Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995. Sviðsljós Leynilegt ástarsamband Rogers Moores og Kiki Tholstrup: Þjónninn kom upp um þau Það var þjónn Kiki Tholstrup sem sagði frá ástarsambandi hennar og Rogers Moores á meðan hann var enn kvæntur Luisu. Roger og Luisa áttu fjögur heimili, meðal annars hús á frönsku rívíerunm. Þar keyptu sér einnig hús danski fjármálamaðurinn Ole Tholstrup og kona hans Kiki, fyrrverandi flugfreyja sem mikið bar á í samkvæmislífinu í Kaupmanna- höfn. Roger og Ole urðu vinir og spiluðu saman tennis. Luisa og Kika urðu einnig vinkonur. Allt virtist ljómandi gott nema hvað sumum þótti ein- kennilegt að Roger skyldi alltaf birt- ast þar sem Kiki var stödd. Það var svo filippseyskur þjónn Kiki sem greindi frá því í blaðavið- tali síöastliðinn vetur að Kiki heföi verið ástkona Rogers í sjö ár og að samband þeirra hefði byrjað fjórum árum áður en Ole Tholstrup lést. Þjónninn hafði í laumi tekið mynd af húsfreyju sinni og Roger þar sem þau voru að kyssast. Kiki, sem er 53 ára, var af auðugri danskri ætt í Danmörku og var fiug- freyja þegar hún kynntist Ole sem var milljónamæringur. Meðal vina þeirra voru Margrét Danadrottning og Henrik prins. Þegar Ole lést þótti Kiki sem staða hennar í Kaupmanna- höfn væri ekki sú sama og áöur og hún hélt mest til í London og Nice. Og ástarsambandið viö Roger blómstraði áfram. Þegar hann gekkst undir skurðað- gerð vegna krabbameins í blöðru- hálskirtli fyrir nokkrum árum sátu bæði Luisa og Kiki á rúmstokknum hjá honum. Þá hafði Kiki sjálf geng- ist undir aðgerð vegna krabbameins í brjósti. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn Roger Moore með ástkonu sinni, Kiki Tholstrup. sem Roger, sem er orðinn 67 ára, var ótrúr Luisu en hann sneri alltaf aftur til eiginkonunnar og flestir héldu að hann myndi einnig gera það í þetta skipti. En Roger yfirgaf eiginkonuna og flutti heim til Kiki. Börn Rogers hafa þó ekki gefið upp vonina um að hann snúi heim aftur. Moore með eiginkonunni Luisu. Friðrik prins og Katja. Friðrikprins ástfanginn Danir eru vissir um að tilkynnt verði um aöra trúlofun í kon- ungshöllinni innan skamms en ekki er langt síðan Jóakim prins trúlofaðist Alexöndru frá Hong Kong. Það hefur ekki farið fram þjá neinum að Friðrik prins er yfír sig ástfanginn af vinkonu sinni, Kötju Storkholm, ognýlega tók hann hana með sér í brúö- kaupsveislu. Var það í fyrsta sinn sem hún fékk að vera með honum opinberiega. Friðrik og Katja kynntust í Árósum þar sem hann var við háskólanám. Kalja býr enn í for- eldrahúsum í Árósum. Nú þykj- ast menn vissir um að hún fari bráðum aö pakka niöur og flytja til Kaupmannahaínar en þangað hefur Friðrik snúið aftur að loknu námL Silvia og Karl Gústaf á leið i veislu. Fína fólkið í Svíþjóð: Gerir allt til að komast í afmælis- veislu kon- ungs Það er kominn skjálfti í fina fólkið í Svíþjóð, að því að fullyrt er. Næsta vor verður Karl Gústaf Svíakonung- ur fimmtugur. Gert er ráð fyrir að veisluhöld verði mikil og myndu sumir gera næstum hvað sem er til þess að verða boðið. Það er hins veg- ar konungurinn sjálfur sem hefur yfirumsjón með gestalistanum og ákveður hverjir fá að koma og hverj- ir verða að sitja heima. Sagt er að í rauninni geti menn ekki beitt neinum ráðum til að troða sér á listann. Það eru þó alltaf ein- hverjir sem reyna með því að bjóða sjálfir konungshjónunum í veislu í þeirri von að verða boðið til baka. Þeir sem til þekkja segja að konungs- hjónin afþakki slík boð hafi þau ekki í hyggju að bjóða viðkomandi í eigin veislu. Sumir giska á að konungur til- kynni að hann ætli að leggja í lang- ferð þegar stóra stundin fer að nálg- ast. Þá sleppa menn viö að hafa áhyggjur af því hvort þeir komast í gegnum nálaraugað. .. .að kvikmyndaleikarinn Michael Keaton hefði nu beðið um hönd sambýliskonu sinnar, Courtney Cox. Vinir þeirra beggja segja að Michael vilji nú gifta sig og eignast mörg börn og því virðist sem Michael sé ekki lengur hræddur við að binda sig. .. .að Hollywoodstjarnan Shelley Long, sem er orðin 46 ára, liti allt i einu mörgum árum yngri út. Gárungarnir segja að lýta- læknirinn hafi brosað breitt á leið í bankann með greiðsluna fyrir aðgerðina. .. .að Kevin Kostner væri ails ekki ekta í gegn eíns og ftestir hefðu haldið. Læknir Kevins hef- ur tjáð honum að hætti hann ekki að lýsa á sér hárið verði bráðum ekkert hár eftir. .. .að gamli rokkmeistarinn, Bill Wyman, og eiginkona hans, Su- zanne, ættu von á sínu öðru barni í október og að þau hlökk- uðu mikið til. .. .að Sheena Easton hefði ætt- leitt litinn dreng. Áður hafði hún gengið til sálfræðings tii að vera viss um að hún væri að taka rétta ákvörðun. Að sögn Sheenu er ein af ástæðunum fyrir ætt- leiðingunni sú að hún hefur ekkí enn hitt mann sem hún vill að verði faðir bama hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu: 36
https://timarit.is/page/2730570

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: