Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 27 Skák 30% nteiri SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16 Sviðsljós Evrópukeppni taflfélaga vex stöðugt fiskur um hrygg Skotvís: Yann tvíhleypu í happdrætti Honum Stefáni Sigurössyni var afhent ítölsk tvíhleypa Lu-mar í vik- unni en þessa byssu vann hann í happdrætti sem Skotveiðifélags ís- lands stóð fyrir. Stefán gekk í félagiö fyrir skömmu og átti ekki byssu. Það var Ólafur Karvel Pálsson, formaður félagsins, sem afhenti Stefáni gripinn í Veiðihúsinu en með á myndinni er Einar Páll Garðarsson í Veiðihúsinu. Veiðihúsið gaf byssuna að stórum hluta. Svona byssa kostar kringum 40 þúsund. ST70-670 Grundig 28u litasjónvarp • íslenskt textavarp og fjarstýring. • Nýr Super BLACK-LINE myndlampi. • 30% meiri skerpa. • Nicam-stereo Átta sterkustu taflfélög Evrópu tefldu til úrslita um Evrópumeistara- titilinn í skák í Lyon í Frakklandi um síðustu helgi. Alls tóku 39 stór- meistarar þátt, þar á meðal Garrí Kasparov.-Keppnin er því orðin ein best skipaða sveitakeppni ársins. Taflfélag Reykjavíkur komst óvænt í úrslitakeppnina með því að slá út í undanrásum stórlið Bayern Munchen sem hafði á að skipa stór- meisturum á öllum borðum. Með þetta veganesti létu TR-menn því engan bObug á sér fmna við komuna til Lyon, þótt sveitin stæði að baki öðrum miðað við stigatölu. Þar sem teflt var með úttsláttarfyr- irkomulagi skipti miklu máli aö fá „viðráðanlegan“ mótheija í fyrstu umferð. TR dróst hins vegar á móti geysisterkri úkraínskri sveit, tapaði stórt, og varð þá að láta sér lynda að tefla um 5.-8. sætið. Fimmta sætið virtist innan seilingar en TR tdpaöi naumlega fyrir Honved Budapest í 2. umferð. í 3. umferð vannst sigur á „Kaise“ frá Vilnius í Litháen. Sveit TR hafnaði því í 7. sæti. Með sveit TR tefldu (árangur innan sviga): Helgi Ólafsson (1/3), Hannes Hlífar Stefánsson (1/3), Jón L. Árna- son (2/3), Karl Þorsteins (0,5/3), Helgi Áss Grétarsson (1,5/3) og Benedikt Jónasson (0,5/3). Liðsstjóri var Hrannar Arnarsson og fararstjóri Árni Á. Árnason. Slagurinn um Evrópumeistaratitil- inn var afar spennandi. Sveitir Lyon og Bosna Sarajevo tefldu til úrslita. Lautier hinum franska tókst að sigr- ast á „heimabruggi" Kasparovs á fyrsta borði og hélt jöfnu; Ivan Sokolov (Sarajevo) vann Indverjann Anand óvænt með svörtu á 2. borði; á 3. boröi vann Bareev (Lyon) Ni- kolic og hafði svart; Dorfman og Azmaiparashvih skildu jafnir á 4. borði; Kurajica (Sarajevo) vann Vais- er á 5. borði í fjörugri skák og Sharif (Lyon) vann Dizdarevic á 6. boröi, sem hleypti sér í svo mikið tímahrak að hann átti aðeins sjö sekúndur til þess að ljúka við jafnmarga leiki. Úrshtin urðu 3 - 3 og samkvæmt reglum keppninnar heföu sveitirnar átt að tefla aftur th að skera úr um sigurvegara. Þetta tók Kasparov hins vegar ekki í mál, því að hann kvaðst þurfa að mæta á áríðandi fund í Moskvu næsta dag, þar sem lausir endar ólympíuskákmótsins yrðu hnýttir. Niðurstaðan varð því sú að sveitir Lyon og Bosna Sarajevo voru báðar úrskurðaðar sigurvegarar og ákveðið um leið að úrshtakeppnin færi næst fram í Sarajevo að ári. Eftirfarandi skák frá úrshtataflinu ættu nemendur í skákskólum að taka til athugunar og þeir sem vhja ná betri tökum á stöðubaráttu. Rúss- neski stórmeistarinn Bareev sýnir kohega sínum Predrag Nikolic hvemig á að fara að þessu. Bareev virðist í fyrstu brjóta ahar megin- reglur - missir hrókunarréttinn snemma tafls og leikur riddara sín- um meira að segja upp í borð aftur. En meistararnir vita hvenær má bijóta reglumar. Kóngurinn finnur sér von bráðar skjól og riddaraleik: urinn upp í borð í 19. leik hefur þann thgang að ná sterkari tökum á mið- borðsreitunum. í endataflinu hefur Bareev yfirráð yfir einu opnu hnunni, peðameiri- hluta á drottningarvæng og sýnir líka fram á að reglan um að kóngur- inn sé sterkasti maðurinn í endatafl- inu er ekki einungis orðin tóm. Frá- bær kóngsstaðan ræður að lokum úrshtum. Hvítt: Predrag Nikolic (Sarajevo) Svart: Evgení Bareev (Lyon) Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. d5 Dc7 11. dxe6 fxe6 12. Rg5 Re5 13. Bc2 h6 14. Rh3 Bb7 15. f4 Hd8 16. De2 Rc617. e5 Rd418. Bg6+ Kd7 19. Df2 33. Kgl Rd4 34. Rf3 Rxf3+ 35. Hxf3 Hd8 36. Hf2 Ke4 37. Hel+ Kf5 38. g3 b4 39. Kg2 h4 40. Hcl c3 41. bxc3 bxc3 42. gxh4 H8d4 - Og Nikohc gafst upp. Næst feliur á f4 og síðan á e5 og þá þarf ekki aö spyija að leikslokum. Umsjón Jón L. Arnason 19. - Rg8 20. Be3 Re7 21. Be4 Ref5 22. 0-0 Kc8 23. Hacl c4 24. Bxd4 Hxd4! 25. Df3 Ef 25. Bxf5 exf5 26. Dxd4? Bc5 og leppar drottninguna. 25. - Bc5 26. Khl Hd3! 27. Bxb7+ Dxb7 28. Dxb7+ Kxb7 29. Rf2 Bxf2 30. Hxf2 h5 31. Re4 Kc6 32. Rg5 Kd5 á. á á # A á á A I A A SAA steffens Steffens mini face Mikið úrval af barna- fatnaði í stærðum 68—86 cm Utigalli 4.250,- 10% staðgreiðsluafsl. Ekkert póstkröfugjald Laugavegi 89 • Reykjavík • Sími 10610 & a A A HEIJVIILISIIVS - Á GÓÐU VERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.