Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 20
Á toppnum
Lag Bjarkar Guömundsdóttur,
It’s oh so Guiet, af plötunni Post,
er komiö í toppsæti íslenska list-
ans. Lagið, sem hefur verið í tvær
vikur á listanum, var í 5. sæti í
síðustu viku. Eins og flestir vita
ætlar Björk að koma til íslands
um verslunarmannahelgina og
spila á tónlistarhátíð sem haldin
verður á Kirkjubæjarklaustri.
Fjölmargar aðrar hljómsveitir
koma fram á hátíðinni og má þar
nefna Drum Club, Unun, SSSól,
T-World og Bubbleflies.
Nýtt
Lagið A Girl Like You með Ed-
wyn Collins kemur nýtt inn á list-
ann þessa vikuna. Lagið, sem
lendir í 7. sæti, er fjórða vin-
sælasta lagið í Bretlandi um þess-
ar mundir. Edwyn Collins, sem
er breskiu-, var áður í hljómsveit-
inni Orange Juice sem gerði það
gott upp úr 1980. Margir hafa líkt
rödd Edwyns við rödd Davids
Bowies.
Hástökk
Hástökk vikunnar er lagið
Söngur Heródesar úr söngleikn-
um Superstar sem ffumsýndur
var fyrir viku síðan. Það er Páll
Óskar sem flytur þetta lag sem
hefur verið mikið spilað á út-
varpsstöðvum undanfarið. Páll
Óskar er nú í tónleikaför í Þýska-
landi en hann er væntanlegur aft-
ur til landsins í lok mánaðarins.
Eggert Þorleifsson fer með hlut-
verk hans í söngleiknum á með-
an.
Dylan hætt-
ur og farinn
Bob Dylan er hættur við að
leika hlutverk í nýjustu Keanu
Reeves myndinni, Feeling
Minnesota, eins og til stóð. Fram-
leiðendum myndarinnar og Dyl-
an lenti saman út af tökudögum
en Dylan vildi fá að ljúka tón-
leikaferð sinni um Bandaríkin
áður en hann færi í tökur. Það
gátu framleiöendumir ekki sam-
þykkt og eftir nokkurt stapp sagði
Dylan þeim að fara norður og nið-
ur með þessa mynd sína. Við hlut-
verki hans tekur Levon Helm,
fýrrum trommari Thre Band.
Bætur fyrir
Vaughan
Fjölskylda blúsgítarleikarans
Stevie Ray Vaughans hefur kom-
ist að samkomulagi við rekstrar-
aöila þyrluflugfélagsins sem átti
þyrluna sem fórst með Stevie Ray
og fleiri innanborðs árið 1990.
Málaferli hófust á grunni þess að
flugmaður þyrlunnar hefði verið
gjörsamlega óhæfur ogfarið á loft
í veðri sem hann hafði enga
reynslu að fljúga í. Þegar ljóst var
að fjölskylda Vaughans myndi að
öllum líkindum vinna málið gekk
flugfélagið til samninga og herma
fréttir að félagið hafi greitt ætt-
mennum Vaughans einar 170
milljónir króna.
í BOÐI X BYMU1JNNI Á SUNNUDAG KL. 14.00
\7ií £UNA 23.7. '95 - 30.7. '95
| ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOI»P 4®
G) 5 2 3V1KANR.1... IT'S OH SO OUIET BJÖRK
2 1 1 5 HOLD ME, THRILL ME, KISS ME, KILL ME U2
a 9 2 ~ HÁSTÖKK VIKUNNAR — SÖNGUR HERÓDESAR PÁLL ÓSKAR
4 2 5 4 COME OUT AND PLAY OFFSPRING
5 3 3 7 THIS AIN'T A LOVE SONG BON JOVII
(3) 8 13 4 I DON'T BELIEVE CIGARETTE
IL 1 ••• NÝTTÁ LISTA ••• A GIRL LIKE YOU EDWYN COLLINS
8 6 4 7 SÖKNUÐUR SIXTIES
9 4 2 6 END OF THE CENTURY BLUR
\m NÝTT 1 BOOM BOOM BOOM OUTHERE BROTHERS
11 11 12 4 DECEIVED IN BLOOM
12 10 9 5 THINKOFYOU WHIGFIELD
13 7 6 5 RANGUR MAÐUR SÓLSTRANDARGÆJARNIR
E53 NÝTT 1 '74-'75 CONNELS
15 13 14 4 FANNFERGI HUGANS SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
(5) 17 23 5 IF YOU ONLY LET ME IN MN8
© 19 28 4 l'LL BE THERE FOR YOU THE REMBRANTS
23 - 2 KORRIRÓ AGGI SLÆ & TAMLASVEITIN
19 12 16 4 EVERYBODY'S GOT TO LEARN SOMETIMES BABY D.
de) 21 - 2 SOMEWHERE SOMETIMES WET WET WET
m NÝTT 1 IN THE SUMMERTIME SHAGGY
(U) 26 37 4 ALL IT TAKES HANNE BOEL
23 14 11 6 WHEREVER WOULD I BE D. SPRINGFIELD/D. HALL
NÝTT 1 SCATMAN'S WORLD SCATMAN JOHN
25 15 7 8 BIG YELLOW TAXI AMY GRANT
(26) 27 30 4 LET YOUR YEAH BE YEAH ALI CAMPBELL
27 22 21 4 MORGUNN TWEETY
28 16 8 6 MÉR VAR SVO KALT S.S.SÓL
29 25 29 3 I WANNA BE WITH YOU FUN FACTORY
30 20 15 4 KYRRLÁTT KVÖLD REGGAE ON ICE
31 18 10 6 CUANTO LA GUSTA PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR
© 33 NÝTT 1 HUMAN NATURE MADONNA
29 35 3 STOP GRAHAM GOPLE
© 35 NÝTT 1 NETFANGIN (REMIX) SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
24 17 7 NO MATTER WHAT YOU DO OLIVIA NEWTON-JOHN
m NÝTT 1 HOLD MY BODY TIGHT EAST 17
37 36 38 3 JEALOUSY CHARLES & EDDIE
38 35 36 3 I BET YOU BUBBLEFLIES
(39) (áfi) 1 ALL I WANT EKIN
- LEAVE VIRGINA ALONE ROD STEWART
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niöurstaða skoðanakönnunar sem erframkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. Islenski
listinn tekur þátt í vali"World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaöinu Music
& Media sem er rekiö af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson
Barist við
bændur
Breska hljómsveitin Menswe-
ar var á dögunum stödd við upp-
tökur í hlj óðveri sem er í eigu Pet-
ers Gabriels nærri Bath á
Englandi. Milli tama skelltu þeir
sér í bátsferö á nærliggjandi ár-
sprænu og var glatt á hjalla. Lá
leiðin fram hjá landareign bónda
nokkurs sem var úti við heyskap.
Kunni hann ekki að meta glað-
værð Menswear-manna og hróp-
aði tfl þeirra að hypja sig burt.
Urðu nokkur orðaskipti sem end-
uðu með því að bóndinn hótaði
lögreglu eða einhveiju þaðan af
verra. Létu hljómsveitarmenn þá
undan síga. Gárungamir í Lund-
únum hafa það í flimtingum að
háreystin sem fór svona fyrir
brjóstið á bóndanum hafi verið
nýja lagið frá Menswear!
Laun heims
ins...
David Sims, maðurinn sem á
sínum tíma samdi stórsmell
þeirra A-ha drengjanna frá Nor-
egi, The Sun always Shines on
TV, lést fyrir nokkra vegna of-
neyslu heróíns. Líf Sims hefur
verið ein samfefld tragedía síðan
hann samdi lagið góða því með
einhveijum hætti var hann svik-
inn um aflan ágóða af sölu lags-
ins sem mátti telja í tugmilljón-
um króna. í kjölfarið lagðist Sims
í þunglyndi og eiturlyfjaneyslu
og því fór sem fór.
Prince og
WEA semja
frið
Prince, eða hvað sem sá ágæti
maður heitir þessa dagana, er
loksins búinn að ná samkomu-
lagi við WEA-hljómplötuútgáf-
una um útgáfu á plötunni The
Gold Experience sem var tflbúin
í fyrrahaust. Lengi vel þráaðist
WEA við aö gefa plötuna út og þá
tók prinsinn upp á því að rægja
útgáfuna hvar sem því varð við
komið. En nú er sem sagt búið að
semja og platan væntanleg á
markað í september.
Plötufréttir
Rokksveitin Sepultura er byij-
uð að undirbúa næstu plötu sína
sem ráðgert er að komi á mark-
að í byijun næsta árs. Nafh plöt-
unnar er þegar klárt og verður
Roots... Bemard Butler, fyrrum
liðsmaður Suede, er að vinna að
plötu þessa dagana í samvinnu
við David nokkum McAlmont..
. í haust er væntanleg á markað
safnplata sem inniheldur nýjar
hljóðblöndur af þekktum lögum
hljómsveitarinnar New Order...
-SþS-
V