Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 Dagur í lífi Eggerts Skúlasonar fréttamanns: Sunnudagurinn 16. júlí. 6.30: Það er ræs. Því miður er nóttin búin. Ég er smátíma að rifja upp. Ég er staddur í veiðihúsinu við Haffjarð- ará ásamt sex öðrum. Við erum að taka upp þátt í þáttaröðinni Sporðaköst III sem sýndur verður á Stöð 2 næsta vor. Það eru fimm í kvikmyndatökuliðinu og gestir þáttarins eru tveir, þeir Jón Ingvar Pálsson og Karl Bjömsson. Báðir öflugir veiðimenn. 7.00: Ég drekk mikið kaffi, bæði til að vakna og eins er hrollur í manni. Hitastigið er þrjár gráður og það eru átta vindstig úti. Hann er á norðan. 8.10: Jón Ingvar setur í lax í veiðistaðnum Helga á neðsta svæðinu. Það er kvikmyndað í bak og fyrir. Náðum mjög fínum skot- um. 8.30: Drekkum kaffi í bílnum og miðstöðin er sett á fullt. Það er ótrúlega kalt. 9.15: Karl setur í lax í Sauðhyl. Við myndum undir vatnsyfirborðinu. Kokkurinn kyssturbless 10.18: Förum í könnunarleiöang- ur að heitum potti, skammt frá ánni. Börkur Bragi Baldvinsson upptökustjóri dettur í kviksyndi. Þrátt fyrir að hann sé ávalur orð- inn, eftir að hafa hætt að reykja, tekst giftusamlega að toga hann á fast land aftur. Hann sakar ekki. 11.15: Kvikmyndatökuvélin bilar. Ég bölva en þetta skiptir svo sem engu máli, veðrið var orðiö of slæmt fyrir frekari tökur. 12.00: Við hættum að veiða. Borð- um aspassúpu og rauðsprettuflök. Kyssum kokkinn bless og þökkum fyrir okkur. 13.05: Bjami Hafþór hringir í veiðihúsið. Hann var að koma af silungasvæðinu í Hafra- lónsá. Engin veiði. 13.20: Lagt af stað í bæinn. 13.40: Ég steinsofna í Sonurinn Hafþór var búinn að fá fyrstu tönnina þegar Eggert Skúlason kom heim úr erfiðum veiðitúr. DV-mynd JAK bílnum enda þriggja daga erfið töm að baki. 15.00: Ég vakna við Brynju- dalsá. Börkur er að sofna við stýr- ið. Ég tek viö að keyra. 15.45: Tækj- um og tólum skilað á Stöð 2. Vaknaði í ísköldu baði 16.00: Ég kem heim og fæ hlýjar móttökur hjá Önnu konu minni og Hafþóri syni mínum. Fyrsta tönnin er komin og ég kynnist henni strax - bitinn í nefið. Það em gestir. Jón- ína og Kristján sonur hennar. Við ákveðum að grilla. 16.30: Ég fer með Hafþór í baö. Skelfilegur gusugang- ur og mikið hlegið. 16.40: Hafþór fer upp úr. Ég sofna. 17.15: Ég vakna í baðinu. Vatnið er ískalt. 18.00: Sím- inn hringir látiaust. Ábendingar um fréttir og 01.00. Skipulagning á tökum fyrir næsta þátt. 19.30: Grillið er tilbúið og það er borðað hraustiega. Nýveiddur lax er hreint sælgæti. Mér verður hugsað til kartöflugarðsins. Of snemmt - ég veit það. 19.30: Hlustað á 19:19 í gegnum Bylgjuna. Bætir meltinguna og eykur lyst. 21.00: Hafþór háttaður. Bleiuskipti. Hann hlær þegar ég hrylh mig yfir skíta- lyktinni. Hann er alveg eins og pabbi hans, hugsa ég. 22.00: Ég ryk- suga á meðan Anna kemur Hafþóri niður. Uppþvottavélin fær það óþvegið. 23.00: Kaffi og spjall um síðustu daga. Hlaupiö í gegnum gömul blöð. Fréttir eldast mjög illa, er nið- urstaðan. Gleypi í mig allar veiði- fréttir í DV og Mogga. 00.00: Hér hefði ég átt að fara að sofa. Fer þess í stað í bílskúrinn og kanna veiðibúnaöinn. 1.00: Gríp með mér nokkur gömul Sportveiðiblöð upp í rúm og fletti þeim skamma stund. 1.04 (ca): Ég hrasa inn í drauma- landið, alltof seint eins og venju- lega. Finnur þú finun breytingar? 319 Úr því aö ég er búinn aö fá þessa vinnu ætla ég aö hringja í veðmangarann minn og segja honum að allt liti bjartara út. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og sautjándu getraun reyndust vera: 1. Bernharö Ingimundarson 2. Auöur Einarsdóttir Bröttugötu 18 Álfaheiði la 900 Vestmannaeyjar 200 Kópavogur T Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tii hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöð- inni, Síðumúia 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróöir Cad- fael, aö verðmætí kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Ftjálsri fjölmiðlun. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytángar? 319 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.