Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Side 37
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
45
Sérstæð aukabúgrein í Önundarflrðinum:
Elísabet Pétursdóttir býr til seli úr ekta skinni til aö stytta sér stundir dimmustu mánuði ársins og hefur þar
með komið sér upp sérstæðri aukabúgrein. DV-mynd GVA
Hafnarfjarðarbær
- Lóðir
Hafnarfjarðarbær hefur lóðir til úthlutunar og afhendingar
nú þegar:
íbúðarhúsalóðir í Mosahlíð, á Hvaleyrarholti og víðar.
Atvinnulóðir í Hellnahrauni og á Hvaleyrarholti.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6. Umsóknum skal skilað á sama stað
eigl síðar en þriðjudaginn 6. desember nk.
Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta.
Bæjarverkfræðingur
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Mest seldu amerísku dýnurnar
Marco
HÚSGAGNAVERSLUN
Langholtsvegi 111, sími 680 690.
Býr til seli úr
ekta selskinni
„Mig langaði til að gera eitthvað
meðfram bústörfunum enda lítið
um að vera í sveitinni á vetrum og
stöðugt verið að klípa af okkur
kvóta. Ég er bóndi á Sæbóli II á
Ingjaldssandi í Önundarfirði. Það
er mjög langt frá þéttbýbnu og því
kom ekki til greina að hlaupa á
annan stað í vinnu,“ segir Elísabet
Pétursdóttir sem hefur náð góðu
lagi við að búa til minjagripi úr
selskinni.
Elísabet segist hafa veriö mikið
fyrir handavinnu alla sína tíð og
því hafi legið beinast við að leita
sér að starfi sem tengdist því
áhugamáb. í fyrstunni hafi hún
verið aö dunda við annars konar
skinn en það hafi ekki gengið nógu
vel. „Ég hafði hugsað mér að flá
sauðalappir og nota skinnið af þeim
í litlar buddur eða nælur en það
var mjög seinlegt og erfitt að verka
skinnið.
Ég fór síðan á fund á ísafirði þar
sem Ámi Snæbjörnsson hjá Bún-
aðarfélagi íslands var að sýna sel-
skinn og fékk prufur hjá honum.
Úr þessum prufum bjó ég til sýnis-
hom af selunum og lá síðan með
þau heima hjá mér í marga mánuði
og gerði ekkert til að koma þeim í
sölu.
í fyrravor kom ég til Reykjavíkur
og kannaði máhð betur og þá fór
þetta í gang hjá mér,“ segir Ehsa-
bet. „Ég hafði þá aftur samband við
Árna og sýndi honum og Eggert
feldskera það sem ég hafði verið
að gera og þeim leist mjög vel á.
Það var eiginlega Eggert sem ýtti á
mig að halda áfram við þetta en ég
fæ skinnin hjá honum. Selina bý
ég til í þremur stærðum og sá
stærsti er 45 sm en hann geri ég
einungis eftir pöntun. Úr af-
göngunum bý ég síðan til htla skó
og eyrnalokka. Ég seldi seh í Hús-
dýragarðinum í sumar, Eggert er
með nokkra og einnig hef ég selt
þá á Isafirði, Þingeyri og Flateyri.
Þaö kom skemmtiferðaskip til Isa-
fjarðar í sumar og þá seldust heil-
margir af miðstærðinni en minnstu
selimir hafa verið vinsælir til að
senda fólki sem vinargjaflr til út-
landa. Ömmur hafa líka keypt
handa bamabörnum sínum þvi
börn virðast vera mjög hrifin af
selunum," segir Elísabet.
Mikh vinna hggur að baki hverj-
um sel og segir Elísabet að þetta
sé mikið nákvæmnisverk auk þess
sem hráefniskaup séu dýr. Selur-
inn er allur handunninn en augu
og nef kaupir hún frá Danmörku.
Höggvið á kvótann
„Það er alltaf verið að höggva á
kvótann hjá okkur í sveitinni og
maður liflr ekki af landbúnaði
nema hafa eitthvað með. Við búum
mjög afskekkt og erum lokuð inni
í að minnsta kosti sex mánuði á
ári. Það er fámennt í kringum okk-
ur; móðursystkin mín búa á Sæ-
bóh III, en næsti bær, Hraun, fer í
eyði eftir áramótin. Þá verða aðeins
tveir bæir eför í sveitinni og ef ég
gefst upp þá fer aht í eyði og þaö
ætla ég ekki að láta gerast,“ segir
Ehsabet.
Hún segir að selagerðin sé
skemmtilegt starf vegna þess aö
ekkert dýr verði eins. „Sehrnir eru
misfríðir og skinnin em aldrei eins.
Veturinn er oft dauður tími og þetta
styttir manni stundir," bætir hún
við. Elísabet og maður hennar era
með 250 ærgildi, einá kú fyrir heim-
ihð og kálfa þannig að búið er ekki
stórt. Þau eiga eina dóttur sem er
viö nám á Hvanneyri. „í framtíð-
inni langar mig aö hengja á sehna
mína upplýsingar um þetta dýr, t.d.
um muninn á útsel og landsel og
hvað þeir borða mikinn fisk á
hveijum degi og-þess háttar," segir
þessi duglega bóndakona.
OPNUM [ DAC m.a. með eftirtalin vörumerki:
Sjónvarpstœki
Hljómtœki
Myndbandstœki
Ferðatœki
OFISHER
Myndbandstœki
Hljómtœki
Ferðatœki
AKAI
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtœki
Ferðatœki
GRUnDIG
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtœki
TENS21I
Sjónvarpstœki
Ferðatœki
Utvarpsvekjarar
Geislaspilarar
Cö RIOIXIŒER
Hljómtœki
Sjónvarpstœki
Geislaspilarar
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtœki
Ferðatœki
^AudioSonic
Ferðatœki
Vasadiskó
Ú tvarpsvekjarar
Sjónvarpstœki
nesco bosch
Ferðageislatœki GSM farsímar
SKC
Myndbandskassettur
Hljómkassettur
Opið pessa helgi og afsláttartiiboð í gangi
laugardag og sunnudag
1 .llllll I It III V
ítengslumvið
Poteri* cuHjiairr
eldföstu mótummi
aðeins þessa helgi:
20% afsláttur af
20% afsláttur af ^ íinCl0Sir kæliskápum
20% afsláttur af 9 EFAL raftækjum og pottum
20% afsláttur af Ébrabarrtiá snávörum fyrir heimilið
— nýju vörunni, sem kynnt er í fyrsta skipti
Opið laugardag frá kl. 10-17
Opið sunnudag frá kl. 13-17
B R Æ Ð U R N I R
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820