Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 5 Fréttir Kvennaráðstefnan í Kína: Allar þjóðir eru sekar - segir Gertrude Mongella framkvæmdastjóri Frú Gertrude Mongella, fram- kvæmdastjóri íjórðu ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna sem fram fer í Peking, er stödd hér á landi vegna undirbúnings hennar. Hefur hún ferðast um heiminn, hitt marga ráðamenn og sótt fundi tengda kvennaráðstefnunni. Kven- réttindafélagiö og undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar hér á landi efna til opins fundar með henni í kjallara Hallveigarstaða á laugardag kl. 11. Mongella er frá Tansaníu og hefur veriö sendiherra í Indlandi og ráð- herra. Hefur hún starfað mikið aö jafnréttismálum, bæði í Tansaníu og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Segir Mongella að ráðstefnan gefi tækifæri til að líta yfir árangurinn sem náðst hefur síðan á síðustu kvennaráðstefnu í Nairobi og það sem enn er ógert. Enn fremur segir hún: „Mikið hefur áunnist síðan síð- asta ráðstefna var haldin en ástandið lagast of hægt, það verður að gerast hraðar. T.d. er hlutfall kvenna sem fulltrúa á löggjafarsamkundum enn aðeins tíu prósent. Hlutfallið hefur aukist en ekki nóg. Áður var haldið að vandamál Kvennaráðstefnan 1 Kína: Tólf íslendingar sitja opinberu ráðstef nuna - um tuttugu fara á ráðstefnu félagasamtaka Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna hefur mikið ver- ið í fréttum að undanfornu. í raun er um tvær ráðstefnur að ræða. Ann- ars vegar er það opinber ráðstefna sem 12 íslendingar sækja. Meðal þeirra er Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, sem verður í opin- berri heimsókn ásamt forseta íslands í Kína á sama tíma, fulltrúar nokk- urra ráðuneyta, sendiherra og sendi- ráðsritari í Peking, þingmennirnir Kristín Ástgeirsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir, fulltrúi fasta- nefndar íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum, Inga Jóna Þórðardóttir frá Kvenréttindafélagi íslands og Margrét Einarsdóttir frá UNIFEM á íslandi. Auk opinberu ráöstefnunnar er haldin ráðstefna félagasamtaka og sækja 16 íslendingar hana á vegum Kvenréttindafélagsins en nokkrir fara á eigin vegum. Sigríður Lillý Baldursdóttir, sem er formaður ís- lensku undirbúningsnefndarinnar hjá utanríkisráðuneytinu, segir til- gang ráðstefnu félagasamtakanna vera að safna hugmyndum og hafa áhrif á ráðstefnuna og byrji hún að- eins fyrr: „Opinbera ráðstefnan byrj- ar 4. september og henni lýkur þann 15. en fundur félagasamtaka byrjar 30. ágúst en lýkur 8. septembcr." Á ráðstefnum frjálsra félagasam- taka, sem haldnar eru í tengslum við hin margvíslegu þing Sameinuðu þjóðanna, eru umræður gjarnan op- inskárri og frjálslegri. Margir telja að Kínverjar séu hræddir við slíkt og vilji ekki að ráðstefna félagasam- taka hafi mikil áhrif enda fluttu þeir hana út fyrir Pekingborg. „Því miður var ráðstefna félagasamtakanna flutt frá Peking, þar sem hún átti að vera, til Huairou sem er rétt fyrir utan borgina. Venjulega eru þessar ráð- stefnur á sama stað svo að samskipti geti verið góð. Það voru Kínverjar sem ákváðu þetta vegna þess að þeir töldu að húsið, þar sem ráðstefnan átti að vera í Peking, uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru,“ segir Sigríður Lillý. Mikill hiti hefur verið í mönnum víða um heim vegna þessa máls en samt hafa ekki margir hætt við að fara vegna þessa og áætlað er að um 30 þúsund sæki ráðstefnu félagasam- taka. -GJ Kvennaráðstefnan: Vigdís f lytur aðalávarp Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, verður í opinberri heimsókn í boði forseta Kína á sama tíma og kvennaráðstefnan á sér stað í Pek- ing. Mun hún þar flytja eitt af aðalá- vörpunum strax í upphafi hennar, væntanlega á fyrsta degi. Má búast við að vera hennar í Kína er ráðstefn- an á sér stað hljóti nokkra athygli þar sem hún er kvenþjóðhöfðingi. Mun Vigdís eiga fund með forseta Kína og Halldór Ásgrímsson fundar meö utanríkisráðherra Kína. Opin- ber heimsókn Vigdísar mun ekki vera í neinum tengslum við kvenna- ráðstefnuna nema að þvi leyti að hún er á sama tíma. Ákveðið var að heim- sækja Kína á þessum tíma svo að hægt væri að sækja ráðstefnuna um leiðogsparaþannigfé. -GJ Gertrude Mongella, framkvæmdastjóri fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um málefni kvenna sem fram fer í Peking. DV-mynd JAK Valgeröur Bjarnadóttir: Bitlausar ályktanir „Ég vil taka það fram að ég er ekki með upplýsingar frá fyrstu hendi en það hefur komið í ljós í undirbún- ingnum að þær ályktanir sem ætlun- in er að samþykkja eru meira og minna bitlausar. Það hefur verið gert minna úr þeim en meiningin var. Þannig að ég er hrædd um að þessi ráðstefna, eins og margar af ráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna, verði að miklu leyti sýndarráðstefna," seg- ir Valgerður Bjarnadóttir, jafnréttis- fulltrúi Akureyrarbæjar. „Hitt er annað mál að svona ráðstefnur skipta alltaf miklu máh og bara það að fólk komi saman frá öllum heims- hlutum og ræði málefni kvenna eða önnur mikilvæg málefni, svo sem náttúruvernd, er gagnlegt." Páfagarður skiptir sér af Valgerður segir trúarstofnanir hafa þynnt skjalið út: „Mér sýnist að það séu ekki síst fulltrúar trúar- bragðastofnana heimsins og þ.á m. Páfagarðs sem hafa valdið vonbrigð- um. Trúarbragðastofnanir heimsins eru gífurlegar karlveldisstofnanir og þær eru uggandi um sinn hag. Bókin með ályktununum var þykk en nú er hún orðin að þunnu plaggi. Til dæmis var vilji fyrir því að sam- þykkja að skora á stjórnvöld í Ind- landi að hækka giftingaraldur stúlkna upp í 12 ár en það þótti of mikil árás á hefðir í Indlandi." Beitt ályktun Gertrude Mongella, framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar, sem stödd er hér á landi, er ekki sammála: „Álykt- unin er á verksviði stjórnvalda og ég held að stjórnvöld séu enn það ábyrg þegar þau koma til Peking að þau samþykki skjalið sem þau hafa verið að vinna að. Það er ekki satt að skjalið sé ekki eins beitt og áður. Þetta er beittasta ályktun sem hefur verið gerð um þetta og ef aðeins íjóröungi þess sem hún leggur til verður hrint í framkvæmd verður heimurinn mjög breyttur." -GJ kvenna væru einungis vandamál þeirra sjálfra en nú er fólk að gera sér grein fyrir því að þau eru einnig vandamál samfélagsins. Á ráðstefn- unni á einnig að samþykkja ályktun sem byggð er á ákvörðunum stjórn- valda í hlutaðeigandi ríkjum." Allar þjóðir sekar Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hefur staðsetning ráðstefn- unnar verið mjög gagnrýnd í ljósi mannréttindabrota sem eiga sér stað í Kína. Mongella er ekki sammála þeirri gagnrýni: „Engin þjóð er sak- laus af þvi að virða ekki konur sem fullgildar manneskjur. Ég vona að við hugsum ekki bara um Kína í þessu sambandi heldur einnig öll önnur ríki sem sek eru um hið sama og Kína.“ Mongella segir Kínverja hafa und- irbúið ráðstefnuna vel og bætir við: „Ráðstefnan er ekki um Kína. Hún er um konur. Við eigum ekki að horfa bara á Kína. Sömu vandamál fyrirfinnast annars staðar. Allar þjóðir eru sekar. Ef ekki á stjórn- málasviðinu, þá í efnahagsmálum og ef ekki í efnahagsmálum, þá félags- lega. Við skulum ekki láta staðsetn- ingu ráðstefnunnar verða til þess að við hugsum ekki um það sem er á dagskránni og viö komum til að fást við.“ -GJ r Esrrn á enn betra veröi! —4t~. < JÖKLAR HF. *." i -*> » . m 3 1 * ; ' ' f Flutningur á bifreiðum ðt:ii C; > _ .. | 4 : 1 frá USA og Kanada *' " j. ; , ■ ' '“H Þú færð hvergi hagstæðari flutning. - mŒ* '■ Sr Hafðu samband og reyndu verðið. í t J— 59. 1 '345 - >995 hÉMa # • JOKLAR HF. Aðalstræti 8, P.O. Box 1351, s. 561-6200, fax. 562 5499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: