Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
15
IJndir Evrópustaðli
„Hann nær ekki Evrópustaðli,"
tautaði vinnufélagi minn einn þeg-
ar hann kom af íþróttaæfingu í
hádeginu í síðustu viku. Vinnufé-
laginn var fólur og hnugginn en
það var óvenjulegt. Venjulega er
hann upprifinn og hress þegar
hann kemur af hádegisæfingunum.
Mér rann ástand þessa vinnufélaga
til rifla og kallaði hann því inn til
mín og spurði hvað amaði að.
Vinnufélaginn var tregur fyrst en
varð síðan að létta á sér. Þar sem
þeir íþróttafélagarnir stóðu í
steypibaði eftir íþróttaæfmguna
sneri sér að honum þekktur lög-
fræðingur í bænum, benti á mann-
dóm okkar manns þar sem hann
stóð í sturtunni og sagði: „Hann
stenst ekki staðal Evrópusam-
bandsins". Félagi minn varð
klumsa og leit niður um sig. Allt
var á sínum stað. Hann vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið enda hafði
hann fram að þessu bara verið sátt-
ur við sitt. Taldi sig sem sagt vel
vaxinn niður.
Uggvænleg
sjónvarpsfrétt
„Hvað er þetta maður,“ sagði lög-
fræðingurinn. „Sástu ekki sjón-
varpsfréttirnar?" Okkar maður
varð að játa á sig þá synd að hafa
sleppt sjónvarpsfréttatímanum.
Lögfræðingurinn var nú kominn í
ham. „Misstir þú þá af aðalfrétt-
inni?“ spurði hann. „Sástu þá ekki
að þeir hjá Evrópusambandinu
hafa nú gengið frá stöðluðum Evr-
ópureðri. Samkvæmt þeim mæl-
ingum er þinn langt undir staðli."
Þessi fuUyrðing lögfræðingsins var
vinnufélaga miinum auövitað erfið
raun. Hann hafði fram að þessu
unað glaður við sitt og ekki hafði
konan kvartað. Allt var því í lukk-
unnar velstandi. Hann sá að við svo
búið mátti ekki standa. Hann leit
því í kringum sig þar sem íþróttafé-
lagamir allir voru að skola af sér
•svita íþróttaæfingarinnar. Hann sá
ekki í fljótu bragði að þeir væru
betur á sig komnir. Væri hann und-
ir staðli voru þeir það ekki síður.
Hann vissi þó ekki betur en þeir
hefðu, líkt og hann, bara verið kátir
með sig. Hann benti því lögfræð-
ingnum, og öðrum sem höfðu lagt
við hlustir, á þessa staðreynd.
Stórtskalþaðvera
Þessi gagnsókn breytti þó ekki
því að vinnufélagi minn var miður
sín þegar hann kom af æfingunni.
Ég reyndi að hughreysta hann og
benti honum á þau gömlu sannindi
að sætt væri sameiginlegt skipbrot.
Vandinn var hins vegar sá að ég
gat lítið huggað hann. Ég sá nefni-
lega sjónvarpsfréttina sem lög-
fræðingurinn vísaði í. Ef ég man
rétt var hún í seinni fréttum Ríkis-
sjónvarpsins kl. 23. Sem betur fer,
vil ég segja, því svokallað áhorf er
tiltölulega lítið þá. Ég sat til dæmis
einn fyrir framan skjáinn á mínu
heimili.
Fréttin sýndi nefnilega þennan
staðlaða Evrópureður steyptan í
marmara, þar sem hann var notað-
ur til þess að máta á verjur, vænta-
lega staðlaðar líka. Það sem var
ógnvekjandi við Evrópustand
þennan var hins vegar stærðin.
Ekki var annað að sjá en marmara-
líffærið væri á bilinu 30 til 40 sentí-
metrar að lengd. Ég get ekki neitað
því að ég fékk sting í mig miðjan.
Ég, líkt og fyrrnefndir félagar, hef
verið á íþróttaæfingum og í sundi
svo dæmi sé tekið. Ég fullyrði að
þar finnast ekki ígildi þessa
marmarastauts. Marmarinn er að
vísu miðaður viö líffæri í brúkun-
arhæfu ástandi, þ.e. fullri reisn.
Það breytir þó ékki því að íslend-
ingar, þ.e. íslenskir karlmenn, eiga
greinilega ekkert erindi í Evrópu-
sambandið. Þeir yrðu sér til
minnkunar ef ekki athlægis.
Útilokar aðild
Hafi ég verið veikur fyrir því að
kanna aðild að Evrópusambandinu
áður en ég sá þessa frétt er ég orð-
inn því afhuga núna. Þetta allt
sagði ég vinnufélaga mínum þar
sem hann sat beygður inni hjá
mér. Hann sótti því ekki mikinn
stuðning til mín að öðru leyti en
þvi að ég sagði h'onum að hann
væri ekki afbrigðilegur miðað við
venjulegan mörlanda. Hann hefði
hins vegar lítið að gera út fyrir
landsteinana.
íslendingar hafa verið að velta
fyrir sér aðild að Evrópusamband-
inu og þá einkum í tengslum við
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
inngöngu annarra Norðurlanda-
þjóða í sambandið. Helsti vankant-
ur þess að ganga í sambandið er
sá að þá óttast menn að útlendingar
komist í fiskveiðilandhelgi okkar.
Þetta eru þó hreinir smámunir
miða við þau ósköp aö við, afkom-
endur stoltra sæfara, víkinga og
ræningja, stöndumst ekki saman-
burð við evrópska bræður okkar
hvað snertir lengd á leyndarlimi.
Með þessu er hreinlega sagt að
okkur skorti manndóm. Vera kann
að títt nefndur marmari, sem sýnd-
ur var í sjónvarpsfréttum, hafi ver-
ið á skafti. Það var hins vegar ekki
tekið fram í fréttinni og þar til ann-
að kemur í ljós skal gengið út frá
því að þarna hafi verið sýndur
staðlaður Evrópusambandslimur.
ECU-bandalagið
Pistilskrifari fékk frekari stað-
festingu á áfalli íslenskra karl-
manna skömmu síðar. Þá hafði
samband við skrifara kunningi
hans þingeyskur. Þingeyingur
þessi er maður einarður og enginn
veifiskati. Hann er stoltur maöur
eins og sveitungar hans. Fram að
því að hann sá nefnda sjónvarps-
frétt hafði hann aldrei átt í vand-
ræðum með samskipti við hitt kyn-
ið. Því til sönnunar kallaði hann
manndóm sinn Náttfara og sam-
bærilegt líffæri konu sinnar Nátt-
faravík. Þar hafði jafnan verið
góðra viná fundur. Nú var víkverji
þessi hins vegar svo bugaður af
samanburðinun við Evrópuliminn
að hann mátti sig lítt hræra.
Þingeyingurinn greindi samt frá
því að menn þar nyrðra ætluðu
ekki að láta deigan síga. Þeir hefðu
leitað í orðabækur og hefðu nú
stofnað bandalag í því skyni að
komast inn á Evrópumarkað þrátt
fyrir þessa vankanta íslenskra
karla. Bandalagið nefna þeir
„European Cock Union" og
skammstafa það ECU.
Viðeigandi
prjónahúfur
Viðfangsefni hins nýja bandalags
verður rammíslenskt þrátt fyrir
útlent nafn. Allir vita illa hefur
gengið að halda uppi atvinnu í hin-
um dreifðu byggðum landsins.
Meðal annars hafa prjónastofur
farið illa út úr samkeppni við er-
lenda aðila. Þær hafa því lagt upp
laupana hver af annarri. Eftir
standa tækin í ónotuðu húsnæði í
þorpum víða um land. Nú gefst
ECU-mönnum hins vegar tækifæri
til þess að hefja prónastofur til vegs
og virðingar á ný. Vegna niðurlægj-
andi fréttar um illa kýlda íslend-
inga verður hafin fjöldaframleiðsla
á prjónuðum reðurhúfum.
Til að byija með verður eingöngu
miðað við framleiðslu fyrir innan-
landsmarkað. Húfur þessar eru til-
valdar fyrir menn sem stunda
íþróttir, fara í sund eða á aðra þá
staði þar sem þeir fara í sturtu með
kynbræðrum sínum. Sé leyndar-
limurinn með húfu virkar hann
lengri en ella. Velja má skemmti-
lega liti á þessar húfur og jafnvel
mismunandi lengdir til hátíða-
brigða. Ekki er mælt með húfum
þessum til heimilisbrúks. Þar kem-
ur sannleikurinn hvort sem er í ljós
og verður ekki falinn með neinum
tæknibrellum.
Auðvitað má hugsa sér útflutning
á þessum pijónahúfum þegar fram
í sækir. Þótt fyrir liggi staðlaður
Evrópulimur þá læðist að manni
sá grunur að sumir Evrópubúar
gættu nýtt sér þennan fatnað.
Glottandi konur
Nú er það svo að innihald sjón-
varpsfréttarinnar um marmara-
skaftið leggst með fullum þunga á
karlpeninginn og veldur hugar-
angri. Það er þó sjálfgefið að þetta
snertir bæði kynin. Einkennilega
hafa konur þó verið undirfurðuleg-
ar á svip þessa daga og jafnvel glott-
andi þegar þær mæta hinu sterka
kyni á göngum stofnana og á götum
úti. Úr augnsvip þeirra má lesa:
Auminginn litli. Sá svipur gerir illt
verra og er reisn manna því ekki
svipur hjá sjón.
íslenskir karlar hafa löngum
undrast dálæti hérlendra kvenna á
erlendum karlpeningi. Langir
sagnfræðilegir doðrantar hafa ver-
ið skrifaðir um ástandið á stríðsár-
unum. ítalskir og franskir dátar
hafa löngum heillað meyjar þegar
þeir hafa heimsótt íslenskar hafnir
og þá má ekki gleyma kvenhylli
erlendra íþróttamanna sem hér
hafa verið.
Líkur eru nú á aö mál þessi séu
að skýrast. Konurnar hafa fyrir
margt löngu áttað sig á því sem
karlmenn hér vildu ekki viður-
kenna, að prýði þeirra og buxna-
spjót stæðust ekki Evrópustaðal.