Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 13 Það er viðar en á íslandi sem bátasiglingar niður straumhörð fljót eru stund- aðar og greinilegt að Jón Guðmundsson skemmtir sér vel. Utsölustaðir: Reykjavík: Áfœtur, Útilíf, Skóstofan Össur,Innrómmun og Hannyrðir, Hafnarfirði: Skóhöllin. Dalvík: Sportvík. Akureyri: Skóhúsið, Sportver. Húsavík: Skób. Húsavíkur. Þórshöfn: K.F.Langnesinga. Egilsstaðir: K.F. Héraðsbúa. Neskaupstaður: Versl. Sún. Höfn Hornafirði: KASK. í sumarbúðum Newman’s Own er það vinsælt sport að bregða sér á hestbak. DV-myndir Gillian Tveimur ungmennum boðið í sumarbúðir Pauls Newmans í Bandaríkjunum: Stórkostlegar móttökur „Móttökumar voru vægast sagt stór- kostlegar og dregnir voru fánar aö hún, íslenskir og írskir sem blöktu alla vikuna á meðan viö vorum þama. Móttökumar voru slíkar aö þaö var hreint út sagt ekki hægt að gera meira fyrir okkur,“ sagöi Gill- ian Holt, hjúkrunarfræöingur á Barnaspítala Hringsins, en hún var fararstjóri í ferð tveggja 16 ára pilta, Sævars Albertssonar og Jóns Guð- mundssonar, í sumarbúðir Pauls Newmans í New York fylki í Banda- ríkjunum. Gillian er írsk aö upp- runa, en er gift íslendingi og hefur búið á íslandi í 19 ár. Á hverju ári er ungmennum viöa um heim boðið í sumarbúöir New- man’s Own. Fyrsta ferð íslendinga var þegar tvær ungar stúlkur fóru í fyrra, í ár fóru Sævar og Jón og stefnt er að því að jafnvel fleiri íslendingar fari á næsta ári. „Farmiðarnir til Bandaríkjanna vom greiddir af kvenfélaginu Hringnum, heildsölu Karls K. Karls- sonar og Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna. Eftir að við kom- um til New York tóku þeir hjá New- man’s Own við okkur. Sumarbúðir Newman’s Own eru á gömlu skíða- svæði í New York fylki norðan Al- bany, við vatn sem heitir Lake Ge- orge. Þar eru um 20-30 hús og svæð- ið sjálft er mörg hundruð hektarar. Við fórum af stað í ferðina annan júlí og komum heim þann níunda júli,“ sagði Gillian. „Mér fannst ferðin vera eins og skemmtilegar sumarbúðir. Það var að vísu mjög heitt í Bandaríkjunum þegar viö vorum úti, en við vorum svo heppnir að það var mikið af trjám á því svæði sem við vorum á og þau skýldu okkur fyrir hitanum,“ sagöi Jón Guðmundsson við DV og var greinilega hrifinn af móttökunum. „Það er ekki hægt að segja annað en að framtak fyrirtækisins sé alveg frá- bært. Málefnin eru einnig þannig hjá Newman’s Own, að markmið fyrir- tækisins koma af sjálfu sér,“ sagði Jón. Fulltrúar íslendinga „Ég gerði Jóni og Sævari vel grein fyrir því að þeir væru ekki bara að fara út fyrir sjálfa sig heldur sem brautryðjendur og fulltrúar fyrir þá íslendinga sem eiga eftir að koma i búðimar á næstu áram. Þeir stóðu sig eins og hetjur og ég var að rifna af stolti yfir þeim,“ sagði Gillian. „Það var prógramm frá morgni til kvölds fyrir þau 80-90 börn sem voru í boði Newman-sjóðsins þessa vik- una. Þau vora frá íslandi, Kanada, Haítí og einnig nokkur frá Banda- ríkjunum. Starfsmenn í sumarbúð- unum era yfir 100 talsins. Þó að það líti út fyrir að vera há tala veitir ekki af þeim fjölda því mörg af þeim krabbameinssjúku bömum, sem þama era, þurfa ummönnun tveggja persóna í einu. Mörg börn hafa litla hreyfigetu og þarf að bera þau á milli staða. Þrátt fyrir að fólk sé yfirleitt hjálp- legt þegar það sér sjúklinga hef ég aldrei kynnst öðru eins viðmóti og við fengum í Bandaríkjunum. í lok ferðarinnar fengum viö tilkynningu um það að ef við kæmum með tvo sjálfboðaliða mættu á næsta ári koma 4 börn frá íslandi í búðirnar." Allur arður í hjálparstarf Frá því að Newmans-sjóðurinn fór að útdeila fé hafa 18 miÚjónir króna farið í góðgeröarmál til Islands. í ár nam styrkur Newmans-sjóðsins til íslands 5 milljónuin króna. Hann skiptist jafnt á milli Bamaspítala- sjóðs Hringsins, Brindrafélagsins, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og íþróttasambands fatlaðra. Heildarupphæðin sem sjóðurinn hefur gefið til landa víða um heim er 62 milljónir dollara (tæpir 4 miUj- arðar króna) frá því árið 1982. „Hver einasta króna sem kemur í arð af maísbaunum og salatsósum Newmans, fer til góðgerðarmála. Mottó fyrirtækisins er „Shameless Exploitation for The Common Good“ og mörg þekkt nöfn hafa veitt fram- leiðslunni liðsinni sitt. Til dæmis er Whopie Goldberg i óðaönn að aug- lýsa límohaði á vegum Newman’s Own sem hún heldur fram að „re- stores virginity", segir Gillian og hlær. „Það vita allir að það gengur ekki upp, en málefniö er gott og var- an selst vel. Allar vörur Newman’s Own eru lífrænt ræktaðar og eru hollar og góðar. Það kemur því ekki síður neytandanum til góða að kaupa vörur með þessu vörumerki heldur en þeim sem njóta styrkjanna af söl- unni,“ sagði Gillian. -is k® Travelpro LOKS/MSÁ ÍSLAHD! Ferðatöskurnará hjólum. Má krækja 3 töskur saman og draga meðannarri hendi. Töskurfyrirþásem ferðast mikið. FRÁBÆR GÆÐI FRÁBÆR ENDING! "SKANDINAVÍUVERÐ!" ^íóbixkcTuitkjT, IOí?xLijljáinL, b?im. 55!- 5814 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRABA/í\ VALOA ÞÉR SKAÐA! =: Iráð Nýtt á markaðnum. Itölsku gönguskórnir frá Mjög gott verð! sport Léttir rússkinnsgönguskór. Með þreföldum gúmmísóla Styrktir hœlkappar. Gritex. (vatnsvörn). Viðráðanlegt verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu: 13
https://timarit.is/page/2730555

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: