Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 33
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
41
Dagur í lífi norsks efasemdarmanns:
Já, en verður bakpokinn
minn þá enn norskur? j
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
„Kæra Sonja. Ég er í miklum vafa
um hvað ég á að gera á mánudaginn.
Á ég að segja nei og vona að aðrir
segi já eða á ég að segja já og vona
að niðurstaðan verði nei. Getur þú
ekki gefið mér góð ráð í þessu máli.
Virðingarfylist, Óli Norðmaður."
Það er svona bréf sem hrúgast upp
í norsku konungshöllinni þessa dag-
ana. Margir þeirra sem ekki geta
gert upp hug sinn um hvað ber að
gera í þjóðaratkvæðagreiðslunni á
Verður landið ekki
lengur norskt?
En venjulegum óákveðnum Norð-
manni óar líka við þeirri tilhugsun
að Noregur, besta og fallegasta land-
ið í öllum heiminum, verði ekki leng-
ur norskur eftir áramótin. Að skóg-
urinn verði ekki norskur og jafnvel
að bakpokarnir þeirra verði ekki
heldur norskir. Sannur Norðmaður
með bakpokann sinn út í skógi; það
er lífið. Já eða nei er líka spurningin
um að vera eða vera ekki. Sennilega
Sonja drottning fær mikið af bréfum frá efasemdamönnum þessa dagana.
Þeir vita ekki hvort þeir eiga að segja já eða nei á mánudaginn þegar
þjóðaratkvæðagreiðslan verður um ESB í Noregi.
mánudaginn grípa til þess ráðs að
skrifa drottningunni og biðja hana
um hjálp.
Engin svör fást við þessum bréfum
því rík áhersla er lögð á að konungs-
fjölskyldan blandi sér ekki í málið.
Þó er vitað aö konungurinn ætlar að
greiða aðild að Evrópusambandinu
atkvæði sitt. Annað mál er með
drottninguna og því geta efasemda-
mennirnir leitað til hennar. Ef til
vill gengur hún líka um gólf og spyr
sig í sífellu eins og um fjögur hundr-
uð þúsund Norðmenn: „Á ég að segja
já eða á ég að segja nei?“
Efinn er að verða þjóðareinkenni
Norðmanna. Atkvæðagreiðslan á
mánudaginn gengur mjög nærri sál-
arheill margra. Efasemdamennirnir
vildu helst að aldrei hefði til þess
komið að þeir þyrftu að velja. Þeir
óttast að hún Gro þeirra reiðist ef
meirihlutinn segir nei. Gro er móðir
aUra Norðmanna og hana vilja þeir
síst af öllu missa.
er best að spyrja bara drottninguna
ráða.
Áróðursmeistararnir eru þeir einu
sem njóta sín hér í Noregi þessa dag-
ana. I miðborg Óslóar verður ekki
þverfótað fyrir fólki með spjöld á lofti
og kórar og hljómsveitir flytja veg-
farendum baráttusöngva. Flest er
þetta fólk á móti aðild að ESB. Nei-
mennirnir hafa sig mun meira í
frammi en já-mennirnir.
Milli já- og nei-postulanna væflast
svo Óli óákveðni Norðmaður með
bakpokann sinn. Hann fer í vinnuna
að morgni ákveðinn já-maður eftir
að hafa lesið morgunblöðin. f hádeg-
inu er hann orðinn að sannfærðum
nei-manni og læðist svo heim að
kveldi fullkomnlega ringlaður og
veit ekkert hvað hann á að gera.
„Er virkilega engin þriðja leið til?“
spyr hann sig fyrir framan sjónvarp-
ið. Nei, segja nei-mennirnir. Nei,
segja já-mennirnir. í þessum heimi
er bara til tvö orð sem máli skipta;
63 27 00
- skila
árangri
Æskulínunnar o
aöskju með SnaE
lúsluspil, litabók
já og nei. Það þýðir ekkert að hvolfa Einnig þar fmnast bara tvö orð: já lendingin aö segja bara já og vona
enn einu sinni úr bakpokanum. og nei. Sennilega verður það þrauta- að það verði nei - eða öfugt.
($) BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
Snæfinnur snjókarl, sniöugur meö krónurnar
j£jgi skal
höggva...
en innritas t
núna !