Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
11
Danskir karlmenn flykkjast í typpalengingu:
Sentímetrinn kost-
ar sextíu þúsund
Fegrunaraðgerðum hefur ekki
fækkað á íslandi þrátt fyrir að fyrir
nokkrum árum hætti Trygginga-
stofnun ríkisins að taka þátt í kostn-
aði við þær. Ekki eru þó til tölur um
að þeim hafi fariö fjölgandi. íslend-
ingar eru engir eftirbátar annarra
þjóða að þessu leyti. Hér á landi eru
gerðar allar þær aðgerðir sem fram-
kvæmdar eru í öðrum löndum. Hins
vegar eru þær ódýrari hér á landi
ef eitthvað er og munar oft um helm-
ingi á verði.
I Danmörku hafa 340 karlmenn
leitað til lýtalæknis á síðasta einu og
hálfu ári til að fá getnaðarlim sinn
lengdan. í flestum tilfellum er hann
lengdur um fimm sentímetra en ekki
er getið um við hvaða ástand limsins
mæhngin miðast. Verðið er sextíu
þúsund krónur á hvem sentímetra.
Bæði hægt að
lengja og þykkja
Þaö er danski lýtalæknirinn Jorn
Ege í Kaupmannahöfn sem hefur
sérhæft sig í þessum aðgerðum en
hann kynnti nýja skurðtækni í jan-
úar á síðasta ári. Með henni er hon-
um kleift bæði að lengja typpi og
þykkja. Og segja má að þessar að-
gerðir hafi slegið í gegn. Stöðugt
fjölgar þeim karlmönnum sem leita
til Jorns.
Lengingin kostar karlmanninn yf-
irleitt um 310 þúsund krónur. Mesta
lenging sem Jern hefur framkvæmt
var upp á þrettán sentímetra.
Jern Ege er mjög undrandi á allri
þessari eftirspurn en hann átti ekki
von á henni. „Stærð Umsins virðist
því skipta karlmenn miklu máU og
vera talsvert vandamál .meðal
danskra karlmanna,“ segir hann.
„Margir af viðskiptavinum mínum
vilja stærri getnaðarlim þar sem þeir
finna til minnimáttarkenndar þegar
þeir fara í sundlaugarnar eða líkams-
ræktina. Þeim finnst sig vanta eitt-
hvað og tapa sjálfstraustinu," út-
skýrir læknirinn.
Læknar og
prófessorar
í upphafí skar ég einungis mennta-
menn, tíu lækna og þijá prófessora.
En í dag eru sjúklingamir úr öUum
stéttum samfélagsins. Mennirnir eru
yfirleitt á aldrinum 30-40 ára. Jorn
Ege segist þó hafa skorið yngri menn
og eldri. Einn var t.d. um sjötugt.
Skurðaðgerðin á ekki að hafa nein
eftirköst og mennirnir munu ekki
finna fyrir neinum óþægindum. Ein-
ungis skulu þeir halda sig frá kynlífi
og íþróttum í fimm vikur eftir að-
gerðina.
Býr til meyjarhaft
Jon Ege þykir afar fær lýtalæknir
en hann hefur búið tfi nýtt meyjar-
haft í konur af músfimskum ættum.
Konur frá hinum ýmsu löndum hafa
komið til hans en þær koma frá þeim
Jorn Ege, lýtalæknir í Kaupmanna-
höfn - bjargvættur danskra stubba.
löndum þar sem trúarbrögö og hefðir
krefjast þess að þær séu hreinar
meyjar á brúðkaupsnóttina. Nokkr-
ar stúlknanna hafa misst meyjar-
haftið vegna íþróttaiðkana en aðrar
vegna sjúkdóma eða rannsókna hjá
kvensjúkdómalækni. Trúarbrögðin
og hefðin viðurkenna ekki slíkar
skýringar.
Karlmenn finna til vanmáttar i sundlaugum og likamsræktarstöðvum vegna
stærðar getnaðarlimsins. Nú hefur danskur læknir lengt typpið á 340 karl-
mönnum á einu og hálfu ári.
Bridge
Generali EM í Portúgal:
Að fela drottn-
inguna!
Israelsmenn stóðu sig vel á EM.
Um tíma voru þeir í efsta sæti og
sjötta sætið, sem þeir enduðu í, er
einn besti árangur þeirra á EM frá
upphafi. Einn af bridgemeisturum
þeirra, Shalom Sehgman, sýndi þar
vamarspilamennsku í leiknum við
Belgíu sem gæti flokkast undir bestu
vamarspilamennsku mótsins. Raim-
ar var ísrael í efsta sætinu þegar eft-
irfarandi spil kom fyrir:
N/n-s 4 1084
V 96
♦ 1054
+ G7542
* ÁDG6
V K10754
♦ DG
+ Á10
♦ 9532
V ÁD3
♦ 92
+ KD96
Noröur Austur Suöur Vestur
pass lþjarta pass 2tíglar
pass 2þjörtu pass 4þjörtu
pass 4grönd pass 5tíglar
pass Shjörtu pass pass
pass
Tveggja tígla svar vesturs var ann-
aðhvort sterkt og eðlilegt eða veik
hækkun í hjarta. Fjögur grönd voru
fimm ása Blackwood og svarið sýndi
einn. Það sýnist hrikta í fimm hjört-
um en þau em samt alveg upplögð.
En fylgjumst með SeUgman í vöm-
inni. Hann spilaði út laufakóng,
sagnhafi drap með ás, kastaði laufi í
spaða, trompaði lauf og spilaði Utlu
trompi úr blindum. Segjum að suður
drepi með drottningunni og spiU
fjórða spaðanum. Sagnhafi verður
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
að trompa með gosanum í blindum,
fara síðan heim á tígul og trompa út.
Hann gæti spilað Utlu trompi en trú-
lega myndi hann spila kóngnum
vegna þess að noröur setti sexið í
fyrsta trompslag og þar með fella
níuna.
En sagnhafi fékk ekki að spreyta
sig á þessu því SeUgman drap fljótt
og eðlilega á ásinn. Síðan kom fjórði
spaðinn og það var varla hægt að
álasa sagnhafa fyrir að halda að
norður ætti trompdrottninguna. Það
var því ástæðulaust að trompa í
blindum. Norður ætti drottninguna,
annaðhvort einspil eða aðra. Vömin
hlyti því að fá einn slag hvort sem
væri.
Hins vegar, þegar sagnhafi tromp-
aði ekki i blindum, gat norður tromp-
að með níunni og SeUgman fékk síð-
an þriðja slaginn á drottninga. Einn
niður.
í leik Tyrklands við Portúgal lentu
Tyrkimir í sama samningi og suður
spilaði einnig út laufakóng. Sagnhafi
drap einnig á laufaás og kastaöi laufi
í spaða. Síðan spilaði hann hjartatíu
að heiman. Nú gerði suður hið ótrú-
lega, hann drap strax á ásinn og spil-
aði fjórða spaðanum. Auðvitað
fannst sagnhafa skrýtið að suður
skyldi hoppa upp með ásinn en hann
taldi líka að norður ætti drottning-
una og trompaði með áttunni. Einn
niður.
V G82
♦ ÁK8763
LJÓSMYNDASAMKEPPNI
Þu færð upplýsingar og
þátttökuseðil í næstu búð.
Skilafrestur er til 31. ágúst 1995.
i
‘Ásklllnn er réttur
tll að nota
verðlaunamyndlrnar
1 auglýslngum.