Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
53
Sýning úr
safni
Hafnarborgar
í dag verður opnuð 1 Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, sýning á lista-
verkum úr safni hússins. Hér er
um að ræða afar flölbreytta sýn-
ingu og fólki gefst kostur á að sjá
mörg af þeim verkum sem keypt
hafa verið til safnsins undanfarin
ár. Hafnarborg er opin frá 12 til
18 alla daga nema þriðjudaga.
Þingvellir
i dag klukkan 14 verður farið í
gönguferð frá kirkjunni á Þing-
völlum. Gangan tekur um tvasr
og hálfa klukkustund, Barna-
stund er klukkan 16 í Fögru-
brekku. í kvöld klukkan 20 verð-
ur svo fariö 1 kvöldrölt.
Samkomur
Á morgun verður helgistund
fyrir börn klukkan 11 í Hvanna-
gjá. Kiukkan 13 verður tariö í
gönguferð um Spöngina. Guðs-
þjónusta er svo 1 Þingvaliakirkju
klukkan 14 á morgun.
Flaututónleikar
í kvöld klukkan 21 verða tónleik-
ar í Reykjahiíðarkirkju. Það eru
Qautuleikaramir Martial Nar-
deau og Guðrún Birgisdóttir sem
flytja verk eftir Haydn, Beethov-
en, Bach, Migot, Mozart og Atla
Heimi Sveinsson.
Á morgun verða tónlistar-
mennirnir svo í Akureyrarkirkju
klukkan 17.
Celebrant Slngers
í kvöld kiukkan 20.30 veröur
sönghópurinn Celebrant Singers
í Fíladelfíu, kirkju hvítasunnu-
manna. Þetta er sönghópur, skip-
aður tíu söngvurum og tólf hljóð-
færaleikurum. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimiil.
Sérstakur táknmáistúikur fylg-
ir sönghópnum sem einnig verö-
ur í Filadelfíu annað kvöld klukk-
an 20.
Friðarhlaupið
Friðarhlaupið hefst í dag klukkan
12.15 á Ráðhústorginu á Akur-
eyri. Hlaupið verður til Reykja-
víkur og endað á Ingólfstorgi
sunnudaginn 30. júli kiukkan 15.
Skálholtshátíð
í dag klukkan 16 hefst Skálholts-
hátíð með iyrirlestri dr. Pauls
Philippi í Skálholtsskóla. Klukk-
an 18 verður svo aftansöngur i
Skálholtskirkju.
í fyrramáliö verður hátíðar-
messa klukkan ll og klukkan
13.30 verður Bachsveitin í Skál-
holti með tónleika.
Dr. Guðrún Nordal og dr.
Sveinbjöm Rafnsson munu svo
klukkan 16 halda fyrirlestur í
kirkjunni um Pál biskup Jóns-
son. Biskup islands mun flytja
lokaorð og fararblessun.
Gengid
Almenn gengisskráning LÍ nr. 174.
21. júlí 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62,810 63,130 63,090
Pund 100,100 100,610 99,630
Kan. dollar 46,080 46,370 45,830
Dönsk kr. 11,6350 11,6960 11,6330
Norsk kr. 10,1840 10,2410 10,1920
Sænskkr. 8,7770 8,8250 8,6910
Fi. mark 14,8530 14,9410 14.8250
Fra. franki 13,0340 13,1080 12,9330
Belg. franki 2,2003 2,2135 2.2109
Sviss. franki 54,3700 54,6700 54,8900
Holl. gyllini 40,4100 40,6400 40,5800
Þýskt mark 45,2900 45,5200 45,4400
it. iíra 0,03919 0,03943 0.03865
Aust. sch. 6,4380 6,4780 6,4640
Port. escudo 0,4305 0,4331 0,4299
Spá. peseti 0,5261 0,5293 0,5202
Jap. yen 0,70860 0,71290 0,74640
Irskt pund 103.070 103,710 102,740
SDR 97,50000 98.09000 98,89000
ECU 83.8300 84,3300 83,6800
Skýjaö um allt land
I dag verður norðvestan- og vestan-
átt á landinu. Skýjað verður um allt
Veðrið í dag
land en úrkomulaust. Hiti verður á
bihnu 6 til 14 stig sunnan- og vestan-
lands en mun svalara í öðrum lands-
hlutum. Hiti á höfuðborgarsvæðinu
verður 7 til 12 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 23.05
Sólarupprás á morgun: 4.04
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.00
Árdegisflóð á morgun: 3.29
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri alskýjað 6
Akumes skýjað 11
Bergsstaðir úrkomaí grennd 5
Bolungarvík skýjað 8
KeflavíkurílugvöUur léttskýjað 10
Kirkjubæjarklaustur skýjað 11
Raufarhöfn rigning 4
Reykjavík léttskýjaö 10
Stórhöfði léttskýjað 9
Helsinki léttskýjað 22
Kaupmannahöfn þokumóða 25
Stokkhólmur skýjað 21
Þórshöfh léttskýjað 9
Amsterdam mistur 29
Barcelona heiðskírt 32
Chicago léttskýjað 20
Glasgow skýjað 16
London léttskýjað 28
LosAngeles léttskýjað 17
Lúxemborg léttskýjað. 32
Madrid heiðskírt 36
MaUorca heiðskírt 31
New York Skúr 26
Nice léttskýjað 29
Nuuk skýjað 8
Orlando þokumóða 26
París léttskýjað 36
Vín léttskýjað 30
Winnipeg mistur 17
Uthlíð í Biskupstungum:
Hljómsveit A. Kröyer mun leika
í Úthlíö 1 Biskupstungum í kvöld.
Hljómsveitin spilar fjölbreytilega
og blandaða tónlist. Hjá henni
Skemmtanir
bregður fyrir sveitatónlist, suð-
rænni tónlist, gömlum rokklögum
og eiginlega öllu frá Hreöavatns-
valsi til dægurlaga dagsins í dag.
Hljómsveitina skipa þau Anton
Kröyer sem spilar á gítar, Örn Giss-
urarson sem blæs í saxafóninn,
Ævar Guðmundsson sera lemur
hljómborðið og Elín Hekla sem
syngur af mikilli list.
Hljómsveitin spilaði einnig í Út-
hlíö fyrir háifum mánuöi og náðist
þá upp ekta íslensk sveitaballa-
stemning.
Allir ferðalangar eru boönir
hjartanlega velkomnir.
Hljómsveit A. Kröyer verður i Úthlið í kvöld
Myndgátan
Úr myndinni Batman að eilíffu.
Bat-
man
að
eilífu
Nú um helgina er verið að for-
sýna stórmyndina Batman að eil-
ífu í Sambíóunum, Nýja bíói í
Keflavík og Borgarbíói, Akur-
eyri.
Þetta er þriðja myndin um hinn
sérvitra vemdara Gothamborgar
og hún er sannarlega stútfull af
stórstjömum. í þetta sinn er það
Val Kilmer sem leikur sjálfan
Leöurblökumanninn. Andstæð-
inga hans, þá Two-Face og The
Riddler, leika stórleikararnir
Kvikmyndir
Tommy Lee Jones og Jim Carrey.
Þetta þætti nú flestum nóg af
heimsfrægum leikurum í einni
mynd en framleiðendur Batman
Forever voru ekki á sama máli.
Þeir réðu því Nicole Kidman til
að leika kærustu Batmans og
hina frægu vandræðastúlku,
Drew Barrymore, til að leika að-
stoðarkonu Two-Face.
Aðdáendur Batmans munu
gleðjast við að heyra að Robin,
aðstoðarmaður hans, kemur loks
til sögunnar í þessari mynd.
Hann er leikinn af Chris O’Donn-
el sem fór meðal annars með að-
alhlutverkiö í Scent of a Woman
ásamt A1 Pacino.
Leikstjóri myndarinnar er Joel
Schumacher sem leikstýröi með-
al annars The Client, Falling
Down og Flatliners.
Nýjar myndir
Háskólabió: Perez fjölskyldan
Laugarásbió: Friday
Saga-bíó: Die Hard with a Vengeance
Bíóhöllin: First Knight
Bíóborgin: Á meðan þú svafst
Regnboginn: Bye, Bye, Love
Stjörnubíó: First Knight
Bikarkeppn-
in í frjálsum
íþróttum
í dag heldur áfram á Laugar-
dalsvellinum bikarkeppnin í
frjálsum íþróttum sem hófst í
gær. Það eru FH-ingar sem hafa
titil að verja og verður gaman að
sjá hvernig þeim reiðir af.
Á morgun verður svo einn leik-
ur í fyrstu deildinni í knatt-
spymu. Fram tekur á móti Kefla-
vík klukkan 20. í annarri deild
verða fjórir leikir á morgun,
Þór-Þróttur, Skallagrímur-Víö-
ir, ÍR-Sfjaman og HK-Fylkir.
Þeir hefjast aliir klukkan 20.