Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
47
Fréttir
Tjaldsvæðið í Reykjahlíð í Mývatnssveit:
Stef nan að
auka þjón-
ustuna
- segir Gísli Einarsson sem keypti reksturinn
' Gyjfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það hefur því miður ekki verið
| hugsað nægjanlega vel um að bjóða
upp á ýmsa afþreyingu hér og sér-
staklega vantar að gera meira fyrir
innlenda ferðamenn sem hingað
koma,“ segir Gísli Einarsson sem
hefur keypt rekstur og búnað tjald-
svæðisins við Reykjahlíð í Mývatns-
sveit af Skútustaðahreppi fyrir 25
milljónir króna.
I
Gísli Einarsson á tjaldsvæðinu við Reynihlíð í Mývatnssveit.
Gísli er fæddur og uppahnn í
Reykjahlíð og segir að stefna sín sé
að tjald- og gistisvæði sitt verði rekið
á heilsársgrundvelli. „Það er margt
hægt að gera og sem dæmi má nefna
að hér er víða kjörið land fyrir skíða-
göngufólk og væri því upplagt fyrir
það að dvelja hér í stórbrotinni nátt-
úru áður en hefðbundið ferðamanna-
tímabil hefst. Margt fleira mætti
nefna því af mörgu er að taka þegar
hugað verður að því að renna fleiri
stoðum undir þessa starfsemi," segir
Gísli.
Nærri tjaldsvæðinu á Gísli og rek-
ur gistiskála sem tekur 56 manns og
einnig 5 smáhýsi sem hvert rúmar
fjóra. Möguleikarnir á gistingu hjá
Gísla felast því ekki einungis í að
tjalda og hann segir að aðstaða fyrir
húsbíla sé mjög góð, og menn geti
keyrt bílana út í hraunið og verið þar
í ró-eg friði út af fyrir sig.
„Það tekur tima að koma þessu í
það horf sem ég vil sjá það i. Ég er
hins vegar bjartsýnn á að mér takist
að auka þjónustuna við feröamenn
og þeim mun þá örugglega íjölga enn
frekar," segir Gísli.
Nýtt fiskfyrirtæki í Njarðvík:
Merming
(
(
(
(
í
(
(
I
(
Hljómsveitin Salsa Picante.
Suðræn sveifla
með Salsa Picante
Það var kominn tími til að tilraun væri gerð á ís-
landi með alvöru salsahljómsveit, sem léki þessa suð-
rænu dansa nokkurn veginn eins og á að gera það.
Þeir fyrrum Milljónamæringar, Sigurður Jónsson
saxófónleikari og Jón Björgvinsson trommari, eru
ekki þeir vitlausustu til að fitja upp á slíku. Sigurður
dvaldi lengi í Mexíkó og New York og Jón í Kólumb-
íu, þar sem þeir fengu þessa tónlist beint í æð ef svo
má segja. Til liös við sig fengu þeir ungan og upprenn-
andi píanista, Agnar Má Magnússon, sem nýlega lauk
burtfararprófi frá Jazzdeild FÍH, Sigurð Flosason sem
er hér aðallega í hlutverki slagverksmanns og stjórnar
þar með miklu með hvemig hlutimir eiga að vera og
að síðustu bassaleikarann Richard Korn. Söngkona
hljómsveitarinnar var í fyrstu Berglind Björk Jónas-
dóttir, en þegar kom að tónleikum hljómsveitarinnar
á Gauki á Stöng 19. maí var það hún Margrét Eir sem
sá um sönginn. Hún er nú aldeilis ágæt og ekki spiha
fyrir léttir leikrænir tilburðir þar sem við á.
Efnisskráin er aðallega samansett af ýmsum þekkt-
um lögum sem sum hver hafa á löngum tíma sungið
sig inn í þjóðarvitundina (Upp í sveit, Mamma, Komdu
niður, Vegir hggja til allra átta). í nokkrum lögum var
gert hlé á salsarytmunum, kannski til að hvíla óvana
áheyrendur, og mátti þá heyra lög eins og „Paper
Moon“, „King of the Road“ og Við lygnan straum (?)
með Noru Brocksted. Sem sagt lauflétt efnisskrá að
því er virðist, en búið að leggja mikið í vandaðar og
sérdeilis hressilegar útsetningar. Eina hljómahljóð-
færið er píanóið en Agnar gerir ekki mikið af þvi að
spila hljóma því að í salsa gera lög ráð fyrir að svo-
nefnt montuno ráði ríkjum í píanóspilinu. Báðar hend-
ur eru þá notaðar til að spila ákveðin riff, ostinato,
guajeo (eða hvað menn nú kalla það) yfirleitt í áttund-
um en stundum raddað (t.d. í sexundum). Hinn ungi
Tórúist
Ingvi Þór Kormáksson
píanóleikari Salsa Picante hefur náð ágætri leikni á
þessu sviði og dæmist hér með besti salsapíanisti á
Islandi. Að vísu er hann jafnframt nánast sá eini en
það breytir því ekki að góður er hann. Jón er traustur
og nettur á trommunum sem endranær og þeir Ric-
hard héldu vel saman. Sigurðarnir eru sleipir í slag-
verkinu jafnt sem í lúðrablæstri ekki síst Flosason.
Það væri synd ef þessi ágæta hljómsveit ætti ekki fram-
tíðina fyrir sér. Til fróðleiks má greina frá því hér að
lagið Æ, æ, ó, ó, aumingja ég, sem talsvert hefur
heyrst í útvarpi í flutningi Salsa Picante, telst vera
Merengue en „hitt“ lagið (Mozambik) er sennilega Son
montuno.
Veitingahúsið Gaukur á Stöng á heiður skilinn fyrir
að bjóða upp á lifandi músík nær hvert einasta kvöld
ársins og fær hér með óteljandi stjörnur fyrir það.
Vantar hráef ni til
að anna eftirspurn
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum:
„Við framleiðum að meðaltali úr
fjórum tonnum af fiski á dag og við
eigum talsvert mikla möguleika á
meiri sölu sem við höfum ekki getað
sinnt hingað til,“ sagði Jón Gunnars-
son sem rekur ásamt bróður sínum,
Guðmundi, framleiðslu- og útflutn-
ingsfyrirtæki í gömlu Brynjólfshús-
unum í Innri-Njarðvík.
Fyrirtækið er þar með ágætt hús-
næði, tæki og tól og er með 20 manns
í vinnu. Það hefur alla möguleika á
að auka framleiðsluna en hins vegar
er framboð af fiski á fiskmörkuðum
frekar lítið eins og er. Þeir bræður
eru með vinnslu á öllum fáanlegum
fisktegundum, bæði ferskar og fryst-
ar. Allt er selt í í gegnum sölufyrir-
tæki í Belgíu - Icebe N.V - og eiga
bræðurnir hlut í því.
Fyrirtækið hóf starfsemi í sumar
og ef meira framboð verður á fisk-
mörkuðunum af fiski á nýju kvótaári
má búast við að það auki mjög starf-
semi sína og fjölgi fólki.
Tvíburahátíð
Tvíburafélagið hélt fjölskylduhátíð
á Logalandi í Borgarfirði um síðustu
helgi. Krakkarnir skemmtu sér mjög
vel við ýmsa leiki. Meðal annars
stunduðu menn veiðar á popppokum
upp úr stórum kassa og sýndu börn-
in frumsamið leikrit. Foreldrar voru
einnig með eigin kvöldvöku þegar
börnin voru sofnuð.
„Við höldum svona útilegu á
hverju ári, þriðju helgina í júlí,“ seg-
ir Selma Baldvinsdóttir, móðir ellefu
ára tvíbura. „Á hverju ári höldum
við svo fjölskyldudaga, grímuball og
jólaball."
Að sögn Selmu er tilgangur félags-
ins mikið til að skiptast á upplýsing-
um um uppeldi tvíburanna sem eru
allt frá því að vera ófæddir að því
að vera u.þ.b. ellefu ára. Rúmlega 100
fjölskyldur eru þátttakendur í Tví-
burafélaginu. Félagið heldur fund
síðasta miðvikudag í mánuði hverj-
um, til skiptis í félagsmiðstöðinni
Hólmaseli í Breiöholti og safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli i Garðabæ þar
sem fundur verður í lok ágúst. Segir
Selma að gott væri ef foreldrar eldri
tvíbura myndu heimsækja fundina
og segja viðstöddum við hverju þeir
mættu búast þegar krakkarnir eld-
ast. -GJ
Poppveiðar voru stundaðar úti i guðsgrænni náttúrunni á fjölskylduhátíð
Tvíburafélagsins þar sem popppokar voru veiddir úr stórum kassa.