í hljómsveit- ir. „Já, ég byrjaði árið 1964 í svo- nefndum Carol kvintett, sem Giss- ur Geirsson hljómsveitajarl á Sel- fossi hélt úti. Einhver ár var ég í þeirri sveit og fleimm en árið 1968 byrjaði ég í Mánum sem Hljómsveitin Mánar naut mikilla vinsælda á hippaárunum svonefndu í kringum 1970. Björn Þórarinsson er lengst til vinstri á þessari mynd, en með honum eru þeir Smári Kristjánsson, Ragnar Sigurjónsson og Ólafur, bróðir Biörns. er lenpst til hneori STÍLL HF - ÓSEYRI 2 ■ 600 AKUREYRI SÍMI 462 5757 ■ FAX 462 5112 Við erum ótrúlega merkílegir! Við Tónlistarskólann á Laugum er starfræktur barnakór sem Björn stjórnar. Hér syngur kórinn fyrir utan skóla- húsið í vorblíðunni eitt árið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.