Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 15 ► > > Enginn er eldri en hann heldur Þaö er mikill sannleikur í orðunum „enginn er eldri en hann heldur". Einn sólríkan laugardagsmorgun í júlí stóö ég í sakleysi mínu fyrir framan spegihnn á baðinu. í skærri birtunni sem skein inn um baö- gluggann sá ég mér til mikillar skelfmgar fíngert net af hrukkum sem teygöu sig eins og langir fíngur frá augnkrókunum alla leið upp í hársrætur. „Hjálp!" gólaöi ég „hvað er aö gerast?“ og æöisleg leit aö gráum hárum hófst fyrir framan spegilinn. Allter breytingum háð Ég hafði að vísu komist á fertugs- aldurinn þónokkrum vikum fyrr en ekkert veriö að velta mér sér- staklega upp úr því. En eins og hendi væri veifað virtust hrukk- umar hafa fjölfaldast á svipstundu fyrir framan spegihnn. Á aldursskeiðinu 30 til 75 ára minnkar að vísu afkastageta hjart- ans um allt að 30 prósent og lungn- anna um 40 prósent að því að tahð er. Afköst lifrarinnar minnka um 10 og nýmanna um aht að 40 pró- sent og beinin verða þynnri, léttari og brothættari. Ofan á þetta bætist svo að teygjanlegir vefir í húðinni minnka og hún hrukkast og slapp- ast þegar árin færast yfir. Ég taldi nú að pumpan væri í sæmhegu ástandi en því var ekki aö neita að ýmsir „afturpartar", sem áður voru á tiltölulega réttum stöðum, vom teknir að láta undan þyngdarlögmálinu og nálguðust nú gólfið óðfluga. Hvað er tíl ráða? Það er sama hversu hratt við hlaupum: EUi kerhng hleypur jafn hratt. Það era ekki endilega árin sem segja til um hversu gömul viö erum. Sjötíu og fimm ára gamalt fólk getur verið jafn hresst og afkastað jafn miklu og þegar það var um sextugt. Hins vegar eru dæmi um fólk sem er hreinlega orðið elhært um þrítugt. Vísindamenn eru ekki á eitt sátt- ir um orsakir öldrunar. Þær breyt- ingar sem eiga sér stað á starfsemi líkamans með árunum gerast mjög mismunandi hratt hjá hverjum og einum. Fyrstu einkennin eru minnkandi teygjanleiki vefja, taugafrumum fækkar og æðar þrengjast, að ógleymdum spengi- legum vöðvum sem gjarnan fara fyrstir að láta á sjá. Þetta á ekki einungis við um mannskepnuna heldur allar lífver- ur. Breytingarnar eiga það sameig- inlegt hjá öllum að þeim verður ekki við snúið - þó mikið hafi ég nú reynt th þess eftir „hrukku- fundinn“. í apótekum og snyrti- vömverslunum em seld ýmis stór- kostleg krem sem umsvifalaust eiga að snúa' þessari þróun við. Þessi krem em ýmist eiturgræn eða hvít að ht. En mínar tilraunir leiddu í ljós að þau virkuðu einna best th að hræða nær líftóruna úr litlum merkjasöludreng sem varð fyrir þeirri hræðhegu lífsreynslu að mæta mér í dyrunum með harða græna skel á andlitinu og gúrku- sneiðar yfir augunum. Hressing fyrir líkama og sál Á sama hátt og vél þá vinnur lík- aminn ekki eins vel eftir langa notkun en það þarf þó ekki að þýða að við þurfum að leggjast í kör þó árin líði. Hehbrigt líferni og hreyf- ing er það sem gjarnan er mælt með til hressingar líkama og sálar. LaugardagspistiU Svafa Grönfeldt Marga sjúkdóma, s.s. æðasjúk- dóma og streitu, er einmitt hægt að rekja til rangrar fæðu. Hins veg- ar er okkur mörgum meinilla við ýmislegt sem hehsusamlegt er og borðum að sjálfsögðu ekki ætíð það sem við ættum að borða. Forritaðar frumur Ein þekktasta kenningin um öldrun er svoköhuö Hayfhck-áhrif. Kenning þessi er kennd við amer- ískan líffræðing, Leonar Hayfhck að nafni. Hann komst að þeirri niö- urstöðu að skipting ákveðinna frumna í mannslíkamanum væri takmörkuð við ákveðinn fjölda áð- ur en þær deyja og endumýist því ekki ótakmarkað. Þetta gefur til kynna að öldrun sé forrituð í frum- ur okkar og geti því skýrt mismun- andi aldursskeið manna og dýra. Einnig er þessi kenning talin varpa ljósi á af hverju konur lifa lengur en karlar. Sælir skallar Þótt við kvensumar lifum aö meðaltali átta árum lengur en karl- ar þá eldast þeir mun betur en við. Grátt hár í vöngum og hrukkur gera karlmenn virðulega, svo ekki sé nú talaö um skallann. í vikunni var því meðal annars haldið fram í fjölmiðlum aö sköllóttir karlar væru mun kynþokkafyhri en aðrir. Jafnréttisráði hefur hins vegar borist kvörtun vegna mismununar kynjanna í styrkveitingum til hár- kollukaupa. Konur fá styrk frá Tryggingastofnun th slíkra kaupa en ekki karlar nema sannað þyki að um meðfædda innkirtlasjúk- dóma sé að ræða eða afleiðingar læknisfræðilegrar meðferðar. Kon- ur fá hms vegar að kaupa tvær hárkollur á ári þótt þær hafi misst hárið af öðrum ástæðum. Þykir þetta misrétti einhverjum körlum súrt í broti. Frægustu „skallar" landsins era þó ekki í þeirra hópi enda mjög ánægðir með sinn skalla eins og gefur að skhja þar sem þetta er eins kynþokkafullt og raun ber vitni. Ómar Ragnarsson sagði m.a. að „það eru hártoganir að vera sí- fellt að agnúast út í ákvæöi vegna kynjamismunar. Að biðja um bæt- ur fyrir karla sem hafa skalla er eins og að biðja um bætur fyrir karla af því þeir geta ekki orðið mæður.“ Víðara samhengi Það er ýmislegt annað en líffræði- legir þættir, skalli og hrukkur sem hafa áhrif á hðan okkar. Umhverfi og félagslegar aðstæður hafa mikið að segja. Vísindamenn eru nú farn- ir að rannsaka þessa óumflýjan- legu breytingu mannslíkamans í mun víðara samhengi og rann- sóknir afmarkast ekki við það sem við getum kahað elhárin heldur allt líf okkar frá barnæsku. Heilbrigð sál í hraustum likama Sálina er ekki síður mikhvægt að næra og rækta líkt og líkamann th að halda í æskublómann. Þekking læknisfræðinnar á líffærafræði- legri uppbyggingu líkamans og allri starfsemi er viðamikil en þeg- ar kemur að sálartetrinu virðist þekkingin verða æði götótt. Flestir vísindamenn á okkar dögum halda því fram að öldmn sé ekki einung- is afleiðing hægari frumubreytinga heldur orsök margra samtvinn- aðra þátta. Þekking á sáhnni er hins vegar takmörkuð og sagt er að þrátt fyrir allar framfarir í læknavísindum sé sálin eins dular- fuh og hún var fyrir tvö þúsund árum. Líkamlegir kvihar geta vald- ið sálarflækjum og sálarflækjur geta valdið líkamlegum vanda. Þótt sjúkdómar séu óhjákvæmi- legir í ellinni og hjartað sé ódug- legra við að pumpa, lungu og nýru afkasti ekki eins miklu og um tví- tugt, ýmsir líkamshlutir sígi eöa tútni út þá er ekki þar með sagt aö öll líkamsstarfsemi sé úr lagi geng- in. Eitt er víst að ef saman fer heil- brigð sál og líkami hður okkur vel. „Enginn er eldri en hann heldur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.