Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 Erlend bóksjá Spender látinn Skáldfélagar 1931: Auden, Spender og Isherwood. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Debt of Honor. 2. Celeb Carr: The Alienlst. 3. Michael Críchton: Congo. 4. John Grisham: The Chamber. 5. Carol Shields: The Stone Diaries. 6. Mary Higgins Clark: Remember Me. 7. Sandra Brown: Charade. 8. Steve Martini: Undue Influence. 9. Elizabeth Lowell: Only Love. 10. Nancy Taylor Rosenberg: First Offense. 11. Meave Binchy: Circle of Friends. 12. Roger MacBride: Assault at Selonia. 13. V.C. Andrews: All That Glitters. 14. Jackie Collins: Hollywood Kids. 15. Sara Paretsky: Tunnel Vision. Rit almenns eðlis: 1. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 2. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 5. Hope Edelman: Motherless Daughters. 6. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Cingc, 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Delany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 9. Thomas Moore: Soul Mates. 10. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 11. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 12. Laurence Leamer: The Kennedy Women. 13. Dolly Parton: Dolly. 14. A. Toffler & H. Toffler: Creating a New Civilization. 15. Robert Fulghum: Maybe (Maybe Not). {Byggt á New York Times Book Review) Eitt af kunnari ljóðskáldum Breta á þessari öld, Sir Stephen Spender, lést í London í vikunni. Spender, sem var 86 ára, fékk hjartaslag á heimili sínu síðastliðinn mánudag og andað- ist skömmu síðar á sjúkrahúsi. Með honum er fallinn frá sá síðasti í tiltölulega fámennum hópi breskra ljóðskálda sem setti mikinn svip á skáldskap og þjóðfélagsumræðu millistríðsáranna. Frægastur þeirra félaganna, og óumdeildur leiðtogi, var að sjálfsögðu stórskáldið W.H. Auden. Cecil Day Lewis, Christopher Isherwood og Louis MacNeice voru einnig áberandi. Undir áhrifum Audens Spender fæddist í Lundúnaborg 28. febrúar 1909. Hann var af frjálslyndu menntafólki kominn. Örlög hans réð- ust þegar hann hóf nám við háskól- ann í Oxford áriö 1928 því þar kynnt- ist hann Auden og varð fyrir miklum áhrifum frá honum bæði sem skáld og í einkalífinu. Þessi áhrif voru aug- ljós í fyrstu ljóðabókinni, Twenty Poems, sem kom út árið 1930 og vakti verulega athygli á Spender. Peir fóiagarnir norou mikto sam- neyti á þessum árum, líka utan skól- ans. Spender dvaldi þannig lengi meö Auden og Isherwood í Austurríki og Þýskalandi á þeim tíma þegar Weim- arlýðveldið var í andarslitrunum og nasistar Hitlers að brjótast til valda. Frá þeirri lífsreynslu segir m.a. í ljóðabók hans Vienna. Þeir félagarnir tóku mikinn þátt í stjómmálaumræðu dagsins sem ein- kenndist af baráttunni gegn fasism- anum. Þau átök kristölluðust um hríð í spænsku borgarastyrjöldinni sem hafði mikil áhrif á breska menntamenn á þessum tíma. Spend- er studdi ákaft málstað spænskra lýðveldissinna, en sjá má áhrif þess hildarleiks í ljóðabókinni Poems from Spain sem kom út árið 1939. Hann gekk í breska kommúnista- flokkinn árið 1936. Sú flokksaðild var þó skammvinn því hann sagði sig úr flokknum vegna óánægju með fram- göngu kommúnista í styrjöldinni á Spáni. Síðar varð hann einn þeirra sem stóðu að frægri bók um kom- múnismann, The God That Failed. Ritstjóri og gagnrýnandi Spender starfaði lengi sem ritstjóri og gagnrýnandi menningartímarita. Fyrst var hann annar ritstjóra Umsjón Elías Snæland Jónsson áhrifamikils bókmenntatímarits sem hét Horizon. En árið 1953 tók hann viö sem ritstjóri Encounter og gegndi því starfi allt til ársins 1967. Þá sagði hann af sér í kjölfar uppljóstrana um að tímaritið hefði um árabil verið fjármagnaö af bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst héldu Auden og Isherwood til Amer- íku en Spender hélt trúnaði við Lundúni og starfaði öll stríösárin í slökkviliði borgarinnar, sem hafði nóg að gera vegna loftárásanna. Hann var tvígiftur. Fyrra hjóna- oancuo endaoi meo skllnaöt ário 1936, en síöari kona hans, Natasha Litvin píanóleikari, lifir mann sinn. Þau voru gift í 54 ár og eignuðust tvö börn sem bæði eru á lífi. Fyrstu áratugum ævi sinnar hefur Spender lýst í áhugaverðri ævisögu sem kom fyrst út árið 1951 en fæst nú í pappírskilju. Hún heitir World Within World og nær til upphafs síö- ari heimsstyijaldarinnar. Frá þeim tíma hélt hann dagbækur, en úrval þeirra kom út fyrir um áratug undir heitinu Journals 1939-1983. Heildar- safn Ijóða hans er að finna í bókinni Collected Poems 1928-1985. Metsölukiljur Bretland Skáldsogur: 1. Patricia D. Cornwell: The Body Farm. 2. Maeve Binchy: The Gtass Lake. 3. Jeffrey Archer; Twelve Red Herrings. 4. James Herbert: The Ghosts of Sleath. 5. John Grisham: The Chamber. 6. Anais Nin: A Model. 7. Terry Pratchett: Soul Music. 8. Gabriel Garcia Marquez: Bon Voyage, Mr. President. 9. Italo Calvino: Ten Italían Folk Tales. 10. Allan Folsom: The Day after tomorrow. Rit almenns eðlis: 1. Bili Bryson: Made in America. 2. Albert Camus: Summer. 3. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 4. James Herriot: Seven Yorkshire Tales. 5. Virginia Woolf: Killing the Angel in the House. 6. Marcus Aurelíus: Meditations. 7. Eric Newby: A Small Place in Italy. 8. Paul Theroux: Down the Yangtze. 9. Spike Milligan: Gunner Milligan 954024. 10. Elizabeth David: ITI Be with You in the Squeezing of a Lemon. (Bvggt á The Sunday Timos) Danmörk 1. Juliane Preisler: Kysse Marie. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jorn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Til sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Den lille prins. (Byggt á Politiken Sondag) Andrúmsloft Hraðalækkunarskel (skotið út á níðurleiið) Nemar og raf- eindabúnaður Vísindi Minnið lætur undan síga Öflug mælitæki læknavísind- anna sem geta kortlagt starfsemi heilans hafa nú staðfest það sem vísindamenn hefur lengi grunað. Nefnilega það að mlnni mann- skepnunnar dalar með aldrinum. Cheryl Grady sálfræöingur og samstarfsmenn hennar notuðu PET-skanna og komust að þvi að ungu fólki og eldra gekk mismun- andi vel þegar því var gert að leggja á rainniö ókunn andlit úr skólaárbókum. Vísindamennirnir komust aö því að hjá eldra fólki var minni starfsemi í þeim hluta heilans sem nefnist hippókampus, eða dreki. Eldra fólkinu reyndist td. ekki jafn auðvelt að leggja 32 and- lit á minnið og bera svo aftur kennsl á þau þegar saman við myndimar var blandaö öðrum sem áttu að villa um fyrir því. Það sem lit- blindir sjá Franskir vísindamenn segjast hafa gert tölvuforrit sem sýni hvað þaö er sem litblindir sjá, eða sjá ekki. Flesta þeirra sem eru litblindir skortir eitt eöa fleiri ljóslitarefni í sjónhimnuna. Tvö prósent karl- manna sjá aöeins tvo af þreraur frumlitum og gengur ílestum illa að greina á miili græns litar og rauðs. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Könnunarfar á leið að rannsaka andrúmsloft Júpíters: Hitinn tvöfalt hærri en á yfirborði sólar um að fariö muni koma inn í and- rúmsloft Júpíters á fyrirfram ákveðnum stað. Hraði könnunar- farsins verður um 170 þúsund kíló- standast hita sem er tvisvar sinnum rúmlega það. Hefur ekkert geimfar metrar á klukkustund og verður að meiri en yfirborðshiti sólarinnar, og lent í öðru eins. „Jafnvel þótt maður búist við að þetta gangi upp er alltaf spennandi að fá staðfestingu á að svo sé,“ sagði Marcie Smith, vísindamaður við bandarísku geimferðastofnunina (NASA). Smith er verkefnisstjóri könnunarleiðangurs lítils geimfars sem nú er á leið til reikistjörnunnar Júpíters. Könnunarfarinu, sem er í laginu eins og keila, var sleppt frá geimfar- inu Galileo í síðustu viku, sex árum eftir að þeim var skotið saman út í himingeiminn frá geimskutlunni Atlantis. Á næstu fimm mánuðum mun könnunarfarið ferðast 80 milljónir kílómetra til Júpíters. Geimfar hefur ekki áður rannsakað andrúmsloft þessarar stærstu reikistjörnu sól- kerfis sem er umvafin björtum rauö- um og bleikum skýjum. Könnunarfarið kemur til með að senda frá sér upplýsingar í sjötíu og fimm mínútur eftir að það kemur inn í þétt andrúmsloft Júpíters. Skömmu síðar mun það síðan brotna undan gífurlegum þrýstingi andrúmslofts- ins. Vísindamenn NASA vonast til að upplýsingar frá geimfarinu geti varpað einhverju ljósi á sögu reiki- stjömunnar og uppruna sólkerfisins. Vísindamenn á jörðu niðri geta ekki haft stjórn á könnunarfarinu og munu ekki heyra í því fyrr en 7. desember þegar það á aö setja sig í samband við Galileo, sem verður á sporbaug um Júpíter. Tæki um borö í Galileo munu taka upp allar upplýs- ingar frá litla farinu og koma þeim áleiðis til jarðar. Vísindamenn eru nokkuð vissir REUTER Galilep rannsakar andrúmsloft Júoíters Galileo, geimfar NASA sem hefur verið á ferðalagi að risaplánetunni Júpíter frá því árið 1989, skaut um daginn frá sér könnunarfari sem mun fara inn f andrúmsloft reikistjörnunnar á 167.000 km hraða^y í desember Jorðin i réttum hlutföllum ( Samþiappað vetni (í vökvaformi) Samþjappað vetni (í málmformi) KonnunarN. y far fyrir andrúmsloft Júpíters ferniður Konnunarfar á niðurleið Niðurför Sýnileg lög 0 km: bjart svæðn ammóníumkrystalla 100 km:blá skyur vatnsís Farið munkoma með fyrstu sýnishornin úr and- rúmslofti Júpíters Hraðalækkun- arloki að aftan (kastað burt á niðurleið) Ósýnileg lög Könnunarfarið á að afla fyrstu ______, gagnanna um að- í stæður undiir efstu lögum and- ; rúmsloftsins Könnunarfarið á að fara niður í ólgandi and- rúmsloft Júpí- ters og miðla því sem það kemst að, þar til þrýstingur frá lofttegundum reikistjörnunnar brýtur það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: