Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 37 t i J í * i I I B I f I B Rúmt ár frá brúðkaupi Michaels Jacksons og lisu Marie Presley: Helsta óskin er að eignast bam Nýlega héldu þau Michael Jackson og Lisa Marie Presley upp á eins árs brúökaupsafmæh sitt. Hjónakornin sýndu aö þau væru afar ástfangin og óskuðu einskis frekar en að eign- ast barn. Lisa Marie er 27 ára gömul en Michael 36 ára. Tímarit í útlönd- um hafa velt því mikið fyrir sér hvort hjónabandið sé byggt á traustum grunni og hjónin séu jafn ástfangin og þau vilja vera láta eða hvort þetta sé ailt saman sýndarmennska. Marg- ir vilja meina að til hjónabandsins hafi verið stofnað til að bjarga Mic- hael frá umræðu um kynferðislega áreitni við börn og þau hafl gert með sér einhvers konar viðskiptasamn- ing. Ekkert skal spáð í þannig hluti en Norsk Ukeblad birtir myndir af þeim hjónum í nýjasta blaði sínu og er ekki annað að sjá en þau séu ást- fangin upp fyrir haus. Hlógu og töluðu Myndirnar eru teknar af ljósmynd- aranum Harry Benson en hann er persónulegur vinur Michaels og Lisu Marie. Hann er sá eini sem hefur fengið að mynda þau. „Myndirnar sem hér birtast voru teknar klukkan eitt að nóttu,“ sagði ljósmyndarinn. „Lisa Marie og Michael töluðu og hlógu allan tímann. Þau litu út eins og nýtrúlofuð og ekki annað að sjá en það væri ekta. Þegar ég sagði henni að ég hefði myndað pabba hennar fyrir mörgum árum sagðist hún oft óska þess að hún hefði átt fleiri ár með honum. Elvis Presley lést árið 1977, þegar Lisa Marie var aðeins níu ára gömul,“ segir Benson. Ástin kviknaði fyrir alllöngu Það var reyndar stuttu áður sem Michael og Lisa Marie hittust í fyrsta skipti. Það var á tónleikum með Jackson Five í Las Vegas. „Hún var sjö ára og ég sextán," sagði Michael í sjónvarpsviðtali fyrir stuttu. „Mér fannst hún sæt og lang- aði að hitta hana aftur. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum er ég sá hana á forsíðu tímarits ásamt eiginmanni sínum, Danny Keough," sagði hann. Síðar, þegar hann frétti að hún væri skilin, bað hann lögfræðing sinn að hafa uppi á henni svo hann gæti boð- ið henni út. Fjórum mánuðum síðar bað hann hennar og hún svaraði, ,já“ án þess að hugsa sig um. Það er þó eitt sem skyggir á gleði þeirra. Priscilla Presley, móðir Lisu Marie, hefur aldrei verið hrifin af ráðahagnum og er ekkert sérstaklega ánægð með tengdason sinn. Hún hef- ur t.d. aldrei heimsótt þau. Lisa Marie hefur sagt að hana langi til að gefa út plötu með sér sem Mic- hael er tilbúinn til að kosta. Móðir hennar er á móti því og segir að hún eigi að leggja rækt við börnin sín, Danielle, 6 ára, og Benjamín, 2ja ára. Fimmta hjólið Fyrrverandi eiginmaður Lisu Marie, Danny Keough, hefur haft gott samband við börnin sín en það hefur ekki gert samband þeirra Mic- haels og Lisu Marie auðveldara. Bæði börnin tilbiðja fóður sinn og vilja dvelja reglulega með honum. Michael hefur kvartað yflr þessu við vini sína enda telur hann sig fimmta hjól undir vagni. Michael hefur óskað eftir að fá að ættleiða börnin en það hefur Danny þvertekið fyrir. En þrátt fyrir fj ölskyldu vandamál- in er þó ekkert verra en ásakanir ungs drengs um kynferðislega mis- notkun en það mál hefði getað eyði- lagt feril Michaels Jackson. í áður- nefndu sjónvarpsviðtali sagði Micha- el að hann gæti aldrei lagt hendur á börn. „Ég get ekki fengið það af mér,“ svaraði hann. „Fullorðið fólk sem misnotar börn er ekki heilt and- lega og þarf læknishjálp." Þegar Lisa Marie var spurð hvort hún myndi leyfa börnunum sínum að sofa næturlangt í rúmi með Mic- hael, svaraði hún: „Ekki ef ég þekkti hann ekki. En ég þekki Michael og hann er ekki þannig. Hann hefur sérstakt lag á börnum og þau eru hrifin af honum.“ Hugað að framtíðinni Nú óska þau Michael og Lisa Marie þess að þau geti lagt vandamáhn til hhðar og farið að huga að framtíð- inni. Þau langar að eignast barn. Hvenær barnið kemur er þó óvíst. „Það er í guðs höndum," segir Micha- el. Lisa Marie segir að þau sofi í sama herbergi. Hún er þó ekki ánægð með shkar spumingar og segist vera orð- in þreytt á að fólk efist um ást þeirra. „Af hveiju ætti ég að giftast manni sem ég elska ekki,“ spyr hún. „Það er mjög særandi og virkilega þreyt- andi hvernig fólk efast,“ segir hún. „Ég elska hann og virði. Hann vinnur í hljóðverinu og ég stússa í eldhús- inu, við búum í sama húsi, borðum saman og eigum okkar góðu stundir eins og öh önnur hjón. Hvernig ætti ég að geta búið við slíkt án ástar?“ Frá Los Angeles Michael og Lisa Marie svöruðu því ekki neitandi að þau langaði að flytja frá Los Angeles. „Kannski til Suður- Afríku eða Sviss,“ sögðu þau. Hins vegar hafa komið upp vangaveltur um hvort hjónin muni ekki flytja í Graceland, heimih Elvis Presley, sem Lisa Marie erfði eftir fóður sinn. Húsið hefur verið opið almenningi frá árinu 1982 og er eitthvert mest heimsótta hús í Bandaríkjunum. Sviðsljós „Við elskum hvort annað,“ segja þau Lisa Marie Presley og Micha- el Jackson en efaraddir heyrasf stöðugt um að sú ást sé frá hjart- anu komin. Cirkus Arena á ferð um landið 22. júlí Akureyri kl. 15.00 og 20.00 (við Samkomuhús). 23. júlí Akureyri kl. 15.00 og 20.00 (við Samkomuhús). 24. júlí Akureyri kl. 20.00 (við Samkomuhús). 25. júlí Húsavík kl. 20.00. (á íþróttavelli). Stærsti sirkus Danmerkur á íslandi ^Danma/tks sto/rste Ciftfcus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.