Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
Nýr veitingakóngur í Reykjavík:
Vil lögbann, ann-
ars skaðabótamál
- segir Þórarinn Ragnarsson, eigandi Kaffi Reykjavíkur og Astro
Þórarinn Ragnarsson er einn eigenda Kaffi Reykjavíkur og Astro. Hann hræðist ekki samkeppnina í miðbæn-
um þó að enn einn nýr veitingastaður hafi litið dagsins Ijós. DV-mynd JAK
„Hlutafélagið KafTi Reykjavík ósk-
aði eftir lögbanni á Val Magnússon
og Pension hf. í ljósi þess að þegar
við keyptum Kaffi Reykjavík var
sett í samninga að Valur Magnús-
son færi ekki út í rekstur á veit-
ingahúsi í borginni næstu þrjú ár-
in. Okkur fannst það mjög siðlaust
þegar við fréttum að hann væri
kominn af staö og væri að opna
nýtt veitingahús í Austurstræti,"
segir Þórarinn Ragnarsson, einn
eigandi veitingahússins Kaffi
Reykjavík.
Samkeppnin eykst
Þórarinn keypti eitt vinsælasta
veitingahúsið í borginni, Kaffi
Reykjavík, og húseignina Vestur-
götu 2 í mars sl. ásamt Gunnari
Hjaltalín og Þórði Sigurðssyni af
Val Magnússyni sem byggði upp
staðinn. í síðustu viku opnaöi Val-
ur síðan nýjasta skemmtistað borg-
arinnar, Oðal, og hefur þar með
enn eitt veitingahúsið bæst við í
miðbænum en sumum fannst þau
vera orðin nógu mörg áður. Með
þessum nýja veitingastað eykst
samkeppnin til muna í miðbæ
Reykjavíkur og Ijóst er að gestir
munu dreifast á fleiri staði.
„Þar sem Valur braut samning-
inn taldi stjórn hlutafélags okkar
rétt að láta reyna á hann og óska
eftir lögbanni hjá sýslumanni. Lög-
banninu var hafnað þar sem dag-
inn áður hafði verið breytt um nafn
og komin ný kennitala á hlutafélag-
ið sem heitir nú Óðal og er einka-
hlutafélag, skráð á son Vals, Magn-
ús Valsson, sem var reyndar í for-
svari fyrir Pension hf. sem átti
Kaffl Reykjavík. Það er deginum
ljósara að Valur Magnússon átti
Kaffi Reykjavík þó sonur hans
væri skráður fyrir veitingaleyflnu.
Við höfum lagt fram mjög sterk
gögn í máhnu sem lögð voru fram
í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið-
vikudag. Þar sem lögbanninu var
hafnað verður það sent hæstarétti.
Þessu máli er þvi ekki lokið,“ segir
Þórarinn.
í skaðabótamál
Hann segir að ef lögbanninu verði
hafnað á nýjan leik muni hlutafé-
lagið Kaffi Reykjavík fara í skaöa-
bótamál. „Við gerum þetta ekki á
þeirri forsendu að við séum hrædd-
ir við samkeppni heldur viljum við
að menn standi við þá samninga
sem þeir gera. Okkur finnst þetta
mjög siðlaust og ódrengilegt af Val
Magnússyni. Það er heldur ekkert
launungarmál að við vorum að
kaupa hér vissa viðskiptavild þeg-
ar við keyptum húsið og erum því
ekki sáttir við hvernig staðið er að
málum."
Þórarinn segir að Kaffi Reykjavík
haíi gengið framar björtustu von-
um enda hafi staðurinn sérstöðu.
„Þetta hús hefur sál enda á það sér
langa sögu, byggt árið 1863, og hef-
ur hýst margvíslega starfsemi. Ár-
in 1986-88, þegar Alafoss-verslunin
var hér, var húsinu breytt í sem
næst upphaflega mynd af arkitekt-
inum Páli V. Bjamasyni og við
höfum reynt að halda því yflr-
bragði, m.a. með því að hafa hér
gömul húsgögn," upplýsir Þórar-
inn og bætir við að Kaffi Reykjavík
sé ekki einungis skemmtistaður
heldur sé mjög blandaður rekstur
í húsinu. „Við opnum á morgnana
og erum með mat í hádeginu. Þá
er hér kaffihús og við létum gera
pall fyrir utan húsiö þannig að fólk
gæti notið veðurblíðunnar þegar
hún gefst og setið utanhúss. Á
kvöldin er síðan ekta kráarstemn-
ing með lifandi tónlist þannig að
það er viss skemmtanamenning í
húsinu," segir Þórarinn ennfrem-
ur.
Breytt menning
Skemmtistaðaflóra íslendinga
hefur breyst mjög á undanfómum
árum. Ekki er langt síðan stórir
skemmtistaðir, sem buðu upp á
viðamiklar sýningar, heilluðu
landann mest en nú eru þaö smá-
barir og Kafff Reykjavík sem eiga
mestum vinsældum aö fagna. Kaffi
Reykjavík er aðeins tæplega árs-
gamall staður en hann hefur haldið
vinsældum sínum þann tíma óá-
reittur. Þórarinn segir ljóst að við-
skiptavinum skemmtistaðanna
fjölgi ekkert þó fleiri staðir bætist
í hópinn. „Það taka auðvitað allir
hver frá öðrum,“ segir hann. „Á
síðustu árum hefur orðið mikil
breyting á skemmtistaðamenningu
í Reykjavík og allir geta verið sam-
mála um að hún hefur veriö til hins
betra. Fólk hefur um miklu fleira
að velja en áður og sem betur fer
eru margir góðir staðir í miðborg
Reykjavíkur. Allmargir staðanna
eru í gömlum og sjarmerandi hús-
um og þessi breyting hefur fært líf
í miðborgina."
Þórarinn rekur ekki einungis
Kaffi Reykjavík því hann setti upp
ásamt félögum sínum veitingahús-
ið Astro í Austurstræti í vor.
„Astro er gjörólíkt Kaffi Reykjavík.
Það er nýtískulegri staður og snið-
inn fyrir ungt fólk. Við stóðum í
breytingum á því húsnæði á sama
tíma og við keyptum Kaffi Reykja-
vík. Margir spurðu hvort ég væri
ekki í samkeppni við sjálfan mig
en ég tel svo ekki vera. Þetta eru
ólíkir staðir. Samkeppnin er vissu-
lega alltaf að haröna þannig að all-
ir verða að halda vöku sinni og það
má hvergi slaka á. Maður veröur
sífellt að finna eitthvað nýtt og þaö
höfum við verið að gera á Kaffi
Reykjavík. Við höfum undanfarið
staðið að kynningu á þjóðhátíðinni
í Vestmannaeyjum, boðið upp á
lunda og Ámi Johnsen hefur
stjórnað brekkusöng. Við gerum
plön fram í tímann og höfum gert
áætlanir til áramóta. Staðurinn á
eins árs afmæh í lok ágúst og við
munum halda upp á það með veg-
legum hætti,“ segir Þórarinn.
Fjárfest af tilviljun
Alkunna er að einn veitingastað-
ur getur verið sá alvinsælasti í
Reykjavík um tíma en síðan „dá-
ið“ á einu kvöldi. Þórarinn segist
ekki hræðast neitt slíkt en vissu-
lega þurfi að vaka og sofa yfir
staðnum. „Það er alveg rétt að stað-
ir koma og fara. Við teljum þó að
vegna staðsetningarinnar eigi Kaffi
Reykjavík mikla framtíð og muni
halda vinsældum sínum."
Þórarinn segir að það hafi verið
tilviljun að hann og félagar hans
keyptu Kaffi Reykjavík. „Við höfð-
um verið í ýmsum rekstri saman.
Viö Gunnar Hjaltalín höfum starf-
að mikið saman viö byggingar-
framkvæmdir og í fasteignarekstri.
Auk þess hef ég rekið mitt eigið
fyrirtæki, Staldrið í Mjódd, í all-
langan tíma. Til skamms tíma rák-
um við Ingólfskaffi sem við eignuð-
umst eiginlega líka fyrir tilviljun.
Einnig áttum við Píza og Berlín
sem reknir voru hér í miðbænum
en leigðum út reksturinn á þeim.
Þegar þeir staðir fóru að ganga illa
og við fengum ekki leiguna greidda
fórum við út í að breyta húsnæðinu
í samvinnu við Hall Hallsson og
Helga Björnsson. Þar er nú Astro.
Jón Bjarnason lögfræðingur á
gamla Haraldar Árnasonar-húsið
sem Astro er í en við erum með
langtímaleigusamning við hann.
Þetta var allt komið í fullan gang
þegar hringt var í mig og mér boð-
ið að kaupa Kaffi Reykjavík. Ég
sýndi því lítinn áhuga í upphafi þar
sem við höfðum mikið á okkar
könnu. Umræður fóru þó í gang og
við skoðuðum reksturinn og
rekstrartölur. Okkur sýndist þetta
fýsffegur kostur, ekki síst þar sem
okkur bauðst að kaupa húsið. Við
byrjuðum á að kaupa reksturinn,
fyrstu hæð og kjallarann en síðan
efri hæðina og eigum því allt húsið.
Það er mikill styrkur að eiga hús-
næðið,“ segir Þórarinn.
Hann vill ekki gefa upp kaupverð
en segir þetta hafa verið töluverða
fjárfestingu. „Við höfum haldið því
starfsfólki sem vann hér áður og
það á ekki síst þátt í velgengni stað-
arins. Reksturinn er að mestu í
höndum starfsfólksins þó við fylgj-
umst vel með.“
Ábörunum
íNewYork
Þórarinn segist hafa komið tvisv-
ar sinnum inn á Kaffi Reykjavík
áður en hann gerðist eigandi stað-
arins. Hins vegar þræddi hann alla
skemmtistaði í New York áður en
hann opnaði Astro. „Við skoðuðum
alla vinsælustu staðina í fylgd Páls
Hjartarsonar arkitekts og lögðum
mesta áherslu á staði sem höfðu
lifað mjög lengi. Það er sérkenni-
legt að þeir staðir sem hafa verið
vinsælir lengi hjá heimamönnum
eru þeir sem eru í húsum meö kar-
akter. Ég tel því að húsnæðið laði
fólkið að og skapi rétta stemningu."
.Þórarinn hefur ekki alltaf fengist
við veitingahúsarekstur og vill
ekki kalla sig veitingakóng. Hann
er engu að síður umfangsmikill og
hefur komið víða við. Meðal þess
má nefna að Þórarinn var einn af
framkvæmdaaðilum í Miðbæ í
Hafnarfirði. Eiginkona hans, Lo-
vísa Jóhannsdóttir, og börnin
þeirra þijú hafa hjálpast aö við
reksturinn á Staldrinu. Þórarinn
var kennari í mörg ár í Hlíðaskóla
og Verslunarskóla íslands. Einnig
starfaði hann um tíma sem blaða-
maður á Morgunblaðinu.
Þórarinn segir að allur rekstur á
íslandi hafi breyst mikiö á undan-
fómum árum og þá er ekkert und-
anskilið. Hann segist þó vera mjög
bjartsýnn með framtíð Kaffi
Reykjavíkur. „Við höfum fólk á
þeim aldri hér að við þurfum ekki
að hafa neinar sérstakar áhyggjur.
Ég býst við að Óðal muni fremur
taka gesti frá Ingólfskaffi, Skugga-
bar og jafnvel Astro. Okkur þykir
auðvitað leiðinlegt að þurfa aö
standa í málarekstri við Val Magn-
ússon en við erum prinsip-menn
og viljum að samningurinn skuli
standa. Það vita allir að Valur er
að opna þennan stað sjálfur en ekki
sonur hans og þetta er visst sið-
leysi.“