Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 Sérstæö sakamál Brúðkaup þykja næstum alltaf rómantísk en brúðkaupið sem An- nette Gray var boðin í var helmingi rómantískara en hún hafði átt von á því þar kynntist hún Norman Mott og það varð ást við fyrstu sýn. Annette var tuttugu og fjögurra ára afgreiðslustúlka í stórverslun en Norman tuttugu og sex ára vörubílstjóri. Árið eftir gengu þau í hjónaband og virtist allt benda til að þau yrðu hamingjusöm. Bæði höfðu þau lagt dálítið fyrir og með aðstoð frá foreldrunum keyptu þau sér lítið einbýlishús við Silverdale- veg í smábænum Hayes í Kent á Englandi. Annette og Norman voru sam- mála um að bíða með barneignir þar til þau hefðu betur ráð á því. Þau væru ung og hefðu tímann fyr- ir sér. Þá vildu þau einnig búa heimili sitt betri húsgögnum og fallast á skilnað. Klukkan níu að kvöldi þessa dags fékk Norman aðra heimsókn af rannsóknarlögreglunni. Var hann nú spurður hvers vegna hann hefði sagt ósatt þegar hann var að því spurður hvort hann ætti vinkonu úti í bæ. „Ef ég hefði sagt frá því,“ svaraði hann þá, „hefði ykkur grunað að ég hefði myrt konuna mína.“ Húsleitin „Hefurðu nokkuð á móti því að við gerum húsleit hjá þér?“ spurðu rannsóknarlögreglumennirnir. „Hafið þið húsleitarheimild?" spurði Norman. „Nei, en við erum fljótir að fá hana,“ var svarið. Norman gafst upp og leyfði leit- ina. Fóru nú fjórir menn að leita. Jeanette Clarke. Leitin hafði aðeins staðið i tíu mín- útur þegar einn þeirra kom með buxur, skyrtu, jakka og stutta járn- stöng en á öllu þessu voru blóð- blettir. Þetta hafði fundist undir lausri fjöl í eldhúsgólfmu. Norman Mott starði á það sem rannsóknarlögreglumaðurinn hélt á en hann hafði aldrei búist við að fötin og stöngin fyndust. Hann sá áð hann yrði að breyta sögu sinni. „Já, ég varð Annette að bana,“ sagði hann. „En ég gerði það í sjálfsvöm. Við gengum með skipa- skurðinum og settumst til að ræða málin því hún fór að ásaka mig fyrir að vera með Jeanette. Við fór- um að rífast og ég missti stjórn á mér. Það var alls ekki ætlun mín að ráða hana af dögum. Ég missti bara stjórn á mér.“ Fyrir Old Bailey Norman Mott var leiddur í Old Bailey sakadóminn fræga í Lon- don. Verjandi hans hafði ráðlagt honum að játa á sig ofbeldi sem leitt hefði til dauða. En saksóknar- inn, Kenneth Richardson, neitaði að taka mark á þeirri yflrlýsingu. „Hann bauð konu sinni í göngu- ferð þennan sunnudag," sagði Ric- hardson, „og tók með sér járn- stöngina sem hann notaði til að stytta henni aldur með. Ég bið kviðdómendur að íhuga hvers vegna hann stakk stönginni á sig ef hann hafði ekki í huga að nota hana.“ Fram kom í réttinum aö Norman hafði hringt á vinnustað konu sinn- ar á mánudagsmorgninum til þess að segja að hún væri veik og kæmi ekki til vinnu. Hann hafði hins veg- ar ekki hringt til foreldra Annette til að spyrjast fyrir um hana fyrr en að kvöldi þess dags. Kviðdómendur voru aðeins tíu mínútur að komast að niðurstöðu. Sakbomingur teldist sekur. -Dómarinn, Comyn, dæmdi Nor- man Mott í lífstíðarfangelsi. Faðir Annette, John Gray. fleiri þægindum áður en þau tækju að sér hlutverk uppalenda. Bæði voru í leit að betra starfi og báðum varð að ósk sinni. Ann- ette var gerð að deildarstjóra í stór- versluninni og Norman fékk til umráða stærri vörubíl til þunga- flutninga á langleiðum. Þetta færði ungu hjónunum meiri tekjur en hafði í fór með sér að Norman var stundum að heiman nokkra daga í einu. Upp á kvenhöndina Foreldrar Annette voru ánægðir með tengdasoninn en foreldrar Normans voru dálítið kvíðnir. Þeir óttuðust að til vandræða kynni að koma því hann hafði þrívegis verið trúlofaður en alltaf höfðu stúlkurn- ar sagt honum upp af því hann var þeim ótrúr. Gat verið að hann væri enn við sama heygarðshomið? Um tíma gekk allt vel. Annette hafði enga ástæðu til að ætla að maður hennar héldi fram hjá henni. En svo rann upp sá dagur þegar hún fékk ástæðu til að ætla að hann hefði bragðist henni. Hún haföi kvatt hann um morguninn og þegar hann var farinn í eina langferðina enn ætlaði hún að þvo af honum þvott. Áður en hún setti samfestinginn hans í þvottavélina leitaði hún í vösunum og þá fann hún miða. Hann var frá stúlku sem hét Jeanette og hún spurði hvort Norman vildi hitta sig á diskóteki í borginni næsta föstudag. Annette var mjög brugðiö. Hún stakk miöanum í vasann en sam- festingnum í þvottavélina. Hún vildi ekki að Norman fengi að vita hvers hún heföi orðið vísari en hugsaði sér aö komast til botns í málinu. Leitaði aðstoðar föðursíns Næsta föstudag sagði Norman að hann væri neyddur til að hitta mennilegt kjaftshögg." Annette lét sem hún tryði honum. Enn var ekki kominn tími til aö leggja öll spilin á borðið. Það hafði hún hins vegar hugsað sér að gera þegar foreldrar hennar væru við- staddir. Hvarfió Annette hafði ætlað sér að fara með Norman til foreldra sinna næsta sunnudagskvöld og þar ætl- aði hún að láta föður sinn segja frá því sem hann hafði séð viö diskó- tekið á föstudagskvöldinu. Um fimmleytið sídegis þennan sunnu- dag bað Norman hana að koma með sér út að ganga, þau gætu gengið með Grand Union-skipa- skurðinum sem var um þrjú hundruð metra frá heimili þeirra. Án þess að láta sér til hugar koma að Norman hefði nokkuð illt í huga féllst hún á að fara meö honum en bætti því við að þau gætu þá lokiö gönguferðinni heima hjá foreldr- um hennar. Sagði hann ekkert því til fyrirstöðu. Kiukkan sjö á mánudagskvöldið hringdi Norman til tengdaföður síns, Grays, til þess að spyrja hvort Annette væri hjá honum því hún heíði ekki komið heim úr vinn- unni. Þegar honum var sagt að hún væri ekki hjá foreldrum sínum sagðist hann ætla að fara út að leita að henni. Hann kom hins vegar heim skömmu síðar án liennar og tilkynnti þá hvarf hennar. Líkfundurinn Lögreglan var ekki búin að skipu- leggja leitina að Annette þegar maður einn hafði samband við hana. Hann sagðist hafa verið að viðra hundinn sinn og gengið með skipaskurðinum. Þá hefði hann allt í einu séð í fótlegg sem staðið hefði út úr frárennslisröri. Þegar hann hefði gáð inn í rörið hefði hann séð lík af ungri stúlku og hefði verið augljóst að henni hafði verið mis- þyrmt. Líklega hefði hún veriö lim- lest með einhvers konar barefli. Það tók ekki langan tíma að fá staðfestingu á að líkið væri af An- nette Gray Mott og tveir rannsókn- arlögreglumenn voru sendir heim til Normans til þess að segja honum fréttina og yfirheyra hann. Norman var greinilega óstyrkur og þegar annar mannanna spurði hann hvort hann hefði átt nokkrar vinkonur svaraði hann því til í nokkru óöagoti að hann hefði aldr- ei verið konu sinni ótrúr. Áfund Jeanette Meðan þetta var að gerast sat þriðji rannsóknarlögreglumaður- inn heima hjá Grays-hjónunum, foreldram Annette, og sagði þeim að dóttir þeirra hefði fundist myrt. Faðir hennar skýrði þá frá því sem hann hafði séð við diskótekiö á föstudagskvöldinu. Nefndi hann nafnið Jeanette og tók það rann- sóknarlögregluna skamman tíma að komast að því hver hún var. Þegar Jeanette var spurð um sam- band sitt við Norman Mott sagði hún að hann hefði spurt sig hvort hún vildi kvænast honum ef hann gæti fengið konu sína til þess að Annette og Norman. nokkra félaga sína þá um kvöldið. Þeir þyrftu að ræða vandamál tengd vinnunni. Annette lét á engu bera, brosti og þóttist taka skýr- ingu hans góða og gilda. Vart var Norman farinn að heim- an þegar hún hringdi til föður síns, Johns Gray, og bað hann að koma og ræða við sig. Hún sagði honum síðan hvers hún hefði orðið vísari og bað hann að fara að diskótekinu og fylgjast með ferðum Normans. Það gerði Gray. . Þremur tímum síðar kom hann til dóttur sinnar og sagðist hafa séð Norman aka frá diskótekinu meö stúlku sem væri ekki komin af tán- ingsaldrinum. Annette bað hann að segja ekki frá því sem hann heföi séð því hún ætlaði sjálf að leysa þann vanda sem kominn væri upp í hjónabandi sínu. Það reyndist henni dýrkeypt. Loðið svar Norman kom heim um hálftólf- leytið um kvöldið. Annette sagði ekkert um það hvers faöir hennar hafði orðið vísari en morguninn eftir, þegar þau sátu yfir morgun- verðinum, spurði hún, nokkuö þóttafull: „Hver er hún þessi Jea- nette, Norman? Hvers virði er hún þér?“ Maður hennar varð eldrauður í framan en þegar hann hafði náð að jafna sig dálitiö svaraði hann: „Þú hlýtur að eiga við Jeanette Clarke. Hún er bara bam, ekki eldri en sautján ára. Hún vinnur í bókhaldsdeildinni hjá okkur. Hún er mér ekkert og haíi einhver sagt þér annað skal ég gefa honum al-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: