Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
Fréttir
Inni) nt algeng
í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi
180 ——-------:---A'---H----------
1994
1995
DV
1625 innbrot í umdæmi Reykjavíkur 1994:
Fáir tiltölulega
afkastamiklir
einstaklingar
„Það er auðvitað mikill fjöldi
manna í þessari tegund afbrota en
uppistaöan er fáir tiltölulega afkast-
amiklir menn. Það getur haft mikið
að segja um samanburð á fjölda inn-
brota milli mánaða hvort einhver
afkastamikill situr inni um tíma.
Nauðsynlegt er að reyna að stoppa
menn af áður en þeir festast í þessu
innbrotaferli," segir Ómar Smári hjá
forvarnadeild lögreglunnar í Reykja-
vík, en á liðnu ári voru 1625 innbrot
tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík.
Umdæmi hennar er Seltjarnarnes,
Reykjavík og Mosfellsbær. Hann seg-
ir menn yflrleitt byrja í öðru en inn-
brotum en komi upp vísbendingar
um að einhver sé að byrja feril á
þessu sviði verði að beita öllum til-
tækum ráðum til að stoppa hann af
og beina honum inn á réttar brautir.
„Það er greinilegt að menn sem sí-
endurtekið koma við sögu innbrota-
mála þurfa sérstaka fyrirgreiðslu í
kerfinu. Vaxandi skilningur er á því
í seinni tíð að koma þarf þeim mönn-
um sem fyrst af götunni. Þeir þurfa
hvíld og dómskerfiö verður að taka
fljótt á þeirra málum, vitaskuld þó
þannig að það verði ekki gert á kostn-
að réttarstöðu þeirra."
Þess utan segir Ómar Smári að
auðvitað megi ekki undanskilja
virkni löggæslunnar á hverjum tíma
og þátttöku fólksins sjálfs við að
draga úr innbrotum. Fólk verði t.d.
að gá að því að læsa híbýlum sínum
og bifreiðum og taka t.d. allt verð-
mætt úr bílum.
Algengast er að brotist sé inn í bíla,
þá verslanir/fyrirtæki/söluturna,
síðan geymslur fjölbýlishúsa/sumar-
bústaði og loks íbúðir. Árið 1992 voru
1429 innbrot tilkynnt til lögreglunnar
í Reykjavík, 1549 árið 1993, 1625 árið
1994 og fyrstu sex mánuði ársins 1995
voru innbrotin 834. -SV
Borgarfjörður eystri:
Aldarafmælið
um helgina
Sesselja Tiaustadóttír, Borgarf. eystra:
Borgfirðingar fagna nú 100 ára
afmæli verslunar á staðnum með
miklum hátíðahöldum helgina.
Pétur Öm Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir
að bara sé eftir að semja við veð-
urguðina og krossa fingur svo að
útkoman verði sem best.
Unglingar í vinnuskólanum og
starfsmenn í atvinnuátaksvinnu
sveitarfélagsins lögðu sig fram
um að snyrta bæinn, auk þess
sem fjörur hafa verið hreinsaðar.
Hátíðin hófst með opnun á sýn-
ingu á gömlum verslunarmunum
og ljósmyndum.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Pétur Örn Hjaltason.
DV-mynd Sesselja
Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér
5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYKO
verslanirnar og Byggt & Búið.
Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem
inneign á viðskiptareikning þinn í árslok.
mrnmmií
Grunnafsláttur
Allt að 200.000 kr.
200.000-500.000 kr.
500.000 kr. og yfir
5% stgr.afsláttur
2% viðbótarafsl.
4% viðbótarafsl.
6% viðbótarafsl.
Regiur um Viðskiptakort BVKO
.1. Allir viðskiptavinir BYKO geta fengið Viöskiptakort.
2. Til að viðskiptin safnist upp á viðskiptareikning þarf að
framvfsa Viðskiptakortinu.
3. I árslok færist innéign vegna stigvaxandi afslátta á viðskiptareikning.
4. Korthafi fær sent viðskiptayfirlit ársfjórðungslega.
5. Viðskiptakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri en
eitt Viðskiptakort á sama viöskiptareikning.
6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax.
7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til
viðskiptavina á næstu yfirlitum.
BYKO
BYKO byggir með þér
Já, ég vil fá sent Viðskiptakort BYKO
Klipptu út og sendu okkur
þennan skráningarmiða í
umslagi merktu:
Skrifstofur BYKO,
Breiddinni,
200 Kópavogur.
Einnig getur þú sent okkur
eyðublaðið með
myndsendi 515-4199.
BJff..... ...Jf...M....p...|.. g......... | ~ |p