Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 Trimm Gísli Ragnarsson: Áhugamaður á hlaupum Gísli Ragnarsson hefur átta sinnum hlaupið heilt maraþon og bætir að minnsta kosti einu við í sumar. Allirí Ármanns- hlaupið Á fimmtudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00 fer fram hið árlega Ár- mannshiaup og hefst við Ár- mannsheimiiið í Sigtúni. Hlaupn- ir verða 2 kra, 4 km og 10 km. Tímataka veröur í 4 km og 10 km. Allir, sem Ijúka hlaupi, fá verð- launapening. Hér gefst ágætt tækifæri til þess að hlaupa 10 km í síðasta sinn í keppni fyrir Reykjavíkurmaraþon. Upplýs- ingar fást í Ármannsheimilinu eða hjá Magnúsi Einarssyni í síma 565-6469. Umsjón: Páll Ásgeirsson Hlaupið í sand- inum Næsta sunnudag, 30. júli, gefst kostur á sérstæðu hlaupi sem er íjöruhlaup Þórs í Þorlákshöfn. Hlaupið hefst kl. 13.00 við Öseyr- arbrú en skráning fer fram sam- dægurs viö íþróttamiðstööina í Þorlákshöfn og lýkur kl. 12.15. Síðan er hlaupið eða gengið 4 km eða 10 km eftir fjörunni áleiöis til Þorlákshafhar og endar 10 km hlaupið við íþróttamiðstöðina. Það er góð þjálfun að hlaupa í sandi en talsvert erfiðara en að hlaupa á sléttu og hörðu undir- lagi. Góö þátttaka var 1 þessu hlaupi í fyrra og má búast við enn fleiri í ár. Flokkaskipting er með hefðbundnum hætti og allir þátt- takendur fá verðlaunapening og sigurvegarar sérstaka viður- kenningu. Upplýsingar veita Jón H. Sigurmundsson í síma 483-3820 og Ingi Ólafsson i síma 483-3729. Fjölmörg almenningshlaup fara fram bæði yfir sumar- og vetrartím- ann. Það er mjög gaman að taka þátt í þessum hlaupum og er þátttaka al- Gísh Ragnarsson er 47 ára gamall og starfar sem aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hann er einn þeirra sem hlaupa sér til skemmtunar og hefur gert í nokk- ur ár. Trimmsíðan spurði Gísla hvernig það hefði komið til að hann fór að hlaupa. „Það kom þannig til að ég stundaði Sundlaug Vesturbæj- ar um árabil og þar var Ólafur Þor- steinsson, gamall kunningi minn, einnig fastagestur. Hann kom þar á fót hlaupahóp 1985 og var oft að hnippa í mig að koma nú með. Ég hafði aldrei hlaupið eða veriö í nein- um íþróttum og var ekki í neitt sér- staklega góðu formi, mæddist við að ganga upp stiga og þess háttar. Þó ég kæmi oft í laugina þá synti ég aldr- ei mikið. Þaö varð svo úr að ég byrj- aði að vera með sumarið 1987. Þá fór hópurinn um 34 kílómetra í senn og ég átti býsna erfitt með að komast svo langt án þess að stoppa. Seinna um sumarið tók ég svo þátt í Reykjavíkurmaraþoni og fór 7 kíló- metra skemmtiskokk. Það var harla erfitt en ég fór að hafa mjög gaman af því að hlaupa og hljóp reglulega um veturinn og lét mig svo hafa það sumarið 1988 að fara heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni," sagði Gísh í samtali við Trimmsíðuna og segist hafa lokið hlaupinu á 4:17 og verið orðinn ansi grár þegar hann kom í mark. „Ég fór nú samt út að skokka dag- inn eftir, og hef farið í heilt maraþon á hverju ári síðan og hljóp tvö mara- þon eitt árið svo þau eru orðin átta maraþonhlaupin sem ég hef tekið þátt í og alltaf lokið hlaupinu." - Bætir þú alltaf tímann í hveiju hlaupi? „Það hefur nú verið upp og ofan. Eitt árið fór ég og hljóp á Egilsstöðum og fékk slakan tíma í Reykjavíkur- maraþoni seinna um sumarið. Það hefur sennilega verið of mikið álag. Ég hef aldrei hlaupið eftir leiðsögn þjálfara. Mér finnst þaö of stórt skref. Ég hleyp bara eins og andinn blæs mér í bijóst og vil ekki vera annað en áhugamaður í þessum hlaupum og ætla að halda því þannig. Ég hljóp mitt besta maraþon í fyrra en þá lauk mennings sífellt aö aukast. í þessari viku er Ármannshlaupið sem er ágætis áskorun fyrir þá sem ætla að þreyta Reykjavíkurmaraþon. Þeir ég á 3:23. Það var afar skemmtilegt hlaup. Ég fór fyrri hringinn á 1:40 en seinni á 1:43 og leið vel allan tím- ann. Ég fór fram úr fjölda manns á seinni hringnum en það fór enginn fram úr mér alla leiðina. Það fannst mér skemmtilegt." Gísli hefur allan tímann haldið tryggð við hlaupahópinn sem gerir út frá Vesturbæjarlauginni og fer með honum þrisvar í viku, á mánu- dögum, miðvikudögum og íostudög- um. „Svo var það fyrir 4-5 árum að ég fór að hlaupa á sunnudagsmorgnum með ÖL-hópnum svokallaða og hef mætt nokkuð reglulega þar.“ ÖL- hópurinn er nafntogaður en þar mæta margir þekktir hlauparar og sem þreyta 10 km og hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni geta áætlað tíma sinn út frá þessu hlaupi. Þeir sem fara í fullt maraþon geta hins fulltrúar úr mörgum hlaupahópum þannig að segja má að ÖL-hópurinn sé kjami eða miðpunktur þess menn- ingarkima sem langhlaupin em í fé- lagslífi borgarinnar. ÖL-hópurinn hefur ekki formlega stjórn en Kári Kaaber er talinn leiðtogi hans. - Hvernig er þessu háttað í Vestur- bæjarhópnum? „Það er svipað. Við höfum enga stjórn en Ólafur Þorsteinsson er leið- togi okkar. Hópurinn hittist til há- tíðahalda vor og haust í félagsheim- ih Rafveitunnar. Þar koma allir með mat með sér og borða saman og styrkja tengslin. í Vesturbæjarhópn- um em nokkrir sem ekki hlaupa en mæta alltaf til þess að fara í pottinn og komast upp með það. Við segj- umst vera elsti starfandi hlaupahóp- vegar skerpt á hraðanum. Fijálsíþróttasamband íslands gef- ur út handbók með upplýsingum um öll almenningshlaup og mót sem eru innan vébanda þess og er hægt að fá þá bók á skrifstofu Fijálsíþróttasam- bandsins í Laugardal. Einnig er al- menningshlaupaskráin í tímaritinu Hlauparanum (síðasta tölublaði) sem fæst í bókabúðum. Jakob Bragi Hannesson urinn í borginni og viðurkennum ekkert annað.“ Vesturbæjarhópurinn stendur ár- lega fyrir einu hlaupi utan borgar- markanna en það er hið svokallaða Skeiðaskeið. Hlaupiö hefst við gatna- mót þjóðvegar eitt og Skeiðavegar og hlaupið er áleiðis upp í Brautarholt. Rúta fylgir hópnum en þetta er jafn- an fjölskylduferö. Nokkur keppni er í gangi í hlaupinu sem er um 12 km. - Hver sigraði í ár? „Ágúst Kvaran sigraði í ár. Ég náði ekki að verja titil minn frá í fyrra. Við höfðum þann hátt á að vegna mikils mótvinds var hlaupið odda- flug en keppt á síðustu tveimur kíló- metrunum." - Stefnir þú á Reykjavíkurmaraþon í ár? „Þessu er ekki gott að svara nú því við förum fimm saman í Mývatns- maraþon 9. júlí og eftir það ákveð ég hvort ég fer heilt maraþon í Reykja- vík líka.“ - Hvað hleypur þú mikið á viku til þess að halda þér í þjálfun? „Ég hef mest hlaupið 8090 km á viku núna sem er heldur minna en i fyrra. Þeir sem eru með góðan grunn þurfa kannski ekki svona mikið. Mér finnst ég þurfa að hlaupa minna núna en í fyrra. Ég fer yfir- leitt langt á sunnudögum með ÖL- hópnum, oft um 2030 km. Aðra dag- ana hleyp ég aldrei minna en ca 12 km og hvíh svo alltaf einn dag í viku. Ég borða ekki mjög vísindalega eins og margir hlauparar gera heldur borða það sem að kjafti kemur. Ég vil ekki að allt snúist um hlaupið.“ - Er þetta ekki tímafrekt áhugamál? „Það er það óneitanlega yfir sum- arið en samanborið við golf t.d. er það ekki mjög slæmt.“ - Hefurðu einhvern tímann lent í álagsmeiðslum sem tengja má hlaup- unum? „Nei ég hef alveg sloppið við það og er ég samt latur við að teygja, læt mér nægja að horfa á hina.“ - Er skemmtilegt að hlaupa heilt maraþon? „Margir segja að heilt maraþon sé þægilegasta hlaupið og ég er sam- mála því. Maöur fer rólega af stað og nýtur þess að hlaupa og maður fer ekki að finna fyrir verulegum erfið- leikum fyrr en svona síðustu 10 kíló- metrana. Mér líkar þetta vel.“ - Notar þú einhveijar sérstakar að- ferðir til að undirbúa þig? „Ég hef ekki gert það en fyrir Reykjavíkurmaraþon í fyrra bland- aði ég mér sérstakan drykk úr glú- kósa, frúktósa, natríumklóríði og kalíumklóríði. Af þessu drakk ég 2 lítra á föstudegi og aðra 2 á laugar- degi.“ - Hafði þetta einhver áhrif? „Það er ekki gott að segja en ég hljóp þægilega allan tímann í fyrra og rakst aldrei á „vegg“. Ég ætla að prófa þetta aftur í ár og annar hlaupafélagi minn ætlar að taka þátt í því. Þetta á aö hlaða mann af orku en þetta er ekki gott á bragðið. Svo borða ég pasta eins og hinir.“ 9. vika 23/7-29/7 10km 21 km 42 km Sunnudagur 6 km ról. 14km ról. 16 km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur). 10km (hraðaleikur). 10km (hraðaleikur). Fyrst 2 km ról. og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan síðan 2 km hratt og 1 km hratt, 1 km 1 km hratt, 1 km loks 2 km ról. hægt 3x og síðan 2 km hægt 3x og síðan 2 km ról. í lokin ról. ílokin. Miðvikudagur ' Hvíld 8 km ról. 10 km ról. Fimmtudagur Ármannshlaupið Ármannshlaupið Ármannshlaupið 10km 10km 10km Föstudagur 4 km ról. 8km ról. 12km ról. Laugardagur 4km 10km 10km jafnt og frísklega jafnt og frísklega jafnt og frísklega Samt.: 30 km 60 km 68 km 850 ~av, ■-, > ■■ V v rt' ▼ __ vn JMb í-'-; lSf|| iiiíl# ' ‘ ' ' • • - stattu þig! Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Takið þátt í almenningshlaupum -10 km, hálfmaraþon og maraþon er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIDIR^SS’ aq“ k R|US

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: