Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
Þegar Hárið var sett upp árið 1971:
Blómabömin
sem slógu í gegn
- kafli úr bókinni Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum
Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri Hársins, sýnir hér leikurum hvernig þeir eiga að bera sig að við tjáninguna.
Mál og menning hefur gefið út bók-
ina Brynja og Erlingur fyrir opnum
tjöldum en þar segja leikarahjónin
frá lífi sínu í leikhúsinu. Hér á eftir
fer kafli úr bókinni, örlítið styttur.
Við bjuggum á Guðrúnargötunni
þegar ég setti upp Háriö árið 1971.
Heimili okkar var oft notað sem
vinnustaður og æfingastöð, sérstak-
lega þegar lítil fjárráð voru á bak við
uppsetningar. Við höfðum keypt efri
hæð á Guörúnargötu 3 fyrir hvatn-
ingu Gunnlaugs Þórðarsonar hæsta-
réttarlögmanns. Eiginlega höfðum
við aldrei ætlað okkur að kaupa íbúð,
heldur bara leigja ævilangt og láta
ekki festast í snöru húseignar og öllu
sem því fylgir.
Gunnlaugur var undrandi á
heimsku okkar, við hefðum rétt á líf-
eyrissjóðsláni, að minnsta kosti Erl-
ingur sem nú var kominn á A-
samning hjá Þjóðleikhúsinu og stutt
í lán hjá.mér.
Einn góðan veðurdag er Gunnlaug-
ur kominn inn á gólf til okkar á Berg-
þórugötunni, býður okkur í bíltúr í
jeppanum sem hann hafði skilið eftir
í gangi úti og reiðir fram koníaks-
flösku og heimtar kaffi. Gunnlaugur
smakkaði auðvitað ekki neitt, hann
bragðar sjaldan vín. Fyrr en varði
erum við rokin af stað aftur í jeppan-
um með þessum hroðalega bílstjóra
eitthvað austur í bæinn, inn á hin
og þessi heimili, og skiljum þá loks
tiigang ferðarinnar sem er að selja
okkur einfeldningunum íbúð, og
hana nú!
Okkur leist nú ekki á bhkuna og
fundum hinum ýmsu vistarverum
allt til foráttu og Gunnlaugur virtist
vera okkur alveg sammála; þetta
væri annaðhvort of dýrt, illa byggt
eða of langt út úr. Viö þyrftum að
finna þriggja til fjögurra herbergja
íbúð sem næst vinnustöðum okkar,
Þjóðleikhúsinu og útvarpinu við
Skúlagötu. En áöur en við vitum af
erum við svo skyndilega komin í
draumaíbúðina á Guðrúnargötu.
Við vorum orðin hreif af víni og
eldmóði Gunnlaugs og hugfangin af
hugmyndinni að búa í eigin hús-
næði. Við samþykktum því allt þegar
út í bílinn var komið og kaupin voru
gerö.
Það var sem sagt Gunnlaugi að
þakka að við gerðum þessi kaup og
að við skulum eiga þak yfir höfuðið
í dag. Öll undirbúningsvinna að Hár-
inu sem ég setti upp fyrir Leikfélag
Kópavogs fór fram í umræddri Guð-
rúnargötuíbúð, en sú sama íbúð var
líka rænd húsmunum og alls kyns
dóti sem við notuðum við uppsetn-
inguna.
Lögð á ráðin
Ég setti upp Linu langsokk fyrir
Leikfélag Kópavogs árið áður og fé-
lagið hafði haft góðar tekjur af sem
það gat nú nýtt til að kaupa sýningar-
rétt á ameríska söngleiknum Hárinu
eftir leikarana Ragni og Rado og
lagasmiðinn Galt MacDermot.
Framkvæmdastjóri verksins var
Theodór Halldórsson, leikari af guðs
náð þótt hann hefði ekki kosið að
afla sér menntunar í þeirri listgrein
eins og Baldvin bróðir hans. Theodór
hafði leikið heilmikið með áhugafé-
lögum, meðal annars eitt aðalhlut-
verkið í HöllíSvíþjóðeftír Francoise
Sagan sem ég setti upp fyrir Leikfé-
lag Kópavogs á þessum árum. Theo-
dór var yfirverkstjóri hjá Skrúðgörð-
um Reykjavíkur.
Við lögðum á ráðin og fyfr en varði
var ég búin að fá til liðs við okkur
hljómsveitina Náttúru með Sigurð
Rúnar Jónsson í broddi fylkingar.
Ég hafði heyrt af Didda fiðlu, þessu
undrabarni sem hefur absólútt
heyrn og getur sungið og leikið á flest
hljóðfæri, sannkallaður þúsund-
þjalasmiður. En það sem kom mér
mest á óvart var að uppgötva hve
einstaklega laginn verkstjóri og
skipuleggjandi hann er. Allan tím-
ann hafði hann fullkomna stjóm á
liðinu og var mjög strangur, ekki síð-
ur en leikstjórinn. En inn á milli féll
hann í hópinn og leyfði sér að flippa
eins og hinir unglingarnir. En hann
tapaöi aldrei respekt.
Kristján Árnason, skáld og kenn-
ari, þýddi textann úr ensku og varð
mér strax ljóst að hvort sem okkur
líkaði betur eöa verr yrðum við að
semja að nýju og bæta inn ýmsum
atriðum svo að þetta háameríska
verk næði til ísleaskra ung-
menna
Þegar um söngleiki er að ræða er
venjan sú að leikhús kaupi í einum
pakka réttinn á texta, tónlist og leik-
stjórn, en einhvern veginn tókst
Theodór að semja um að leikstjórnin
yrði undanskilin og ég fengi fullkom-
lega frjálsar hendur.
Blómabörn og upp-
reisnarhugur
Á þessum tíma blómabarna og upp-
reisnar stúdenta erlendis hafði söng-
leikurinn Háriö slegið í gegn og í ís-
lenska útvarpinu hljómuðu textarnir
á ensku eins og reyndar flest lög sem
spiluð voru af íslenskum rokkhljóm-
sveitum.
Að við skyldum fá þennan frábæra
þýðanda, hann Kristján, til að þýöa
þennan prýöilega samda enska texta
átti sannarlega stóran þátt í því aö
sýningin sló svona rækilega í gegn.
Boðskapur verksins komst til skila,
það var hlustaö á hvert orð og orðin
skipta miklu máli í sýningunni.
Mér þótti Siguröur Rúnar óttalegur
drengur, hann var reyndar aðeins tíu
árum yngri en ég sem var bara 32
ára, en Kristján Árnason fannst mér
karl, hann var þó á svipuðum aldri
og maðurinn minn.
Ég hef reyndar sagt við Kristján:
- Viö berum ábyrgð á blómabylt-
ingunni á íslandi og svo eru einhverj-
ir krakkar sem ákveða að kalla sig
„68 kynslóöina" af því að þau tóku
stúdentspróf vorið ’68.
Félagar okkar úr háskólum erlend-
is sem upphófu þessa hreyfingu voru
flestir að nálgast þrítugt eða á líku
reki og við og voru flestir við nám í
háskólum en ekki enn í mennta-
skóla.
Boðskapurinn
Háriö er ekki síður en hin 2500 ára
gamla Lýsitrata Aristofanesar óður
til friðar og kærleika. En verkið er í
handriti einnig áróður fyrir vímu-
efnum - sem var þess tíma vopn til
að slá á staðnað, borgaralegt og efnis-
hyggjulegt þjóöfélagskerfi.
Þá var ekki vitaö um skelfilegar
afleiðingar ofnotkunar á hassi sem
þótti allra meina bót og koma í stað-
inn fyrir brennivínið, og afleiðingum
af neyslu LSD óraði líklega engan
fyrir.
Einhvem veginn fór fram hjá mér
öll neysla vímugjafa á þessum tíma,
sem betur fer. Aðferö min við Hárið
var að draga úr þeim áróðri að neysla
vímuefna væri góð og lausn á mörg-
um vandamálum, en í stað þess að
leggja áherslu á friðarboðskapinn og
jákvætt viöhorf frjálslyndis til ásta
og kynlífs.
Ég studdist við fornar hefðir í stóð-
lífssenunum og notfærði mér hina
fornu bók Kama Sútra, sem er ind-
versk speki um ástir og samfarir. Þar
fann ég myndir af eldfomum stell-
ingum sem ég notaði óspart sem fyr-
irmyndir.
Á þessum árum lá bannhelgi á nekt
á leiksviði. Umræöa og fræðsla um
kynlíf var nær engin. Samkynhneigð
þótti hneykslanleg, fyrirhtleg og allt
að því glæpsamleg.
Ég hef alltaf reynt að halda full-
kominn trúnað við höfunda þeirra
leikrita sem ég hef sett upp en aö
þessu sinni fannst mér ég verða að
fara á bak viö þá og breytti og strik-
aði hiklaust út lofgjörð þeirra til
vímuefna.
í dag standa málin þannig aö höf-
undarnir sjálfir bönnuðu uppfærslu
á Hárinu árum saman og nú nýlega
endurunnu þeir handritið. Einn
þeirra félaga, höfundur tónlistarinn-
ar, MacDermot, er látinn vegna of-
neyslu efnanna.
Eitthvað voru sumir krakkarnir að
laumast til að reykja hass en aldrei
svo að vart yrði á æfingum eða sýn-
ingum, þau stóðu sig með prýði.
Hljómsveitinni fylgdi þó hð, aðallega
stúlkur sem héngu tímunum saman
frammi á gangi þegar verið var að
vinna. í lok æfingatímans Iileypti ég
hðinu inn og hafði þær baksviðs sem
eins konar lifandi leikmynd, og þau
tóku þátt í ýmsum söngatriðum og
dans- og hópsenum sem gerðu sýn-
inguna fyllri. Þetta átti eftir aö koma
sér vel; aldrei þurfti að fella niður
sýningu. Ef einhver veiktist eða for-
fallaðist valdi ég úr þessum hópi
þann sem gat valdið hlutverkinu og
þurfti oft fáar æfingar því varaliðið
kunni aha sýninguna utanbókar.
Stór hlutverk í Hárinu voru um tutt-
ugu og í lok sýninganna þyrptust
áhorfendur upp á sviðið og hreinlega
dönsuðu sig inn í sýninguna.
Safnað liði
Ég ákvað aö velja í hlutverkin fyrst
og fremst ungt fóUc sem heföi reynslu
og gæti sungið. Útskrifaðir leikarar
Shady Owens lék eitt hlutverkið i
Hárinu.
voru á þessum tíma flestir komnir á
fertugsaldur og engin áhersla var
lögð á söngmennt þeirra. Við völdum
hóp af fólki. Diddi fiðla var ekki í
neinum vandræðum með að finna
bestu söngvarana og sumir höfðu
þónokkra reynslu í að koma fram.
Eitt stóð í mér - ég gat ekki séð
negrann í verkinu fyrir mér sem
svartmálað, bláeygt ungmenni, fórn-
arlamb kynþáttahaturs og fordóma.
En þá fékk ég uppljómun! Ég minnt-
ist rútuferðar frá Akureyri tU
Reykjavíkur í byrjun janúar 1961.
Ég varð veðurteppt, flugi hafði verið
aflýst í nokkra daga og loks var
ákveðið að senda farþega með lang-
ferðabíl suður.
Ferðin tók um tólf klukkutíma og
sessunautur minn í rútunni leit út
eins og vUlimaður. Hann var tekinn
upp á leiðinni, vörubíll hans hafði
bUað og hann var allur útataður í
olíu og smumingu, hafði gefist upp
í stórhríðinni og skriðið inn í sælu-
hús á leiðinni. Honum tókst ekki aö
kveikja upp í kofanum og frekar en
aö deyja úr kulda dró hann yfir sig
allar dýnur úr fletum og kojum húss-
ins og lá þar fyrir uns rútan kom.
Ferðafélagi minn í rútunni, Flosi
Ólafsson, rétti manninum flösku af
sínu alkunna örlæti og hressti það
hann snarlega við. Hann fjörgaðist
svo um munaði og var þar kominn
Arnþór Jónsson úr Möðrudal. Hann
var dóttursonur Jóns í Möðrudal
sem ég hafði kynnst í leikferðum, en
þá bauð Jón iðulega mér og öðrum
leikkonum upp í dans á hlaðinu við
söng og harmonikkuleik eftir dýrð-
legar hangikjötsveislur þar á bæ.
Addi sem seinna varð mikill heim-
ilisvinur okkar Erlings bæði á Guð-
rúnargötunni og Laufásvegi trallaði,
söng og lék við hvem sinn fingur.
Þaö sem meira var, með tröllasögum
sínum og frásögnum af svaðilfórum
og hetjudáðum stakk hann algjörlega
upp í okkur Flosa og vorum við þó
oft ansi frásagnarglöð.