Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 X / • •• x • • i Iifið a jorðmni þegar heimskautin hafa bráðnað Kvikmyndir Þannig lítur byggð út þegar vatniö hefur umlukið jörðina. Innfellda myndin er af Kevin Costner í hlut- verki sínu. Kevin Costner leikurí Waterworld: Um þessar mundir er verið aö ljúka tökum á þeirri kvikmynd sem dýrust verður af öllum kvikmyndum sem frumsýndar verða á næsta ári. Er það Waterworld sem leikstýrt er af Kevin Reynolds. í aðalhlutverki er Kevin Costner en þeir nafnar hafa áður unnið saman, stóðu að gerö Robin Hood: Prince of Thieves fyrir þremur árum. Waterworld er sannköiluð stór- mynd sem gerist í framtíðinni á jörð- inni, nánar tiltekið 26. öldinni. Heim- skautin hafa bráðnað og jörðin er að öllu leyti hulin vatni. Leikur Costner einfara, lögreglumann sem þegar hann er ekki aö bjarga mannslífum hefur það að tómstundagamni að skafa sjávarbotninn í leit að ein- hveiju, en í þeirri veröld sem vatn umlykur eru ótrúlegustu hlutir álitnir verðmætir. Hlutir sem í dag eru oft nefndir rusl. Aðrir leikarar eru Dennis Hooper og Jeannie Tripp- leton. Fyrir utan Hawaii hefur verið byggður 2000 tonna pallur úr stáli og plasti sem tökur fara fram á. Þaö tók sjö mánuði að hanna og smíða pallinn sem hvílir ofansjávar á níu pöllum sem festir eru við botninn. Sá sem á heiðurinn af hönnun ferlík- isins heitir Dennis Gassner. Hann segir að ef einhveijum finnist pallur- inn líta út eins og ruslahaugur þá sé það hárrétt. Sviðsmyndin á að líta út eins og ruslahaugur. Út af þessu hafa margir haft á orði að búningar og umgjörð minni á Mad Max mynd- irnar. Universal, sem framleiðir myndina, hefur látið uppi að kostn- aður við hana verði yfir 100 miiijónir dollara. Og þegar upp er staðiö verð- ur upphæðin örugglega vel yfir 100 milljón dollarana þar sem veður hef- ur verið slæmt og tafið tökur. DV StarTreksló öllumvið Nú eru jólamyndimar að koma fram á sjónarsviðið hver af ann- arri og aðsókn í kvikmyndahús vestanhafs eykst jafnt og þétt. Þrjár kvikmyndir voru í algjör: um sérflokki um síðustu helgi. Á toppnum trónaði Star Trek Gen- eration. Aðgöngmiðasala á hana náði 23,1 milJjón dollurum. Á eft- ir henni komu svo til jafnar tvær ólíkar myndir, Interview With the Vampire og The Santa Claus, báðar með rúmlega 19 milljónir dollara. Áttu þessar þrjár kvik- myndir meira en 60% af aðsókn helgarinnar. Ekkimástuggavið Kennedy-ættinni Skáldsagan Fatherland, sem meðal annars hefur komið út á íslensku, gerist upp úr 1960 og lýsir þjóðfélagsástandi ef Hitler hefði unnið stríðið. Höfundurinn Robert Harris gerir því skóna að þá hefði Joseph Kennedy oröið forseti Bandaríkjanna og er held- ur nöturleg lýsing á honum í bók- inni. í nýrri sjónvarpsmynd eftir bókinni er dæminu gjörsamlega snúið við. í stað þess að Kennedy sé getulaus forseti er hann gerður að föðurlegum stjórnmálamanni og er nema von að höfundurinn sé óánægður. Taliö er að Mike Nichols, sem er einn aöstandenda rayndarinnar, hafi ráðið þessu, en hann er mikil vinur Kennedy- ættarinnar. Sharon Stone í Síðastadansinum Ekki hefur Sharon Stone getaö fylgt eftir þeim vinsældum sem hún öðlaðist í Basic Instinct. Hún fær samt enn eitt tækiferið i The Last Dance. Þar leikur hún vilja- sterka konu sem á von á því að verða dæmd til dauða. Lögfræð- ing herrnar leikur Rob Morrow. Leikstjóri er Bruce Beresford. Háskólabíó sýnirDaens: Klerkur sameinast verkalýðmim Háskólabíó mun taka til sýningar á næstu dögum belgísku kvikmynd- ina Daens sem var framlag Belga til óskarsverölaunanna í fyrra. Myndin, sem byggð er á sögulegri skáldsögu eftir Louis Paul Boom, er baráttu- saga sem gerist á öndverðri nítjándu öldinni í skugga iðnbyltingarinnar. Sögusviðið er smábærinn Aalst þar sem flestir íbúamir vinna í spuna- verksmiðju. Þegar eigandinn inn- leiðir hættulegar vinnuaðferðir í þeim eina tilgangi að auka gróðann kemur uppreisnarhugur í verkalýð- inn. Þau mótmæli og sú eining sem skapast á rót sína að rekja til þess að um þetta leyti verða miklar um- bætur á kosningalöggjöfinni í Belgíu Kvikmyndir Hilmar Karlsson og allir karlmenn fá kosningarétt. Eignastéttin svarar þessari ógnun með því að herða tök sín á verkalýðn- um. Aðalpersónan í Daens er klerkur- inn Adolf Daens sem talar tæpi- tungulaust um samfélagsóréttlætið úr prédikunarstól sínum og samein- ast að lokum verkalýðnum í barátt- unni. Hann býður sig fram á móti málpípu iðnrekendanna í kosningum sem snúast ekki einatt um völd held- ur mannréttindi. Valdaklíkunni tekst meö klækjum að sverta Daens fyrir páfavaldí og honum er gert að velja milli hempunnar og stjómmál- anna. Leikstjóri myndarinnar, Stijn Con- inx, þykir fremstur í röð þarlendra leikstjóra í dag. Hann hefur þó aöeins leikstýrt þremur kvikmyndum, Hector (1987) sem hlaut fjölda verð- launa á kvikmyndhátíðum um allan heim, Koko Flanel (1989) og Daens sem hann vann við á þriðja ár og var frumsýnd 1993. Áður en hann leik- stýrði Hector var hann aðstoðarleik- stjóri margra belgískra leikstjóra. Anthony Hopkins leik- ur lækni á heilsuhæli i The Road to Wellville. Kvikmyndir í Regnboganum á næstunni: Metaðsólmamiyndir frá þremur heimsálfum Það er óhætt að segja að fjölbreytni einkenni kvikmyndaval Regnbogans á næstunni. Once Were Warriors er nýsjálensk mynd sem vakið hefur mikla athygli. Hún er þegar búin að slá aðsóknarmet í heimalandi sínu og þær viðtökur sem hún hefur feng- ið á kvikmyndahátíðum lofa góðu. Er skemmst að minnast að hún hlaut helstu verðlaunin á kvikmyndahá- tíðinni í Montreal og í Feneyjum var hún valin besta kvikmynd nýs leik- stjóra. Verður Once Were Warriors sýnd í janúar eða febrúar. Þijár franskar myndir eru allar væntanlegar til sýningar á næst- unni. L’accompagnatrice er kvik- mynd sem fengið hefur mjög góöar viðtökur. Gerist hún í París undir hernámi Þjóðverja og segir.frá sam- bandi frægrar óperusöngkonu er ræður til sín fátæka og óreynda, en afar hæfileikaríka stúlku, sem undir- leikara. Mon Peré ce Héros er frönsk gamanmynd með Gerard Depardieu um samband foður við dóttur sína þegar hún kynnist tilhugalífmu. Bandaríska útgáfa myndarinnar var sýnd 1 sumar í Sam-bíóum og lék Gerard Depardieu einnig í þeirri mynd. Þriðja franska myndin er Un Coeur en Hiver, fræg mynd sem hef- ur fengi mjög góða dóma. Af bandarísku myndunum sem verða í boöi í Regnboganum á næstu mánuðum er helst að nefna The Road to Wellville, nýjustu kvikmynd Al- ans Parkers. Er um aö ræða gaman- mynd sem gerist á heilsuhæli sem byggt var fyrir ríka og fína fólkið í Bandaríkjunum í lok síðustu aldar. Fjöldi þekktra leikar er í aðalhlut- verkum, meðal annars Anthony Hopkins, Matthew Broderick, John Cusack og Dana Carvey. Þá má nefna nýjustu kvikmynd Bruce Willis, spennúmyndina Color of Night. Mót- leikari hans í myndinni er hin unga breska leikkona Jane Mgjjch. Að síð- ustu er vert að geta jólamyndarinnar Stargate sem slegiö hefur í gegn í Bandaríkjunum. Um er að ræða æv- intýramynd sem gerist í framtíöinni. Aðalhlutverkin leika Kurt Russel, James Spader og Jaye Davison. Fyrir miðri mynd er Jan Decleir, sem leikur klerk- inn Daens í samnefndri mynd sem þykir sérlega áferðarfalleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.