Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
Útiönd
Bosníuserbum hótað loftárásum ráðist þeir á griðasvæðið í Gorazde:
Bosníumenn óttast að
hótanir séu orðin tóm
Alþjóölegur neyöarfundur 16 ríkja
um ástandið í Bosníu varaöi Bos-
níuserba við því aö árás þeirra á yfir-
lýst griöasvæði Sameinuöu þjóðanna
í Gorazde yröi svarað af fullri hörku
og mögulega með loftárásum. Malc-
olm Rifkind, utanríkisráöherra
Breta, sagöi að víðtækur stuöningur
hefði fengist viö þá hugmynd að beita
Bosníuserba loftárásum en nokkur
ríki heföu þó lýst yfir áhyggjum sín-
um. Hann sagöi aö ekki væri í bígerð
aö stofna bannsvæöi umhverfis
Gorazde og undirstrikaði aö yfir-
menn gæslusveita SÞ hefðu neitun-
arrétt hvað varðaði mögulegar loftá-
rásir NATO.
Bosníuserbar létu sig engu varöa
þó fundur um málefni Bosníu stæöi
yfir. Gerðu þeir í gær haröar árásir
á griðasvæðið Bihac í vesturhluta
Bosníu, þar sem fjögur ungmenni
létu lífiö, og létu sprengjum rigna
yfir Zepa. Arásimar á Zepa hófust
BOSNÍUSERBAR REYNA AÐ HERTAKA GRIÐASVÆÐI
Bandaríkin, Frakkland og Bretland eru
sammála um að hóta Bosniuserbum
með loftárásum NATO, ráðist þeir á
Gorazde. Það var niðurstaða fundarins
í London um örlög bosnísku öryggis-
svæðanna Gorazde og Sarajevo
Slíguryfrljalliðlgmn:
Eina leiðin sem ekki liggur
yfir landssvæði Serba.
Frakkar vilja verja leiðina.
svoopnamegíönjgga
birgðaleið inn i
Sarajevo.
REUTER
Srebrenica
□
Her
Bosníuserba
Stiornarher
Bosníumúslim
Gorazde:
Hótað er að ráðast á Serba
úr lofti fari þeir inn á griðasvæðið.
Mistakist það munu eitt þúsund
hermenn verða sendir inn með
þyrlum með stuðningi stórskotaliðs.
Heimild: SÞ
eftir aö bosnískar hersveitir á griða-
svæðinu neituðu aö gefast upp.
Bosníumenn óttast aö hótanir Vest-
urveldanna veröi aö engu eins og svo
oft áður og Bosníuserbar fari sínu
fram sem fyrr. Minnast þeir sams
konar neyðarfundar 1992 sem leysa
átti vandann í fyrrum Júgóslavíu í
eitt skipti fyrir öll. Hótanir og loforð
frá þeim fundi uröu að engu. John
Major krafðist þá samvinnu af hálfu
Serba, aö öörum kosti yröu þeir beitt-
ir miklum þrýstingi, fordæmdir og
einangraðir.
Ljós í myrkrinu er þó að Carl Bifdt,
sáttasemjari SÞ, náöi seint í gær
samkomulagi við Milosevic forseta
Serbíu um að hann viðurkenndi Bos-
níuríki. Sú viöurkenning gæti ein-
angrað Bosníuserba. Vesturveldin
hafa árangurslaust reynt að ná slíku
samkomulagi í skiptum fyrir afnám
viðskiptahindrana á hendur Serbum.
Stuttar fréttir dv
Samkomulag í augsýn
Rússar og Tsjetsenar sögðust
sammála um framtíðarstööu
Tstetseniu og að flestar hindranir
fyrir fiiðarsamkomulagi væru úr
vegi.
Tveirgislarsærðir
Skæruliðar aðskilnaöarsinna í
Kashmír á Indlandi sögðu að
tveir vestrænir gíslar þeirra
hefðu særst í átökum við ind-
verskar sérsveitir. Indversk
stjórnvöld vildu ekki kannast við
átökin.
Mikiðberímilli
Talsmaður PLO sagði aö langt
væri í land að ísraelar og Palest-
ínumenn næöu samkomulagi um
aukna sjálfstjórn þeirra síöar-
nefndu á Vesturbakkanum.
Mandela biðst vægðar
Nelson Mandela bættist í hóp
þeirra sem beita nígerísk stjóm-
völd þrýstingi til að afturkalla
harða dóma yfir um fjörutíu
meintum uppreisnarmönnum.
Gonzalesíklemmu
Ásakanir á hendur Felipe
Gonzales um aö hann hafi vitað
af svokölluðu „skítugu stríði“
hafa hert á kröfum um aö hann
flýti þingkosningum á Spáni.
Reuter
Kvennaráðstefnan í Kína:
Ellefu hópum
meinuð þátttaka
Efnahags- og félagsmálaráð Sam-
einuöu þjóðanna (ECOSOC) hefur
útilokaö ellefu hópa frá því aö sækja
kvennaráðstefnuna í Kína í septemb-
er eftir að Kínverjar og íranar mót-
mæltu þátttöku þeirra. Kínverjar
mótmæltu þátttöku fimm hópa sem
tengjast Tíbet og íranar mótmæltu
þátttöku 10 kvennahópa sem í eru
útlægar konur frá íran.
Fulltrúar vestrænna ríkja og Japan
segja ákvörðunina af pólitískum toga
en reyndu ekki að hindra framgang
hennar. Ráðið hafnaði hins vegar
mótmælum við þátttöku átta óháðra
hópa í kvennaráðstefnunni.
Þetta ýtir enn undir ágreining um
ráðstefnuna en ákvörðun Kínverja
um að flytja hluta hennar út úr Bej-
ing fyrsta ráðstefnudaginn hefur
vakið úlfuð meðal þátttakenda. Full-
triji Spánverja í fyrrnefndu ráði SÞ
sagði að ákvörðunin væri ekki tekin
á grundvelli þátttökureglna SÞ held-
ur væri hún pólitísk. Evrópubanda-
lagið færöist undan ábyrgð á ákvörð-
uninni um aö banna þátttöku hóp-
anna ellefu. Spánverjinn sagði það
merki um andstöðu en aðgerðir væru
hins vegar engar.
Kínverjar segja áhyggjur vestrænu
fulltrúanna ástæðulausar. Reuter
Aögeröir til að stöðva Smuguveiðar í biðstöðu:
Krefjast stuðnings f rá
norsku ríkisstjórninni
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
„Viö ræddum fyrr í sumar viö sjáv-
arútvegsráðherrann um mögulegar
aðgerðir til að stööva Smuguveiðarn-
ar og vildum fá stuðning hans. Sá
stuðningur fæst ekki og á meðan svo
er gerum við ekkert," segir Vebjörn
Bostad hjá samtökum útgerðar-
manna í Alasundi í samtah við DV.
Vebjörn sagði að þohnmæði
norskra útgerðarmanna væri vissu-
lega á þrotum vegna aðgerðaleysis
sjórnvalda í Smugumálinu. Útgerð-
armenn hefðu lengi talað um að beita
skipum sínum, bæði togurum og
línubátum, til að hindra veiðarnar.
Útgerðirnar yrðu þó fyrst að fá skýr
svör frá yfirvöldum um stuðning og
tryggingu fyrir bótum vegna hugsan-
legs tjóns á veiðarfærum.
„Ég á ekki von á að ríkisstjómin
taki ákvörðun í máhnu fyrr en í
fyrsta lagi eftir lok hafréttarráðstefn-
unnar í New York. Þá sjáum við hvað
gerist,“ sagði Vebjörn.
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, segir að ekkert
standi í veginum fyrir að norskir
úgerðarmenn sendi skip sín í Smug-
una til að hindra veiðar erlendra tog-
ara en vill samt ekki styðja aðgerð-
imar á nokkurn hátt. Norska utan-
ríkisráðuneytið hefur gefið út yfir-
lýsingu þess efnis aö það hafi gefist
upp á Smugumálinu.
Þingmaður rússneskra þjóðernissinna, Tatyana Bulgakova, t.h., reynir hér að hylja „brjóst" starfsbróður síns,
Vyacheslavs Marachevs, á þingfundi i rússneska þinginu í gær. Marachev, sem þekktur er fyrir sérkennileg uppá-
tæki í þingsölum, íklæddist brjóstasvuntu meðan málefni kvenna voru til umræðu. Simamynd Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
: 380 _ 1
/\ 1
: 370 360 ík 1
/A\ 1
/Fii \\
V ; 330 vS // VJ
5r ':
320 341,10
■ A M J J
■ESuM j OH
W&
3500 20° 250
200^
150 150 '
1500 22566 155,88 100
A M J J Í/1 A M J J ' */t A
DV
Vöruverð erlendis:
Bensínið
niðuráný
Bensínverö hefur verið á niðurleið
á heimsmarkaði síðustu daga. Þann-
ig hefur 98 oktana bensín í Rotterdam
lækkað um tæp 4% á einni viku.
Svipaða sögu má segja af ohu nema
hvað hráoha er svipuð í verði, rúm-
lega 16 dollarar tunnan. Mikið fram-
boð er nú af olíu og bensíni og allt
reynt til að laða að kaupendur. Verð-
lækkunin er komin til af þessu.
Eitthvað hefur metaregniö í kaup-
hölhnni í Wall Street stytt upp ef
marka má þróun Dow Jones hluta-
bréfavísitölunnar. Hún hefur lækkað
htihega í vikunni eftir að hafa sett
enn eitt sögulega hámarkið sl. mánu-
dag þegar hún náði 4736 stigum. Dow
Jones stóð í 4640 stigum eftir við-
skipti fimmtudagsins. -Reuter