Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995
Fréttir
Harðar deilur í Staðarsveit um afskipti þingmanns af sölu eyðijarðar:
Skil ekki hvaða hvatir reka
þingmannmn til þessa
- getur kostað okkur búsetu hér, segir Guðjón Jónasson, bóndi í Neðri-Hól
„Ég skil ekki hvaða hvatir reka þing-
manninn til þessara gjörða. Ég hafði
ekki hugmynd um þennan gjörning
og fékk það ekki staðfest fyrr en í
vetur að þetta væri á fjárlögum.
Menn innan landbúnaðarráðuneyt-
isins hafa sagt mér að Sturla Böð-
varsson alþingismaður standi á bak
við þetta,“ segir Guðjón Jónasson,
bóndi í Neðri-Hól í Staðarsveit, vegna
þess að á fjárlögum í ár er heimild
til að skipta á eyðijörðinni Syðri-
Tungu og Hofgarðatjörn sem er í
landi Hoftúna og er á náttúruminja-
skrá.
Guðjón og fjölskylda hans, sem
reka kúabú, hafa nýtt eyðijörðina
sem hggur að þeirra jörð undanfarin
þrjú ár. Hann segir að þeim sé nauð-
synlegt að hafa þær slægjur sem
jörðin gefi af sé ef hann eigi að halda
sama bústofni og hann hafi nú.
Bein aðför að mér
„Þetta er bein aðfor aö mér og fjöl-
skyldu minni. Þetta mál hefur aldrei
veriö rætt við okkur sem þó höfum
nýtt jörðina undanfarin ár. Ég vissi
ekki að það væri einhver alvara á
bak við að gera þessi makaskipti sem
geta kostað okkur búsetu hér,“ segir
Guðjón.
„Ég veit ekki hvað þingmaðurinn
er að gera með þessu. Er hann að
kaupa atkvæði eða hvers vegna er
hann að þessu? Það er það fyrsta sem
maður spyr sig að. Ég hef kannski
ekki eins mörg atvæöi og sumir sem
að þessu máh koma. Ég var búinn
að heyra það að ekki væri vinnufrið-
ur í landbúnaðarráöuneytinu út af
þessu máli,“ segir Guðjón.
Hann segist hafa óskað eftir því við
landbúnaðarráðuneytið að fá jöröina
Á þessari loftmynd má sjá jörðina Syðri-Tungu sem liggur að Neðri-Hól.
Bóndinn þar segir að verði hann sviptur eyðijörðinni, sem hann hefur nýtt
undanfarin ár, geti það kostað hann og fjölskylduna búsetu á þessum slóð-
um. Hann segir Sturlu Böðvarsson alþingismann hafa haft óeðlileg afskipti
af málinu.
Hefur ekki ieitað til mín,
segir Sturla
Sturla Böðvarsson alþingismaður
staðfesti í samtah við DV að á fjárlög-
um sé gert ráð fyrir að makaskiptin
Heimild er á fjárlögum til að hafa makaskipti á Hofgarðatjörn, sem hér
sést, og eyðijörðinni Syðri-Tungu. Þetta byggist á skrítnu verðmætamati,
segir bóndinn í Neðri-Hól. Tjörnin er á náttúrumynjaskrá og hafa landeigend-
ur sagst ætla að fylla hana upp fái þeir ekki aukið landrými.
Guðjón Jónasson og Friðrika Asmundsdóttir, bændur í Neðri-Hól, ásamt börnum sínum við heybagga sína á umdeildri eyðijörð sem liggur að þeirra jörð
og þau hafa nýtt undanfarin ár. Guðjón segir að verði skipt á jörðinni og tjörn, eins og nú stendur til, geti það kostað búsetu þeirra á jörð sinni. DV-myndir GVA
keypta en ekki fengið afgerandi svör
enn. Þá segist hann undrandi á hug-
myndum um skiptin á tjörninni og
jörðinni þar sem jörðin feli í sér
ýmsar nytjar auk túnanna svo sem
veiðiréttindi og önnur hlunnindi.
„Það er mjög óeðlilegt að ætla að
skipta á þessari tjöm og jörðinni og
það er skrítið verðmætamat sem þar
er að baki,“ segir Guðjón.
Stríð um eyðijörðina
Samkvæmt heimildum DV hefur
staðið stríð um eyðijörðina undan-
farin ár og er nú svo komið að ná-
grannarnir talast ekki við. í viðtali
við sjónvarpið fyrir skömmu kom
fram að Hoftúnabændur hyggjast
ræsa tjörnina fram til að auka slægj-
ur sínar fái þeir ekki aukið land-
rými. Það er túlkun heimhdarmanna
DV að hótun um að ræsa tjörnina
fram sé ekki raunhæf vegna þess að
tjörnin sé við sjávarkamb og í svip-
aðri hæð og sjórinn og slíkt sé því
óframkvæmanlegt. Þessi hótun sé
gerð til aö flýta fyrir því að maka-
skipti á tjöminni og jörðinni fari
fram.
fari fram. Hann segir Guðjón aldrei
hafa rætt þetta mál við sig og honum
hafi ekki verið kunnugt um að
óánægja væri vegna þess.
„Ég hef unnið þetta mál í samráði
við umhverfisráðuneytið, náttúru-
verndarráð og í sambandi við land-
búnaðarráðuneytið og Sigurð Narfa-
son og fjölskyldu í Hoftúnum sem
óskuðu eftir þessum makaskiptum,"
segir Sturla.
„Guðjón hefur ekki leitað til mín.
Sigurður Narfason leitaði til mín og
óskaði eftir afskiptum þingmanna af
máhnu og ég brást við með þessum
hætti. Það kemur mér mjög á óvart
ef Guðjón er að beina spjótum sínum
að mér í þessu máli því hann hefur
aldrei talað við mig,“ segir Sturla.
-rt
Fann sprautuhylki með sprautu á róló:
Ég hef þrisvar sinnum séð
fólk sprauta sig á vellinum
- óttast um öryggi bamanna, segir móðir ungra bama
„Ég hef þrisvar sinnum séð eitur-
lyfjaneytendur vera að sprauta sig á
leikvelhnum hér við Njálsgötuna og
í fyrradag fann ég sprautuhylki með
sprautu í. Mér fannst þetta svo mik-
ih viðbjóður að ég losaði mig við
drashð niður um næsta niðurfall í
götunni. Þetta er hrikalegt ástand og
mér dettur ekki í hug að senda börn-
in á róluvöllinn. Ég hef trú á að
margir séu sama sinnis því þótt veh-
inum sé mjög vel við haldið þá er hér
mjög htið af börnum," sagði móðir
ungra bama í samtali við DV. Hún
sagðist ekki þora að tala undir nafni
því hún óttaðist að með því væri hún
að stofna sér og sínum í hættu.
„Þetta er fólk á milli tvítugs og
þrítugs. Ég hef tvisvar sinnum hringt
í lögregluna vegna þessa. í annað
skiptið gekk fólkið í burtu meðan ég
var að tala við hana en í hitt skiptið
aðhafðist hún ekkert. Ég sé ástæðu
th þess að vara fólk við þessu ástandi
og það þarf ekki að segja neinum
hvað kynni að gerast ef börnin
myndu stinga sig á nál eftir þetta
pakk.“ -SV
Miklu stolið
á Skaganum
Brotist var inn í tvö fyrirtæki á
Akranesi í fyrrinótt og miklu
stolið. Úr Trésmiðjunni Akri var
stoliö tugum þúsunda króna í
peningum, rafmagnsverkfærum
og ýmsu smálegu. Úr Bygginga-
húsinu hurfu tölvubúnaður, tæki
og eitthvað af peningum. Rann-
sóknarlögreglan á Akranesi
vinnur að rannsókn málsins.
Mikið er um innbrot þessa dag-
ana og mikh ásókn í tölvubúnaö
ýmiss konar. Fólk þarf því að
huga vel aö þvi að híbýli þess og
fyrirtæki séu læst og vel frá öllum
opnanlcgumfógumgcngiö. -sv