Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 26
34
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
Skák
33 V
Stórstimi koma
á Friðriksmótið
Friörik Ólafsson stórmeistari varð
sextugur fyrr á þessu ári. Af því til-
efni er afráðið að efna til sérstaks
afmælismóts í haust honum til heið-
urs þar sem vahnkunnir erlendir
gestir verða meðal keppenda. Mótið
hefst 2. september og verður teflt í
Þjóðarbókhlöðunni þar sem hermt
er að aðstæður séu ákjósanlegar
jafnt fyrir keppendur sem áhorfend-
ur.
Frægustu meistarar mótsins eru
nokkrir „góðkunningjar" Friðriks
frá því á árum áður. Má þar fyrstan
nefna fyrrverandi heimsmeistara,
Vassily Smyslov, sem lætur engan
bilbug á sér finna þótt kominn sé af
léttasta skeiði. Smyslov (74 ára gam-
all) bætti við sig Elo-stigum frá ára-
mótum. Hann var í hópi öðhnga sem
mættu kvenfólki á Polka mótinu
Umsjón
Jón L. Árnason
Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen hafa marga hildi háð við skákborðið. Þeir munu báðir tefla á afmælismóti Friðriks í september.
skemmthega í Prag á dögunum.
Smyslov gekk þar illa í byrjun en
reyndist úthaldsbetri en margur
annar og náði að lokum næstbesta
árangri karla ásamt Spasskij, hálfum
vinningi á eftir Kortsnoj.
Næstur er nefndur jafnaldri Frið-
riks, Bent Larsen, sem gjarnan mætti
vera efstur á blaði, svo samofinn er
skákferih þeirra Friðriks. Larsen er
ætíð aufúsugestur hér á landi, jafnt
htríkur persónuleiki við skákborðiö
sem utan þess. Skákmenn af eldri
kynslóðinni muna enn eftir einvígi
Friðriks og Larsens um Norður-
landameistaratitihnn í Sjómanna-
skólanum 1955 sem vakti gífurlega
athygh. Þá hafði Larsen betur en síð-
an hefur gengið á ýmsu í rimmum
þeirra félaga við skákborðið. Margir
muna eftir glæsilegum sigri Friðriks
á Larsen á Reykjavíkurskákmótinu
1978 og raunar mætti fleiri dæmi
nefna.
Trúlega hefur Svetozar Gligoric átt
vísan stað í hjörtum íslenskra skák-
unnenda eftir að Friðrik lagði hann
með lævísri brehu á milhsvæðamót-
inu í Portoroz 1958 - sneri töpuðu
tafh í unnið og var þar að auki alveg
að faha á tíma. Ghgoric, sem er orð-
inn 71 árs gamah, var sterkasti skák-
maður Júgóslavíu um árabh. Hann
hefur dalað nokkuð á stigum en ný-
lega náði hann þó besta árangri sín-
um í mörg ár. Gligoric tefldi hér á
NÁN ÞÍRI FAtMIDA Í SUMARLilK
HAPPAÞRINKUNNAR 06 DV
GLÆSILEGIR VINNINGAR!
Auk peningavinninga eru I boði:
Fjölskylduferð fyrir fjóra til Flórída
28 borgarferðir fyrir tvo til
New York, Baltimore, Frankfurt, London
eða Paris
DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR
Með Farmiða ert þú kominn I spennandi
SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn
er tvlskiptur og getur tvo möguleika á vinningi.
Á vínstri helmingi eru veglegir peningavinningar,
sá hæsti 2,5 MILLJÓNIR, og á þeim hægri eru
glæsilegir ferðavinningar og „My First Sony'
hljómtæki.
150 stk. „My First Sony" hljómtæki
HAPPATÖLUR DV
Daglega frá þriðjudegi til fóstudags birtast
happatölur I DV Par getur þú séð hvort númer
á Farmiðanum þlnum hefur komið upp. Fú skalt
geyma vandlega hægri helming Farmiðans þar
tíi sölu upplagsins lýkur og öli vinningsnúmerin
hafa birst, þvl þú átt möguleika I allt sumar.
FLUGLEIDIRjS
SONY
Uppsöfnuð vinningaskrá birtist i DV
1. ágúst, 1. september og 2. október 1995.
landi á Reykjavíkurskákmótinu 1964
en féll eðhlega í skuggann af töfra-
manninum, Mikhail Tal, sem sigraði
glæsilega. Gligoric hreppti 2. sætið
og mun nú enn á ný freista gæfunnar
hér á landi.
Frá Bandaríkjunum kemur stór-
meistarinn góðkunni Robert Byrne,
67 ára gamah. Byrne var í fremstu
röð bandarískra skákmanna um ára-
bil og komst í áskorendakeppnina
1974 er hann varð þriðji á mihi-
svæðamótinu í Leningrad, á eftir
Karpov og Kortsnoj. Byrne hefur
teflt hérlendis á a.m.k. fimm Reykja-
víkurskákmótum. Hann hefur séð
um skákskrif fyrir stórblaðið New
York Times í yfir tuttugu ár og er
kunnur í skákheiminum fyrir hátt-
vísi og prúðmennsku.
En Friðriksjnótið veröur ekki ein-
göngu skipað gömlum meisturum.
Ungverska skákdrottningin, Sofia
Polgar, miösystirin í Polga-fjöl-
skyldunni frægu - verður meðal
keppenda - rósin meðal þyma, eins
og gárungarnir kynnu að orða það.
Sofía er ekki síður skæð við skák-
borðið en systur hennar þótt athygli
fjölmiðla hafi fremur beinst að hin-
um tveimur. Polgar-systur hafa teflt
hér áður og bera landi og þjóð jafnan
vel söguna.
Sjötti erlendi gesturinn er síðan
yngsti stórmeistari heims, Peter
Leko, sem margir telja efni í heims-
meistara. Leko gerir það gott þessa
dagana á stórmótinu í Dortmund sem
vikiö verður að síðar. Leko verður
stigahæsti keppandinn á Friðriks-
mótinu, með 2605 Elo-stig.
Heimavarnarhðið verður skipað
íslensku stórmeisturunum að'Guð-
mundi Sigurjónssyni undanskhdum,
sem sá sér ekki fært að taka þátt, og
alþjóðlega meistaranum Þresti Þór-
hallssyni. Friðrik Ólafsson verður
sjálfur meðal keppenda og leikur
eflaust mörgum hugur á að vita
hvemig honum reiðir af í ghmunni
við gömlu kunningjana. Keppendur
verða ahs 14 og tefldar verða 13 um-
ferðir.
Kramnikefstur
í Dortmund
Rússneski stórmeistarinn Vladim-
ir Kramnik hafði tekið forystuna eft-
ir fimm umferðir á stórmótinu í
Dortmund sem nú stendur yfir.
Kramnik hafði 4,5 v. en Anatoly
Karpov og Peter Leko höfðu 3,5 v.
og dehdu 2. sæti. Joel Lautier hafði
3 v., Vasshy Ivantsjúk 2,5, Evgení
Bareev og Jeroen Piket höfðu 2, Nig-
el Short og Eric Lobron 1,5 og Alex-
ander Beljavskí rak lestina með 1 v.
Mesta athygli vekur frammistaða
Péturs Leko sem íslendingar fá eins
og fyrr segir tækifæri th að kynnast
á Friðriksmótinu í haust. Leko hefur
unnið Bareev og Lobron en gert jafn-
tefh við Lautier, Piket og Short.
Sigur Kramniks gegn Short í
fimmtu umferð var laglegur. Hvít-
reita biskupinn leikur stórt hlutverk
í taflinu en Kramnik hreyfir hann
fimm sinnum í níu leikjum og það
fram og aftur, nánast eins og byrj-
andi. Leikirnir hafa þó djúpstæðan
thgang og þegar Short uggir ekki að
sér kemur biskupinn enn th skjal-
anna.
Hvítt: Valdimir Kramnik
Svart: Nigel Short
Drottningarbragð.
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4.- Rc3 Be7
5. Dc2 0-6 6. Bg5 h6 7. Bxf6 Bxf6 8.
Hdl g6 9. e3 c6 10. Bd3 dxc4 11. Bxc4
Rd7 12. h4 Bg7 13. a3 De7 14. Ba2 b6
15. Bbl!
Hvítur hótar nú óþyrmilega 16. h5,
sem svartur verður að svara í sömu
mynt en við það myndast glufa í her-
búöunum.
15. - h5 16. 0-0 Bb7 17. Rg5 Hfd8 18.
Ba2 Rf6
Traustara er 18. - Rf8, eða 19. - Rh7
í næsta leik.
19. e4 Rg4? 20. e5! Hd7 21. Re2!
Tveir sterkir leikir. Short gætir sín
ekki á thgangi þess síðasta og uggir
ekki að sér.
21. - Had8?
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
22. Bxe6! fxe6 23. Dxg6
Nú þarf hvítur aðeins einn leik th
viðbótar, 24. Rf4, sem hótar m.a. 25.
Dh7 + KfB 26. Rg6+ og svartur getur
lagt upp laupana. Gegn þessu er eng-
in haldbær vörn.
23. - Rxe5 24. Dh7+ Kf8 25. Rf4!
- Og Short gafst upp.