Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 Vísnaþáttur___________ Jón Þorsteinsson frá Amarvatni Jón Þorsteinsson fæddist að Grænavatni 22. sept 1859. Þegar hann var fjögurra ára fluttust for- eldrar hans að Ysta-Felli í Kinn en föður sinn missti hann fjórum árum síðar og ólst hann upp meö móöur sinni er hélt áfram búskap í Ysta-Felli. Jóni var komið í fóstur til nafna síns Jóns Þorsteinssonar á Hálsi til aö læra undir skóla. Ekki lágu þó leiðir hans í Latínu- skólann þó að ekki skorti hann gáfur né næmleik en hann hlaut ágæta menntun. Voru honum fag- urbókmenntir hugstæðar og hann las mikiö á íslensku og Norður- landamálum. Árið 1887, er Jón var fulltíða, lá leið hans aftur í Mý- vatnssveit. Hóf hann búskap með móður sinni á parti af Skútustöð- um sem hún átti. Árið 1891 kvænt- ist hann Halldóru Metúsalemsdótt- ur, bónda á Arnarvatni. Reistu þau þar bú og bjuggu síðan og við þá jörð er Jón jafnan kenndur Um hinn pólitíska himinn kveður Jón bóndi: Allt er mælt á eina vog í því svarta skýi, helmingurinn öfgar og afgangurinn lygi. Allt tekur enda um síðir en með- an á stendur geta raunir þjakað. Svo kvað Jón: Líður allt, þó líði ei fljótt, lán og sorgin ríka; mér var þungbær þessi nótt, þó er hún búin líka. Þessi vísa Jóns heitir regn og hljóðar svo: Fellur regn með fossanið fúlt og ljótt í bragði. En allt er betra en íhaldið, eins og Tryggvi sagði. Ekki veitir grösunum af að dafna og misvel koma þau undan vetri, sum kólu, önnur dafna, eins og gengur. Svo kvað Jón: Safna kröftum grösin græn, glampar á hverja örðu; hneigir sig í blíðri bæn blessuð nótt að jörðu. Um litlu Rauðku kveður Jón svo: Sporið hreina og þelið þitt þúsund meinum bifa; þú ert eina yndið mitt ef ég reyni að lifa. Ekki veit ég hvort þessari bæn Jóns var svarað en víst hefði það verið gustuk: Sjáðu nú hrjóstrug holtin mín, (hve ég er náðarþyrstur) Vísnaþáttur Valdimar Tómasson breyttu nú vatni í brennivín blessaður Jesús Kristur. Þannig kveður Jón til hundaþúf- unnar: Fyrst að eg á engan stað annan þessum vænni, gott er að halla höfði að hundaþúfu grænni. Fágæt er þögnin í firringarfári okkar tíðar en þannig kvað Jón: Fagra tóna töfraslot traust og voldug reynast; allra hljóma þó við þrot þögnin ríkir seinast. Þessi vísindi hefur Jón uppgvöt- vað þrátt fyrir að ekki færi hann í Lærða skólann á sínum tíma og mega það kallast gáfur í lagi: Ef hann fer í austanbyl yflr hús og grundir, þá er skárra að skömminni til að skíta vestan undir. Starf hjúkrunarforstjóra laust Um næstu áramót verður tekin í notkun ný hjúkrunar- deild á Höfn í Hornafirði. Samhliða því verða gerðar breytingar á stjórnun í heilbrigðis- og öldrunarþjón- ustu í sýslunni. Öll þjónustan mun lúta einni stjórn og mun hjúkrunarforstjóri verða yfirmaður hjúkrunar- deildar, heilsugæslustöðvar og dvalarheimilisins Skjól- garðs. Um er að ræða spennandi starf sem krefst stjórn- unarhæfileika, skipulagshæfileika og lipurðar í mann- legum samskiptum. Hjúkrunarforstjóri hefur störf á elli- og hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði, jafnframt því að undirbúa skipu- lagsbreytingar og starf í nýju húsnæði. Æskilegt er að hjúkrunarforstjóri geti hafið störf sem fyrst. Umsókn- arfrestur rennur út 15. ágúst nk. Allar frekari upplýsingar gefur Egill Jón Kristjánsson, formaður heilbrigðis- og öldrunarráðs Austur-Skafta- fellsýslu, í heimasíma 478-1947 og vinnusíma 478-2057, og Maren Sveinbjörnsdóttir, formaður stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar, í heimasíma 478-1824 og vinnusíma 478-1136. Heílbrígðis- og öldrunarráð Austur-Skaftafellssýslu LATTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Matgæðingur vikunnar jeþv Indverskt brauð og te úr byggi Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari og bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Kristbjörg ræktar grænmeti lífrænt og hefur ræktað bygg í mörg ár. Hún býður upp á nokkra rétti með byggi í. „Bygg er mjög góður matur og hentar vel fyrir okk- ur íslendinga. Það inniheldur hátt hlutfall Beta-glúk- ana sem taldir eru lækka magn kólesteróls í blóði. Bygg er kælandi og mjög gott fyrir þá sem hafa við- kvæma meltingu. Þaö er lítið glúten í byggi og lyftiget- an því lítil og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ekki er mikil hefð fyrir því að nota bygg í bakstur hér á landi. Til að brauðið lyfti sér vel ætti ekki að nota meira en 25 til 30 prósent bygg á móti öðru mjöli. “ Indverskt Nann brauð 200 g malað bygg 1 dós hrein jógúrt 1/2 msk. salt 50 g þurrger 250 g óbleikt hveiti 1 msk. hrásykur 2 msk. sesamfræ Þurrgerið leyst upp í jógúrtdós af volgu vatni, jógúrt- inu og öllu ööru blandað saman við. Hnoðað og rúllað í lengju sem er skorin í 2 cm sneiðar. Sneiðarnar eru flattar út í 1/2 cm þykkt og steiktar á pönnu eins og klattar. Mjög gott með íslensku smjöri. Bygg-te 1/2 bolli heilt bygg 1 msk. sítrónubörkur 1 kanelstöng eplasati Soðið saman í um það bil lítra af vatni í 15 mínútur. Gott er að kæla teið með eplasafa. Bygg-eftirréttur 2 bollar heilt bygg 3 epli 1 msk. eplasíróp Kristbjörg Kristmundsdóttir. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir. 1 msk. hunang kanell rúsínur fræ hnetur mjólk eða rjómi Byggið er soðið í 50 mínútur. Eplin eru afhýdd og skorin smátt. Sett í pott ásamt eplasírópinu (má vera annaö síróp) og hunanginu. Hitað við vægan eld, kan- el, rúsínum, fræjum og hnetum bætt út í eftir smekk. Byggið er sett í skálar og eplajukkið ofan á. Borið fram með mjólk eða rjóma. Kristbjörg skorar á Freyju Magnúsdóttur, ljósmóður og hjúkrunarfræðing í Eyjaijarðarsveit, að vera næsti matgæðingur. Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Sí- manúmerið er 904-1700. Hinhliðin Denzel Washington er sætastur - segir Guðrún Gunnarsdóttir sem leikur Maríu Magdalenu Guðrún Gunnarsdóttir, dag- skrárgerðarmaður og söngkona, er í hlutverki Maríu Magdalenu í Jes- us Christ Superstar og hefur hún hlotið góða dóma fyrir söng sinn. „Ég hef bara leikið einu sinni áöur hjá atvinnuleikhúsi og það var hjá Leikfélagi Akureyrar í söngleiknum Kysstu mig Kata. Það var léttur en góður frumsýningar- skjálfti í mér núna en þaö er bara eðlilegt. Þetta var spenningur en ekki kvíði,“ segir Guðrún. Fullt nafn: Guðrún Ólöf Gunnars- dóttir. Fæðingardagur og ár: 22. júní 1963. Maki: Valgeir Skagfjörð. Börn: Ólöf Jara, 6 ára, Anna Hjör- dís, 3 ára, Elísabet 1 árs, og fóstur- dóttirin Eva Lilja, 19 ára. Bifreið: Volvo ’87. Starf: Dagskrárgerðarmaður og söngkona þessa stundina. Laun: Rosalega óregluleg, stundum ágæt og stundum léleg. Áhugamál: Tónlist og það sem ég fæst við hveiju sinni. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef einu sinni fengið þrjár tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að leika við bömin mín og vera með þeim. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér þykir brjálæðislega leið- Guðrún Gunnarsdóttir. inlegt að strauja. Uppáhaldsmatur: Indverskur mat- ur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Ég les sjaldan tímarit. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Denzel Was- hington. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Frekar andvíg. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg væri alveg til í að hitta Ellu Fitzgerald. Uppáhaldsleikari: Brad Pitt. Uppáhaldsleikkona: Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Egill Ólafsson er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann vera svo flinkur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fréttatengt efni og góðar breskar sakamálamyndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Ind- verskur staður sem ég fór á í Amst- erdam og ég held einnig mikið upp á Hótel Borg. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson, tvímælalaust. Uppáhaldskrá: Sólon íslandus og Café List. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Breiða- blik. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Að verða betri mann- eskja. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Ég vinn í allt sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: