Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 17 Stórt lögreglu- og herminjasafn í kjallara húss í Bústaðahverfi: Hef verið að bj arga munum frá glötun - segir Sævar Þ. Jóhannesson safnari sem vill sjá munina sína á opnu safni Sævar við móttökutæki sem var í breska sendiráðinu. Tækið er enn þá nothæft og var notað i seinni heimsstyrj- öldinni til að taka við sendingum frá Evrópu og í þorskastríðunum notuðu Bretar tækið til að hlusta á fjarskipti Landhelgisgæslunnar. Ofan á móttökutækinu er hjálmur sem varalögreglan í Reykjavík notaði á stríðsárunum og „vigstöðvasími" eða „field-telephone“ sem tilheyrði bandaríska varnarliðinu. DV-myndir GVA I kjallara snoturs húss í Bústaða- hverfi er að finna eitt stærsta her- minjasafn og safn á munum tengdum löggæslu á íslandi. Þegar gengið er niður í kjallarann, sem er ekki nema eitt herbergi, gefur að líta, frá gólfi til lofts, fomminjar sem hvert safn gæti væri stolt af. Hvert sem litið er ber fyrir augu hjálma, húíur, skammbyssur, vélbyssu úr flugvél, byssustingi, herdeildarmerki, gas- grímur, ótrúlegt samsafn handjárna, einkennismerkja, fjarskiptatækja og fleiri muni. „Ef til þess kæmi að herminjasafn og/eða lögregluminjasafn yrði opnað hér þá myndi ég gefa því alla mína muni sem era nokkur hundruð. Þeir eiga ekki heima annars staðar. Ég hef bara verið að bjarga munum frá glötun og til að aðrir fái að njóta þeirra en ekki til að geyma þá í kjall- aranum. Ég hef gengið þannig frá því við mitt fólk að þeir verða ekki seld- ir að mér gengnum heldur fara í heild sinni á söfn,“ segir Sævar Þ. Jóhann- esson, lögreglufuUtrúi hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Stríðsárin stór hluti sögunnar Sævar hefur sinnt söfnun lögreglu- minja í áratugi en faðir hans, sem var lögreglumaður um árabil, safn- aði þeim á undan honum en það var fyrst árið 1973 sem hann byrjaði að safna herminjum. Svo virðist sem skipulögð söfnun stríðsminja eða minja, tengdum hersetu og hervernd, sem hafa verið stórir þættir í sögu okkar síðustu 55 árin, hafi ekki átt upp á pallborðið fyrr en síðustu ár. Þegar hafa Færeyingar, sem voru, líkt og íslendingar, hersetnir af Bret- Upp um alla veggi j kjallaranum heima hjá Sævari má sjá muni tengda lögreglunni eða hervernd og hersetu. um stríðinu, komið á fót stríðsára- safni og aörar nágrannaþjóðir okkar hafa starfrækt söfn af þessu tagi um árabil. Nýlega opnuðu Reyðfirðingar stríðsárasafn en ekkert slíkt safn er að fmna í Reykjavík þar sem þó bjuggu flestir erlendu hermennirnir og flest hernaðarmannvirkin voru reist. „Þaö er til lítið eitt af munum tengdum hersetu og hervernd á Ár- bæjarsafni og Þjóðminjasafninu en mest er um muni í eigu einstaklinga og Sævar er einn stærstu safnaranna sem eru nokkrir. Þetta er svo nálægt okkur í tíma að söfn hafa ekki gert gangskör í að safna munum sem þessum sem er varasamt því þeim liggur sem óðast við glötun. Það er full ástæöa til að breyting verði á þessu því þetta er svo stór hluti af sögu okkar og reyndar mjög merki- legur hluti hennar," segir Helgi M. Sigurðsson, sagnfræðingur og safn- vörður á Árbæjarsafni. Stríðsminjasafn í Nauthólsvík Helgi hefur mikinn áhuga á sögu og munum tengdum hersetu hér á landi. Skrifaði hann meðal annars einstaka bók, sem gefin var út af Árbæjarsafni og borgarskipulagi fyr- ir tveimur árum, um náttúra og sögu Öskjuhlíðar, þar á meðal stríðsminj- ar sem þar er að finna. í Öskjuhlíð og Nauthólsvík er að finna merkileg varnarmannvirki, tengd Reykjavík- urflugvelli, sem Bretar byggðu hér á stríðsárunum. Mannvirkjunum hef- ur fækkað í gegnum árin en nú hefur verið tekið tiliit til þeirra í skipulagi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og hafa þau haldið sér að tiltölu ef frá eru taldir þrír braggar sem rifnir voru fyrr á árinu. Það er einmitt í Nauthólsvík sem menn hafa haft augastað á safni fyrir stríðsminjar. Helgi telur að það hafi verið Markús Öm Antonsson, þáver- andi borgarstjóri, sem hafi árið 1993 fyrstur manna bent á þann mögu- leika að koma á fót stríðsminjasafni eða safni tengdu hersetu og hervernd í einhverjum af þeim hernaðar- mannvirkjum sem enn standa í Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hafa menn helst bent á gamalt gistihús í Nauthólsvík sem nú hýsir starfsemi svifílugfélags og siglingaklúbbs. „Þarna er um að ræða rúm húsa- kynni og staðsetningin er góð en það er erfitt að þoka hugmynd sem þess- ari af stað. Það þyrfti líklega marga aðila til að láta hana verða að veru- leika en ég vona aö svo verði. Einnig þyrfti líklega að stofna félag áhuga- manna um stríðsminjasafn," segir Helgi. „Ætli það hafi ekki verið um 1973 sem ég byrjaði að safna herminjum. Þá átti ég einhverja gripi en hafði ekki lagt sérstaka áherslu á að safna þeim - því miður vil ég segja því ég vildi að ég hefði byrjað miklu fyrr. Þá væri kannski búið að bjarga mörgum gripnum frá glötun. Þetta byrjaði nokkuð undarlega. Ég var staddur í Englandi, í smábæ í York- shire, en þaðan voru margir af þeim hermönnum sem komu til íslands, og það var þar sem áhugi minn kviknaði á að eignast herdeildar- merkin sem þeir notuðu á íslandi. Bærinn hét Skipton en á Skólavörðu- holti stóð einmitt kampur sem hét Camp-Skipton. Síðan hefur þetta hlaðið utan á sig,“ segir Sævar en auk fyrrnefndra muna er einnig að finna í safni hans fjölda ljósmynda og skjala sem tengjast hersetunni. I fótspor föðurins „Það var nokkuð snemma sem ég fékk áhuga á lögregluminjum, þá í gegnum föður minn. Hann var lög- reglumaður í 37 ár í Vestmannaeyj- um og átti sitt htið af hverju sem kom í minn hlut. Þótt hann hafi ekki safn- að skipulega þá henti hann aldrei nokkrum sköpuðum hlut eins og flest eldra fólk hefur gert. Þessi söfnunar- árátta lögregluminja hefur því tengst mér en þeir eru miklu fleiri en ég sem hafa safnaö þessu, bæði einstakling- ar, einstök embætti og félög," segir Sævar. Líkt og með herminjarnar er ekk- ert skipulegt safn til sem hýsir muni tengda lögreglunni þótt líklega megi rekja sögu hennar aftur til 19. aldar þegar svokallaöur vaktmaður gekk um húsaþyrpinguna sem var að myndast í Reykjavík. Fyrir 10 árum, á hálfrar aldar afmæli Lögreglufé- lags Reykjavíkur, var sett upp sýning á munum tengdum lögreglunni. Auk muna í eigu fyrrnefndra aðila er að finna á Árbæjarsafni nokkra hillu- metra af munum úr minjasafni lög- reglunnar i Reykjavík. Sævar segist sakna þess að ekki sé til safn til að hýsa þessa muni. Hefur hann sjálfur augastað á tilvöldu húsi þar sem þeir mundu sóma sér vel - Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg. Lögregluminjasafn í Hegningarhúsið Helgi tekur í sama streng og segir málið reynar á umræðustigi og vilja innan kerfisins til þess að setja upp lögreglu- og dómsminjasafn í því. Segir Sævar að slík söfn sé að finna í flestum öðrum löndum og hér á landi hafi Landssamband lögreglu- manna sýnt stofnun slíks safns áhuga. Hann nefnir sem dæmi að í Kaupmannahöfn hafi lögregluminja- safn verið opnað nýlega í gamalli lögreglustöð og þekkt sé safn Scot- land Yard, Black Museum. Tilvalið væri að skipta safninu upp, hafa hluta þess opinn almenningi en hluta þess einungis opinn lögreglumönn- um, lögfræðingum og dómurum. „Húsið er mjög sérstakt. Líklega er hér um að ræða eitt af 10 merkileg- ustu húsum borgarinnar. Það er mjög spennandi að koma inn í þessa byggingu sem frjáls maður og minjar af þessu tagi ættu hvergi betur heima en þar,“ segir Helgi um Hegningar- húsið. Sævar segir að mikið af munum hafi ratað í hendur hans þar sem þeir sem þekkja hann vita að hann safnar munum sem þessum, þá hafi hann einnig falast eftir öðrum mun- um. „Ef maður þegir þá fær maður aldrei neitt.“ Aðspurður hvort í mun- unum liggi einhver verðmæti segir Sævar að mest séu það söguleg verð- mæti. Erfitt sé að meta þetta til fjár en munirnir eigi heima á minjasafni. -PP • Móttaka fyrir allt brotajárn • Kaupum alla málma HRINGRÁS HF. • Utvegum hagstæða flutnmga endurvinnsla Sími: 581 4757 • Sundahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.