Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Síða 47
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 55 Fréttir Frá blaðamannafundi stjórnar Kvennaathvarfsins. 1' J *' f ~ S'M Sjúkraliðar: 9 milljónir í verkfaílssjóð Sjúkraliðar hafa fengið níu millj- ónir króna að gjöf, þar af sex milljón- ir úr vinnudeilusjóði BSRB, í verk- fallssjóð Sjúkraliðafélags íslands frá því verkfall sjúkraliða hófst fyrir tveimur vikum. Verkfallssjóðurinn var tómur þegar verkfallið hófst þar sem stéttarfélag sjúkraliða er svo nýtt. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að greiðslur úr sjóðnum hafi hafist á fimmtudag en ekki sé ljóst hversu lengi peningarnir endist. Hún viti til þess að aðeins þeir sem hafi verulega þörf fyrir féð sæki um styrk úr sjóðn- um. Bókhalds- og fjármálaóreiðan hjá Kvennaathvarfinu: Grasrótin réð ekki við reksturinn - sannfæröar um að tapa ekki tiltrú almennings með breyttu stjómkerfi „Gamla stjórnkerfið hjá okkur, fiöldahreyfingin og grasrótin, réð ekki við rekstur af þessu tagi. Fólk sem þekkir opinberan rekstur og hefðbundin félagasamtök gerir sér ekki grein fyrir því að hér var engin stjórn og hér var enginn sem hafði ákvörðunarvald," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, gjaldkeri bráðabirgða- stjórnar Samtaka um kvennaat- hvarf, um þá fiárhagslegu óreiðu sem einkenndi rekstur samtakanna og greint var frá í DV í gær. Á blaðamannafundi sem bráða- birgðastjóm samtakanna hélt í gær kom fram að endursköðendur töldu bókhaldi samtakanna ábótavant, neyðarsjóður samtakanna hefði ver- iö misnotaður, frjálslega hefði verið fariö með launagreiðslur og fram- kvæmdanefnd, sem starfskonur, ásamt félagslega kjörnum fulltrúum, áttu sæti starfskonur athvarfsins, gerði launasamninga sem reyndust fiárhagslegri getu samtakanna of- viða. Jafnframt var greint frá því að öllum starfskonum hefði verið sagt upp störfum og yfir stæði endur- skipulagning rekstrarins og stjórn- sýslu samtakanna. Rétt er að taka fram vegna fréttar DV á fimmtudag að engin stjóm var starfandi innan samtakanna. Fram- kvæmdanefnd var í raun ákvörðun- araðili innan samtakanna en félags- fundur skyldi skera úr um ágreining. Þeir voru hins vegar lítið sóttir af almennum félögum samtakanna hin seinni ár. Almennt um daglegan rekstur samtakanna má segja að enginn hafi haft eftirlit með honum. Þrjár konur vom gjaldkerar og sáu um daglegan rekstur athvarfsins. Þá var enginn einn aðili sem sá um launagreiðslur og því hægur vandi að fá fyrirfram greidd laun langt fram í tímann enda kom á daginn að ein starfskona at- hvarfsins hafði fengið tæplega millj- ón krónur fyrirfram í launagreiðsl- ur. Gert er ráð fyrir að starfsemi at- hvarfsins verði í járnum fram að áramótum enda aðhaldsaðgerðir í gangi þangað til. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir að starfsemiri verði útvíkkuð. Rekstraráætlanir fyrir árið 1995 gera ráð fyrir að út- gjöld ársins nemi 34 til 35 milljónum sem er nokkrum milljónum króna meira en árið 1993. Stærstur hluti tekna er í formi framlaga frá ríki og sveitarfélögum. Stjórnin er sammála um að með því að breyta skipulagi samtakanna og gera hreint fyrir sínum dyrum komi þessi óreiða ekki til með að hafa áhrif á tekjustofnana í framtíö- inni. Jafnframt verði tryggt með þessu „aö þeir fiármunir sem Sam- tökum um kvennaathvarf er trúað fyrir, notist í þágu þess verkefnis," segir í greinargerö stjórnar samtak- anna. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins: Byggt á sandi að tala um 3% launahækkun „Við höfum sagt að fiárlagafrum- varpið fyrir næsta ár sé byggt á sandi. Þar er gert ráð fyrir 2 til 3 prósenta launahækkun. Ég get því endurtekið að haldi einhver þessu fram þá er sú skoðun viðkomandi byggð á sandi,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bandsins, um þau ummæli Þórar- ins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ, í DV í gær aö það væri glapræði að semja um meira en 3 prósenta launahækkun í komandi kjarasamningum. „Allir hljóta að sjá nauðsyn þess að bæta kjör lægstlaunaða fólksins. Hvernig okkur tekst að halda því til haga að sú launahækkun sem verður,"eða kjarabót með öðrum hætti, gagnist fyrst og fremst þessu fólki, fer bæði eftir þvj hvernig okkur tekst að vinna með samtök- um vinnuveitenda aö þessu og ekki síður hvemig stjórnvöld koma að málinu á eftir. Tvö prósent eöa tólf prósejit segja ekki allt. Við verðum að fá fram kaupmáttaraukningu," segir Benedikt. „Sem dæmi má nefna aö ef 50 þúsund króna mánaðarlaun yrðu hækkuö um 10 þúsund krónur þá er það 20 prósenta hækkun. Þetta segir eitt og sér afskaplega litið fyr- ir fólk. Tíu þúsund krónur á mán- uði skila ekki miklu fyrir fólk. Það þarf því fleira að koma til en bara að breyta kauptaxtanum," sagði Benedikt Davíðsson. Sjálfvirkt spilverk andskotans „Ég veit ekki hvað þeir menn eru aö hugsa sem nefna 2 til 3 prósenta launahækkun nú. Þeir eru ekki í sambandi við raunveruleikann í þjóðfélaginu. Það sjá allir að heim- ili þeirra sem vinna á töxtum verkafólks standa ekki undir dag- legum rekstri svo notað sé tungu- tak þessara rekstraraðila í at- vinnurekendastétt,“ sagöi Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ. „Menn tala um stöðugleika í þjóð- félaginu. Stöðugleiki er afstætt hugtak. Það hefur ekki verið neinn stöðugleiki í skuldasöfnun heimil- anna. Þar fyrir utan má benda á að það hafa orðið launahækkanir í þjóðfélaginu. Þær hafa orðið með gerðardómum eða kjaradómi, hvort sem það hefur verið til dóm- ara eða presta. Eins með beinum kjarasamningum hjá opinberum aðilum. Hér hefur orðið almennt 6 prósenta launaskrið umfram það sem almennt verkafólk hefur feng- ið. Og dæmi er um stéttir sem hafa fengið miklu meira. Þess vegna þýðir ekkert að koma til okkar og tala um 2 eða 3 prósent. Svo tala atvinnurekendur um að lánskjara- vísitölukerfið muni taka af fólki stóran hluta þeirra launahækkana sem fást munu í næstu kjarasamn- ingum. Það stendur.ekki til að fara í næstu kjarasamninga með þetta sjálfvirka spilverk andskotans í gangi,“ sagði Björn Grétar Sveins- son. Morgunpósturiim: Blaðamenn ganga ekki út Samningar hafa tekist milli útgef- enda Morgunpóstsins, annars vegar, og blaðamanna og ljósmyndara blaðsins, hins vegar,~um launa- og starfskjör þeirra á blaðinu. Eins og greint var frá í DV sættu blaðamenn og ljósmyndarar Morgunpóstsins sig ekki við að starfa samkvæmt verk- takasamningum en óskuðu þess í stað eftir því að fá að starfa á venju- legum launaþegasamningum. Útgáfustjórnin bauð umræddum starfsmönnum að velja á milli laun- þegasamninga eða annarra og betri verktakasamninga þar sem greiöslur hækkuðu. Þetta sættu blaöamenn sig við og kemur ekki til þess að þeir hætti störfum 1. desember eins og þeir sögöust ætla að gera ef ekki væri orðið við óskum þeirra. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 671800 ^ Opið: laugardaga 10-17 sunnudaga 13-18 Mikið úrval bíla á skrá og á staðnum Verð og kjör við allra hæfi BERÐU ZOVIR Á FRUNSUNAl gjljfj^ l-kki örvænta þótt }ni finnir til frurisiiniyncl unar. Aci’klóvír. \irka cfnið í Zovir. hindrar fjölgun frunsuveirunnar. Tímanleg meðhiindlun getur komið í veg fvrir frunsumyndun og minnkað smithættu. Mikilvægt er að hefja meðferð stnix og vart verður fyrsm einkenna fruiisumyndiiiuir: æða- sláttar, erdngar eða sviðx Berið krernið á svkia s\ æðið fiinm sinnum á dag í fimm daga. Zo\ir. krem 1 g. fæst i apótekum án lyfseðils. Kynnið ykkur vel leið- beiningar sem fiigja lvfinu. ZOVIR Weíicome

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.