Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Blaðsíða 27
35 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 Þeir sátu á spjalli, Nökkvi læknir og kunningi hans Páll, og ræddu áfengismál. Nokkrar einfaldar spurningar um drykkjuhegðun Páls höfðu leitt í ljós að verulegt vandamál var fyrir hendi; hann hafði litla stjórn á því magni sem hann drakk, varð ákaflega fullur, gleymdi öllu, fékk sér stöku sinn- um afréttara og varð alltaf ákaflega -(timbraður þegar hann drakk. „ Já, kannski er ég með létt áfeng- isvandamál" sagði Páll, þurrkaði svita af efri vör, vætti varir og brosti vandræðalega. „Allavega segir konan mín það! En ég fer ekki í meðferð. Það veit sá sem allt veit.“ Hann stundi og sló sér létt á lær. „Ég þoli bara ekki þetta með- ferðarkjaftæði og allan heilagleik- ann í kringum það. Maður opnar varla svo tímarit að einhver aftur- bataróni sé ekki í opnuviðtali um alkóhólisma og meðferðir. Einn fór í meðferð úr vinnunni; kom aftur talandi í frösum, datt í það og hefur ekki sést síðan. Nei, þetta er ekki fyrir mig!“ Hann var ákveðinn á svipinn. Hvað um hófdrykkju? Þeir horfðust þegjandi í augu dá- góða stund. „Get ég ekki lært að drekka í hófi?“ spurði Páll. „Ég get eiginlega ekki hugsað mér að hætta að nota áfengi.“ Nökkvi leit alvar- lega á hann og sagði: „Þú ert meö alltof mörg andleg og líkamleg ein- kenni sem benda til þess að þú sért háður áfengi, þú verður svo illa drukkinn, ferð í slæm blakkát og vond fráhvörf. Þegar svo er tekst ekki að læra að drekka í einhverju hófi eins og þú ert margbúinn að sannreyna. Þú gætir mögulega náð því að drekka hóflega í nokkur skipti með mikilli áreynslu en fyrr eða síðar fer allt í sama horfið á nýjan leik.“ Páll stundi þungan. „Áttu þá við að ég verði að hætta að drekka. Það get ég bara ekki hugsað mér. Ann- ars drekka margir meira en ég. Hefur þú t.d. séð mág minn, Ás- björn prentara, á fylliríi? Það er sko maður sem ætti að fara í meðferð. Hann er miklu verri en ég.“ Páli óx ásmegin við allt tal um prentar- ann drykkfellda. „ Auk þess er mik- ið um brennivínsberserki í minni ætt. Kannski er drukkið í gegnum mig.“ Nú vottaði fyrir von í augun- um. En Nökkvi sá ekki ástæðu til að ætla að löngu dauðir drykkju- menn væru að spilla veislugleði manna á Lyonsfundum með því að stuðla að ofurölvun Páls. „Nei, þú verður að hætta alveg, hvernig svo sem viö forum aö því.“ En Páll var ekki til viðtals um slíkt. Um meðferðir Nökkvi ráðlagði Páh að fara í áfengismeðferð sem er hin við- tekna íslenska leið. Óvenjumikið framboð er á rými fyrir áfengis- sjúkhnga og margir aðilar veita slíkaþjónustu; Ríkisspítalar, SÁÁ, trúarsamfélög, einkasamtök o.fl. Langflestir, sem leita sér hjálpar vegna drykkjusýki, leggjast inn á sjúkrahús og dvelja þar í 10-40 daga. Slík ofuráhersla á meðferðar- leiðina mun óþekkt annars staðar í veröldinni. Rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið erlendis, sýna að ár- angur af inniliggjandi meðferð er „Auk þess er mikið um brennivínsberserki í minni ætt. Kannski er drukk- ið i gegnum mig.“ Á laáknavaktinm Óttar Guðmundsson læknir síst betri en árangur dagdeilda. Margs konar göngudeildarúrræði ásamt AA-leiðinni virðast oft gagna betur en sjúkrahúsvistun í lengri eða skemmritíma. Ástæður þessa eru fjölmargar. í inniliggjandi meðferð er sjúklingur tekinn úr öllum tengslum við um- hverfi sitt og lifir í einangrun með- ferðarstofnunar í nokkrar vikur. En áfengisvandi allra alkóhólista tengist því samfélagi þar sem hann býr og drekkur. Það skiptir miklu að tengja meðferðina fjölskyldu, vinnustað og áhugamálum en taka hann ekki úr öhum tengslum við umhverfi sitt. Erfitt hefur reynst að einstaklingsbinda venjulega innhiggjandi meðferð. Þetta hefur í för með sér að ýmsum sérþörfum sjúkhnga með geðræn eða félagsleg vandamál, fjölskylduvanda, hjóna- bandsvanda og siðferðileg vanda- mál er ekki sinnt. Auk þess er hægt að gera meiri kröfur th sjúk- linganna og koma þannig í veg fyr- ir endurteknar innlagnir sem oft eru meira og minna gagnslausar. Úrlausn Páls Páll var ekki til viðtals um neina tegund meðferðar. Hann ákvað að fara eigin leiðir, hætti að drekka í eina viku, byrjaði þá aftur og fljót- lega fór allt í sama farið. Eftir óvenjuskrautlega helgi kom hann aftur á fund Nökkva. Ákveðið var þá að hann færi í stutta innhiggj- andi meðferð sem síðan héldi áfram á göngu-dagdeild. Hann sagðist vera hættur að drekka einn dag í einu, bjó heima en sat grúpp- ur og sótti fyrirlestra á dagdeild einnar meðferðarstofnunar. Hann komst í kynni við AA-samtökin og tókst þannig aö nýta sér þá sam- hjálp sem stóð til boða. Þetta gekk ágætlega og Páh tókst á þennan hátt að ná mun betri tökum á lífi sínu. Hægt hefði verið að fara aðrar leiðir; langa inniliggjandi meðferð, föst viðtöl og stuðning á göngudehd eða hjá heilsugæslulækni auk fastra AA-funda. Mestu skiptir að átta sig á þvi að alkóhólismi er flók- inn sjúkdómur þar sem fleiri leiðir en ein eru færar og skha oft ár- angri sem ekki er síðri en hefð- bundin meðferðarleið. Tryggvi hellir vatni í glas ungrar stúlku. „Gefst ekki upp-vilfáað byggja mitt einkahof - segir Tryggvi Gunnar Hansen í Grindavík þess. Tryggvi bauð vinum til sín í hofið sem voru á víkingahátíðinni í Hafnarfirði á dögunum. „Ég hef ekki trú á að hann fái að halda áfram byggingu hofsins. Alla vega ekki í þeim stíl sem fyrirhugaö- ur var í upphafi. Því var hafnað á sínum tíma og hefur ekkert thefni komið fram til að endurskoða þá af- stöðu,“ sagði Hallgrímur Bogason, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Bæjarstjórinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort bærinn muni standa að byggingu fornveislusalar fyrir aftan gömlu hafnarvigtina. Ægir Mar Karason, DV, Sudumesjum: „Ég mun ekki gefast upp við að klára hofið mitt - vh fá að halda áfram að byggja mitt einkahof. Það er vel staðsett og mig langar að ljúkja verkinu sem fyrst svo að hægt sé að nota það ahan ársins hring,“ segir Tryggvi Gunnar Hansen í Grindavík. Hann hefur hug á að halda áfram byggingu á hofi sínu á Hraungerðis- lóðinni í gamla miðbænum í Grinda- vík. Á sínum tíma, þegar mest gekk á, var honum meinað að halda áfram byggingu hofsins vegna staðsetning- ar þess. Aðeins var lokið við útveggi 1 Vinir Tryggva á Hraungerðislóðinni. DV-myndir Ægir Már t ímarít fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 Á ég að fara í meðferð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)
https://timarit.is/issue/196196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað - Helgarblað (22.07.1995)

Aðgerðir: