Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 21
>
|
>
>
>
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
c
London (lög)
$ 1.(1) Boom Bom Boom
Outhere Brothers
| 2. ( 2 ) Allright/íimo
Supergrass
| 3. ( 3 ) Shy Guy
Diana King
t 4. ( 9 ) A Girl like You
Edwin Collins
t 5. ( 7 ) In the Summertime
Shaggy Featuring Rayvon
t 6. (10) Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill..
U2
I 7. ( 4 ) Unchained Melody/White Cliffs...
Robson Green & Jeronie Flynn
t 8. (14) Kiss From a Rose/I’m Alive
Seal
t 9. ( - ) You Do Something to Me
Paul Weller
t 10. (19) 3 Is Family
Dana Dawson
New York (lög)
Bretland (plötur/diskar)
^Ban
Bandaríkin (piötur/diskar)
diskar^l
) 1. (1 ) History-Past Present and Future...
Michael Jackson
| 2. (2 ) Pocahantas Poverty s
Úr kvikmynd
| 3. ( 3 ) Cracked Rear Viow
Hootie and the Blowfish
| 4. ( 4 ) Crazysexycool
TLC
t 5. ( - ) Mirror Ball
Neil Young
4 6. (5) Batmanforever
Úr kvikmynd
# 7. ( 6 ) Throwing Copper
Live
t 8. (Al) TheHits
Garth Brooks
t 9. (- ) These Days
Bon Jovi
#10. ( 8 ) John Michael Montgomery
John Michael Montgomery
Ný plata frá
Olympiu
- Sigurjón framtakssamur
Flestir kannast nú oröið viö ein-
herjann Sigurjón Kjartansson sem
gaf út plötu fyrir síðustu jól imdir
nafainu Olympia. Þessi fyrrum með-
limiu- „kult“-sveitarinnar Ham ger-
ir það ekki endasleppt og nú, aðeins
6 mánuðum eftir útgáfú fyrstu sóló-
plötu hans, kemur önnur. Hún ber
nafniö Universal og inniheldur 8
lög.
Betrumbætt
Madonna
Með Sigurjóni á plötunni eru
skífumennimir Guðni Finnsson
bassaleikari og Pétur Hallgrímsson
gítarleikari en Hlynur Aðils spOar á
hljómborð.
Á plötimni er betrumbætt útgáfa
af laginu lst Movement sem var að
finna á fyrstu plötunni, auk þess sem
Madonnusmellurinn Like a Prayer
er færður í ný peysufot að hætti Sig-
urjóns. „Þetta er eitt af þessum lög-
um sem ég hef lengi hugsað mér að
syngja og lét nú loksins verða af því,“
segir Sigurjón.
Flestir muna eftir ástríðu sveitar-
innar Ham á betrumbótum.
Frá London til
Kirkjubæjar-
klausturs
Vegna anna hefur Sigurjón ekki
getað einbeitt sér eins mikið að spila-
mennskunni og hann heföi sjálfur
viljað en í apríl gaf hann sér samt
tíma til þess að skreppa til London
og skemmta gestum Rockgarden.
„Þetta var nú meira til gamans gert,
en okkur var mjög vel tekið,“ segir
Sigurjón. Á haustdögum má síðan
búast við útgáfu í Bandaríkjunum
sem mun innihalda sambland af báð-
um plötunum en ný plata er ekki
væntanleg fyrr en næsta vor. Um
verslunarmannahelgina verður Sig-
urjón hins vegar að spila á Kirkju-
bæjarklaustri, auk þess sem búast
má við tónleikahaldi í Reykjavík
helgina fyrir verslunarmannahelgi.
Fram að þeim tíma verður gaman
að fylgjast með gengi hins framtaks-
sama Sigurjóns á útgáfumarkaön-
um. GBG
Hljómsvertin Foo Hghters virðist ætla að slá í gegn ef marka má umfjöllun erlendra
blaða.
Fyrrum trommari, nú „frontari":
Dave Grohl kynnir
Foo Fighters
Þú varst trommari í vinsælustu
rokkhljómsveit heimsins. Þú sast að
baki manns sem var talinn einn
fremsti lagahöfundur okkar tíma.
Svo svipti hann sig lífi.
Svo mörgum orðum má fara um
lífsreynslu trommarans Dave Grohl,
þið munið kannski eftir honum í N ir-
vana. Grohl hefur hins vegar sýnt og
sannað að hann er langt frá því að
vera af baki dottinn. Nýlega steig
hann á svið ásamt Pat Smear, Nate
Mendel og Wiiliam Goldsmith, í litl-
um klúbbi í Seattle sem ber nafnið
Velvet Elvis og kynnti til leiks nýja
hljómsveit sem ber nafnið Foo
Fighters.
Jafngóður
Grohl setti upp feimnissvip og
sagði: „Þettaerueiginlegafyrstutón-
leikarnir okkar saman." Síðan
hækkaði hann verulega í græjunum
og sýndi gestum og gangandi að
hann ætti verulegt erindi inn á
markaðinn sem söngvari og laga-
smiður. Gagnrýnendur ytra, sem
sóttu þessa tónleika, eru flestir sam-
mála um ágæti Grohls sem lagahöf-
undar. Sumir ganga meira að segja
svo langt að segja hann betri en
Cobain. Hvort sem það er rétt eða
ekki er eitt víst, lögin hans hefðu vel
átt heima á einhverri Nirvana plöt-
unni.
Grohl hefúr að sögn erlendra dag-
blaða dúllað sér við lagasmíðar í
nokkur ár, hann hefur bara aldrei
reynt að koma þeim á framfæri fyrr.
Foo Fighters virðist ætla að slá í gegn
ef marka má umfj öflun þessara sömu
blaða.
Fyrsta smáskífan (This is a call)
af nýju plötunni (Foo Fighters) var
valin sem smáskífa vikimnar í New
Musical Express fyr ir stuttu og hvert
sem litið er keppast gagnrýnendur
um að hylla þennan nýja „grunge“
grip.
Markaðurinn
Þessi grein er sjálfsagt liður í
markaðssetningu plötunnar en í
markaðsplaninu er hins vegar sagt
að hvergi eigi að minnast á Nirvana
í auglýsingum, jafnvel þótt fyrirtæk-
in hafi grætt heflmikið á nafiii Kurt
eftir dauðahans. Blöðin spyija: Hvað
gerist í Seattle eftir Kurt? Svarið
virðist vera Foo Fighters og arftaki
Kurts virðist heita Grohl, Dave
Grohl.
En hvað varð um Novoselic?
„Hann er einhvers staðar þama úti,
líklega að reykja eitthvað óhollt,“
segir Grohl á léttu nótunmn. GBG
«
Sigurjón Kjartansson hefur gefið út nýja plötu en aðeins eru sex mánuðir síðan
fyrsta sólóplata hans kom út. DV-mynd JAK