Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 NIÐURSTAÐA Eiga íslendingar aö fara á kvennaráöstefnu I Kína? r b q Fréttir Ferðamenn ánægðir með fjölda „ruslakassa“ til sveita: Fékk ekki kvittun - Póstur og sími sinnir ekki óskum um úrbætur Smáauglýsing í DV leiddi til betri nýtingar: Ferðamönnum hefur stöðugt fjölgað - segir Svava Guömundsdóttir ferðabóndi „Það hefur verið rajög mikið um ferðamenn hér í allt sumar og nýt- ingin á gistingunni mjög góð. Hjá okkur hefur ferðamönnum stöðugt íjölgað milli ára. Ferðaþjónustan er orðin gífurleg atvinnugrein sem fer stöðugt vaxandi," segir Svava Guð- mundsdóttir sem rekur gistihúsið Langaholt í Staðarsveit. Svava, sem rekur gistihúsið ásamt eiginmanni sínum og dóttur, segir íslendinga vera í meirihluta þeirra ferðamanna sem sækja gistiheimilið heim en auk þeirra komi margir út- lendingar yfir sumarmánuðina. Svava segist hafa auglýst í smáaug- lýsingum DV sem hafi gefið góða raun. „Ég hef auglýst í smáauglýsingum DV og það hefur gefið mjög góða raun. Eftir að auglýsingin birtist fyrst undir liðnum ferðamenn þá fengum við mikil viðbrögð og þetta skilaði sér í fjölgun ferðamanna. Við höfum reynt að auglýsa í öðrum blöðum, rándýrar auglýsingar, en það hefur ekki skilað árangri," segir Svava. -rt Símon Sigurmonsson, bóndi á Göröum, hugar að póstkassa sínum. DV-mynd GVA Viðskiptavinur Skattstofu: einsdæmi, segir skattstjóri „Eg fór á skattstofuna og fékk ljós- rit af skattframtali mínu. Það kostaði mig 200 krónur og allt í góðu með það. En ég fékk ekki númeraða kvitt- un og það finnst mér merkilegt miðað við hvar ég var staddur," sagði við- skiptavinur Skattstofunnar í Reykja- vík í samtali við DV. Gestur Steinþórsson skattstjóri sagði við DV að hér hlyti að vera um einsdæmi að ræða því öll ljósrit af þessu tagi væru afgreidd í gegnum kassa með tilkeyrandi strimlum og kvittunum. Því væri skattstofan að sjálfsögðu ekki aö svíkja undan skatti. Gestur sagðist ætla að ganga úr skugga um að þetta gæti ekki end- urtekið sig. Hætta væri á svona mis- tökum þar sem nú væri tími sumar- afleysingafólks á skattstofunni. -bjb Sagaði f ingurna af Sextán ára piltur sagaði af sér þrjá fingur á hægri hendi á Kópaskeri í fyrradag. Litlu mátti muna að hinir tveir færu hka en þeir héngu á. Pilturinn var að vinna við að saga kjöt í sláturhúsinu þegar slysið varð. Hann var fluttur í snarhasti með flugvél á Borgarspítalann í Reykja- vík. Þar var hann í aðgerð í fyrrinótt en var enn á'gjörgæslu þegar DV leit- aði upplýsinga um líðan hans í gær. Engar upplýsingar fengust um það hvernigaðgerðingekk. -sv Ómef anlegt tjón Tvö innbrot voru frainin í Reykja- vík í gærmorgun. Farið var inn í verslun við Birkimel og þaðan stolið peningum, tóbaki og sælgæti. Þá var ómetanlegúm verðmætum stolið úr Skákprenti við Dugguvog, tveimur tölvum og hugbúnaði. -sv „Það virðist engin leið vera til þess að fá póstkassana merkta svo ferða- fólk vilhst ekki á þeim og ruslaköss- um sem eru með sama græna litinn um alla Evrópu," segir Símon Sig- urmonsson, bóndi að Görðum í Stað- arsveit, um viðvarandi vandamál sem felst í því að erlendir ferðamenn fleygja rusli í póstkassa bænda. Póstkassarnir eru samlitir rusla- kössum í Evrópu og dæmi eru um að ferðamenn, sem leið eiga um ís- land, hafi dáðst mjög af því að það skuli vera ruslakassar um allar sveitir. Þykir þeim þetta bera hrein- læti íslendinga góðan vott. Gallinn er bara sá að þetta er mikill misskiln- ingur og hefur leitt til þess að fólk til sveita hefur fengið fleira í póst- kassa sína en góðu hófu gegnir. Stútur sem ekki stöðvaði Lögreglan á Selfossi stöðvaöi öku- mann innanbæjar í gærmorgun eftir að hann hafði ekki stöðvað bifreið sína við stöðvunarskyldu. í ljós kom að Bakkus var með ökumanninum í för og því sló lögreglan tvær flugur í einu höggi, ef svo má að orði kom- ast. Líklega nagar sá blauti sig í handarbökin fyrir að hafa ekki stöðvað bíhnn, nema þá að hann hafi ekki haft rænu til þess. -bjb Stuttar fréttir „Þetta hefur víða valdið misskiln- ingi og ég hef nokkrum sinnum lent í að þurfa að losa sorp úr póstkassa mínum. Ég hef haft samband við aðila innan Pósts og síma og það virð- ist vefjast ótrúlega fyrir þeim að koma þessu í lag því það gerist ekk- ert. Það er til einföld lausn á þessu sem er að setja límmiða á kassana," segirSímon. -rt Ferðaþjónusta er stöðugt vaxandi atvinnugrein á Snæfellsnesi sem og víð- ar á landinu. Svava Guðmundsdóttir er ánægð með afkomuna það sem af er sumri. Með henni á myndinni er dóttir hennar, Jórunn Helga Magnea Símonardóttir, sem er aðstoðarmaður móður sinnar á gistiheimilinu. DV-mynd GVA Trillukarlar trylitir Smábátasjómenn eru ævareiðir vegna nýrrar reglugerðar um veiðar krókabáta. Samkvæmt RÚV segja þeir ekkert tillit hafa verið tekið til sjónarmiöa þeirra. Krókabátai- fá að veiða 21 þúsund tonn af óslægðum þorski. Flutningur ekki æf ing Utanríkisráðuneytið hefur tí.1- kynnt sérstaklega aö tlutningar ýmissa hluta meö bandarisku herþyrlunum tengist ekki lieræf- ingunni Norður-Víkingur. Gagn- rýnisraddir hafa heyrst um að herinn sé að taka verkefni frá öðrum með ílutningunum. Kvikmynd á Rauf arhöfn Kvikmynd var frumsýnd á Raufarhöfh í fyrrakvöld í tilefni af afmælishátíð kauptúnsins. Myndin nefnist Kryddlegnar hvunndagshetjur. Afsláttur á Hafnardögum í tilefni af Hafnardögum Reykjavíkurhafnar um helgina hefur Þróunarfélag Reykjavikur samið við 15 veitingastaði í mið- bænum um aö hafa sértilboð á veitingum i dag og á morgun. Fornilunduraðfæðast BM Vallá opnar i dag við höfuð- stöðvar sínar við Bíldshöfða þríðja áfanga Fomalundar, lysti- garðs með undirtitilinn „hug- myndabanki garðeigandans". DeiltíGrímsnesi LandbúnaðaiTáðuneytið hefur ákveðið aö fella úr gildi ákvförðun hreppsnefndar Grímsneshrepps um að neyta forkaupsréttar aö jörðinni Syöribrú í Grímsnesi. Samkvæmt Sunnlenska frétta- blaðinu ætlar hreppsnefndin að kæra úrskurð ráöuneytisins. Ekkerthðndlað Þrátt fyrir töluverðan áhuga á viðskiptum með hlutabréf LySa- verslunar íslands var ekkert skráð í þá vem á Verðbréfaþing- inu í gær. Óbreyttsamstarf Ekkert verður af nánara sam- starfi Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line og verður samstarf félaganna óbreytt fyrst um sinn. Ólafur þiggur biðlaun Ólafur Þ. Þóröarson þiggur bæði biðlaun eftir setu sína á þingi og sem skólastjóri í Reyk- holti fyrir 12 árum. Ríkisútvarpiö greindí frá þessu. -bjb Bændur þreyttir á að hirða rusl úr póstkössum sínum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: