Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Meða/talsgráturínn
Talsmenn fiskvinnslunnar hafa gengið á fund ráð-
herra með meðaltalsútreikninga upp á vasann, grátið í
kór og farið fram á ráðstafanir til að bæta afkomu fyrir-
tækja í greininni. Samkvæmt yfirlýsingum þeirra er
botnfiskvinnslan rekin með níu prósenta halla, en það
mun nema um 3,6 milljörðum króna á heilu ári. Fullyrt
er að staðan nú sé sú versta síðan 1988, og að það stefni
að öllu óbreyttu í enn meira tap næsta ár.
Það vekur auðvitað athygh að þessi meðaltalsgrátur
skuh heyrast á sama tíma og fréttir berast af verulegum
hagnaði margra helstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins
á nýhðnu ári. Th dæmis var Grandi rekinn með 153
mihjón króna hagnaði í fyrra. Síldarvinnslan skhaði 119
mhljónum króna í hagnað, Haraldur Böðvarsson 103
mhljónum og Þormóður rammi 126 mhljónum.
Rekstur sölusamtaka sjávarútvegsins gekk einnig
' ghmrandi vel 1 fyrra: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var
rekin með 724 mhljóna króna hagnaði, Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda skhaði 164 mhljónum í hagnað
og íslenskar sjávarafurðir 89 mhljónum króna.
Fjölmörg önnur fyrirtæki í sjávarútvegi hafa vafalítið
skhað ágætum hagnaði á síðasta ári, enda gripu stjórn-
völd th margvíslegra ráðstafana á síðasta kjörtímabih th
að létta fyrirtækjum róðurinn. Það hefur skhað sér í
verulegum hagnaði í íslensku atvinnulífi.
Kröfur fiskvinnslunnar um sérstakar aðgerðir sér th
handa koma einnig á tímum stöðugs verðlags í landinu.
Seðlabankinn spáði nýverið að verðbólgan á þessu ári
yrði ekki nema 1,4 prósent. íslensk fyrirtæki hafa reynd-
ar búið við stöðugt verðlag í mun lengri tíma en áður
hefur þekkst hér á landi. Nokkur árangur hefur einnig
náðst í að halda vöxtum í skefjum. Og thtölulega lítil
breyting hefur orðið á raungenginu.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur bent á
þá staðreynd í blaðaviðtölum að afkoma greinarinnar í
hehd hafi ekki raskast frá því sem Þjóðhagsstofnun spáði
í september síðasthðnum. Vandinn núna sé fyrst og
fremst th kominn vegna þess að verðsveiflur hafi orðið
á tveimur erlendum mörkuðum. Afkoma fyrirtækjanna
fari þess vegna eftir því fyrir hvaða markað þau séu að
framleiða. Slíkar sveiflur gangi fram og th baka.
Ráðherrar hafa lýst því yfir afdráttarlaust að ekkert
thefni sé th gengisbreytinga né annarra almennra efna-
hagsráðstafana vegna fiskvinnslunnar. Þessari afstöðu
ber að fagna. Ekki síst í ljósi þess að meðaltalsgrátur
hefur lengi verið notaður th að reyna að knýja fram
stjómvaldsaðgerðir th að halda hla reknum fyrirtækjum
gangandi. Notkun meðaltala um afkomu margra ólíkra
fyrirtækja er hins vegar afar misvísandi og gefur beinhn-
is ranga mynd af stöðu sjávarútvegsins í hehd.
Það hefur lengi verið lenska stjórnmálamanna hér á
landi að reyna að bjarga vonlausum fyrirtækjum í sjávar-
útvegi með byggðasjónarmið í huga. Það skhar engum
árangri th lengri tíma htið nema rekstur viðkomandi
fyrirtækja sé stokkaður upp svo að hann verði arðbær.
Sú regla verður auðvitað að ghda í sjávarútvegi eins
og annars staðar að fyrirtæki, sem em rekin með vem-
legu tapi ár eftir ár, hætti störfum, en að eftir standi sá
atvinnurekstur sem er svo vel rekinn að hann skhar
hagnaði. Það á að vera hðin tíð að skattborgaramir séu
knúnir th þess af stjómmálamönnum að halda tapfyrir-
tækjum gangandi, beint eða óbeint, hvort sem er í sjávar-
útvegi, landbúnaði eða öðrum atvinnugreinum.
Ehas Snæland Jónsson
Eiga Serbar að fá
að ráða Evrópu?
Um þessa helgi ræöst hvort
vesturveldin manna sig loks upp í
að gera eitthvað að gagni til að
hamla á móti yfirgangi og óhæfu-
verkum Serbahers í Bosníu, eða
hvort alþjóðlegri viðleitni til að
slæva átökin þar lýkur með erfið-
um og mannfrekum brottflutningi
friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð-
anna með haustinu. Úrslitaákvarð-
anir átti að taka á fundi utanríkis-
og landvarnaráðherra Bandaríkj-
anna, Bretlands og Frakklands í
London á fóstudaginn.
Kominn er til sögunnar nýr aðili,
óbundinn af klúðri og undanbrögð-
um liðinna ára, Jacques Chirac
Frakklandsforseti. Hann hefur
kraflst þess að bandamenn Frakka
styðji þá í átaki til að bjóða Bosníu-
Serbum byrginn, ella geti hann
ekki réttlætt fyrir Frökkum að þús-
undir hermanna þeirra búi við nið-
urlægingu og háska í fjöllum Balk-
anskaga einn veturinn enn.
Breska stjórnin, sem frá upphafi
hefur átt meginþátt í að búa svo
um hnútana í Bosníu að friðar-
gæsluliðum á vegum SÞ sé ekki
heimilt að gera upp á milli árásar-
seggs og fórnarlambs, svaraði
Chirac í fyrstu með skætingi. En
eftir að ljóst varð í hvílíkan vanda
Bandaríkjastjóm er komin vegna
frumkvæðis Chiracs eru meira að
segja Bretar til viðtals um þátttöku
í aðgerðum.
í baráttunni fyrir síðustu forseta-
kosningar í Bandaríkjunum lá Bill
Clinton mótframbjóðandanum, Ge-
orge Bush á hálsi fyrir að láta sem
hann vissi ekki af fyrstu hervirkj-
um Serba í fyrrum Júgóslavíu. En
að unnum kosningasigri fetaði
Clinton að mestu leyti í fótspor fyr-
irrennara síns.
Meginmarkmið Bandaríkja-
stjórnar í harmleiknum í Bosníu
varð að afstýra því að þurfa að
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
leggja þar í hættu hermenn úr
bandaríska landhernum, af ótta við
áhrifin á bandarískt almenningsá-
lit tækju líksekkir að berast frá
Balkanskaga. Til að stappa stálinu
í evrópska bandamenn að þrauka
með liðsafla sinn í Bosníu, var gef-
ið fyrirheit um að 25.000 manna
bandarískt lið skyldi til taks, ef til
kæmi að kveðja friðargæslusveit-
imar á brott.
Krafa Chiracs um að annaðhvort
sé gripið til alvöruaðgerða til að
hefta blóðbaðið á óbreyttum borg-
urum, sem er og hefur alltaf verið
helsta baráttuaðferð Bosníu-Serba,
eða látalátum undir yfirskini frið-
argæslu í miðju ófriðarvítinu hætt,
hefur sett Bandaríkjastjórn í
bobba. Markmið hennar hefur allt-
af verið aö Bosníuvandinn skyldi
vera viðfangsefni Evrópuríkja, og
helst þannig að þau hefðust sem
minnst að á vettvangi.
Eftir því sem næst verður komist
er tillaga Frakka um fyrstu aðgerð
til að skáka Serbum sú, að fjöl-
þjóðalið verði flutt til Gorazde til
vamar síðasta yfirlýstu griðasvæði
SÞ í Austur-Bosníu, eftir að Sre-
brenica og Zepa eru hertekin. Síðan
verði snúið sér að því að rjúfa
umsát Serba um Sarajevo, sem
einnig er yfirlýst griðasvæði.
Framkvæmd veltur á að tekið sé
afleiðingum þess að Bandaríkin
hafa búið svo um hnúta að Evrópu-
ríki NATO geti ekki staðið fyrir
alhliða hernaðaraðgerðum af eigin
rammleik. Til þess að evrópskur
landher fái beitt sér við Gorazde
og Sarajevo er þörf á liðsinni
bandarískra njósnatækja, fjar-
skiptakerfa og þyrluflota, bæði til
árása og flutninga á liði og vopnum.
Nú verður því Bandaríkjastjórn
að hrökkva eða stökkva, annað-
hvort láta þetta liðsinni í té eða
standa frammi því að þurfa að efna
fyrirheitið um að senda á vettvang
tugþúsunda lið með mikilli mann-
hættu til að verja brottflutning liðs
bandamanna sinna. Það flækir svo
enn málið að stjórnarandstaðan á
Bandaríkjaþingi er með málatil-
búnað um að skylda stjórn Clintons
til að aflétta vopnasölubanni af
Bosníustjóm.
Hver niðurstaðan verður kann
að vera komið í ljós þegar þessi orð
birtast, en hvað við liggur orðaði
Chirac Frakklandsforseti svo í síð-
ustu viku: „Ætlum við að láta
Serba ráða Evrópu?“
Æ fleiri, bæði austan hafs og vest-
an, gera sér grein fyrir að fall Sre-
brenica, með hryllingnum sem á
eftir fór, getur orðið tímamótavið-
burður. Fólk sem hafði afvopnast
í trausti á griðaheit SÞ var brytjað
niður varnarlaust, án þess samfé-
lag þjóðanna brygðist við.
Komist Bosníu-Serbar upp með
það sem þeir ætla sér er nóg af
árásarseggjum, fúsum að fylgja
fordæminu.
Ratko Mladic, yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, stælir kraftana úti fyrir eftirlitsstöð friðargæsluliðs SÞ við griða-
svæðið Zepa. Símamynd Reuters, fengin frá Bosníu-Serbum.
Skoðanir aimarra
Að sniðganga landsleikinn
„Lars Bohinen velur að sniðganga landsleikinn
gegn Frakklandi á laugardag. Við höfum samúö með
þeirri sterku afstöðu sem hann leggur til grundvall-
ar og við skiljum viðbrögð hans. Á sama tíma ef-
umst við stórlega um að viðbrögö hans -séu þau
meðul sem við eiga. Það skapar mörg vandamál þeg-
ar íþróttakappleikir eru hunsaðir. Og það hefur sýnt
sig að slíkt heppnast ekki vel. Það skapar enn meiri
vanda ef einstakir íþróttamenn fá að hunsa kapp-
leiki að eigin geðþótta. Bohinen vekur upp margar
spurningar innan íþrótta og stjórnmála og íþrótta-
hreyfingin veröur r.ú að taka þær til umræðu."
Úr forustugrein Nationen 20. júlí.
Skrípaleikur í Nígeríu
„Heimurinn þarf að ná athygli Nígeríu. Abacha
hershöfðingja þarf aö skiljast að Nígería hefur miklu
meiru að tapa, pólitískt og efnahagslega, ef þessi
skrípaleikur (sektaruppkvaðning leynilegs dómstóls
yfir meintum samsærismönnum um valdarán) held-
ur áfram. Hann og bráðabirgðastjórn hans get stöðv-
að þetta. Þeir ættu umsvifalaust að fyrirskipa annað-
hvort breytingu á refsidómunum eða náðanir."
Úr forustugrein Washington Post 20. júlí.
Stríð grænfriðunga
„Okkur rekur ekki minni til að grænfriðungar
hafi verið kjörnir gæslumenn heimsins, án þess að
þurfa að virða nokkur stjórnvöld, landamæri eða
réttarreglur. Þegar baráttumenn grænfriðunga
hrella franska visindamenn í landhelgi frönsku Pólý-
nesíu er vert að minnast þess að ef eitthvert land
stundaði sömu iðju og grænfriðungar væri litið á það
sem stríð.“
Úr Far Eastern Economic Review í Hong Kong.