Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF.
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Vanda þarf forgangsröðun
Forgangsröðun sjúklinga kemst fyrr eða síðar til fram-
kvæmda á heilbrigðisstofnunum. Hún er óhjákvæmileg
vegna þess eins, að dýr tækni og dýr lyf eru að koma
og munu koma hraðar til sögunnar en sem svarar auk-
inni getu okkar til að leggja fé til heilbrigðismála.
Taka þarf ákvörðun um að velja þessa dýru kosti eða
hafna þeim. Ef einhverjir þeirra eru valdir, verða aðrir,
eldri kostir að víkja. Af því að eldri kostimir eru yfir-
leitt ódýrari, verða fleiri slíkir að víkja en sem svarar
hinum nýju. Þetta er vítahringur, sem erfitt er að ijúfa.
Þegar farið er út í að láta sjúklinga greiða kostnað,
er reynt að hafa það á tiltölulega ódýrum sviðum, en
hlífa á móti sjúkhngum á dýrum sviðum. Með þessu er
reynt að jafna stöðu fólks. Fómardýr spamaðarins verða
mörg, en upphæðinni á hvert þeirra haldið í skefjum.
Þetta hefur þá aukaverkun, að áherzlur heilbrigðis-
kerfisins færast meira en ella yfir í dým kostina. Þetta
byrjar sem viðbót við það, sem fyrir er, en endar með
því að fækka ódým kostunum, þegar greiðslugeta heil-
brigðiskerfisins er sprungin eins og nú hefur gerzt.
Það er til dæmis athyglisvert í sparnaðarviðleitm hins
opinbera, að reynt er að draga úr notkun ódýrra kosta,
svo sem fyrirbyggjandi aðgerða og heilsuhæla, til þess
að unnt sé að halda uppi tæknilega fullkominni þjónustu
á langdýmstu deildum háþróuðustu sjúkrahúsanna.
Peningamir mundu nýtast betur, ef ódýra meðferðin
væri sjúklingum að kostnaðarlausu eða kostnaðarlitlu,
en dýra meðferðin kallaði hins vegar á aukna þáttöku
sjúklinga í kostnaði. Ýmis önnur sjónarmið en peninga-
leg valda því, að þessi leið er alls ekki auðfarin.
Það flækir málið, að hagkvæmnin kemur fram á öðr-
um stað en þeim, sem um er verið að fjalla. Fyrirbyggj-
andi aðgerðir sitja til dæmis á hakanum, af því að þær
leiða ekki til lækkunar á tilgreindum Qárlagaliðum hér
og nú. Þær auðvelda til dæmis ekki rekstur sjúkrahúsa.
Ef hægt væri með fyrirbyggjandi aðgerðum að fá fólk
til að hætta að reykja og drekka og fara að borða hollan
mat, hreyfa sig mikið og stunda slökun, byltir það heilsu-
fari þjóðarinnar til batnaðar, þegar til langs tíma er htið.
En það linar ekki kostnað ríkisins á líðandi stund.
'Hl langs tíma htið valda fyrirbyggjandi aðgerðir
spamaði í heilbrigðisgeira ríkisins. Til skamms tíma
keppa þær hins vegar við dýrar stofnanir um takmarkað
fjármagn hehbrigðismála. Og oftast verða fyrirbyggjandi
aðgerðir að víkja fyrir tækniundrum sjúkrahúsa.
Hin sídýrari lyf og hin sídýrari tæki sjúkrahúsanna
em í mörgum thvikum notuð th að fresta aðsteðjandi
andláti um daga eða vikur og í sumum tilvikum th að
framlengja dauðastríð fólks án vhja þess og jafnvel gegn
vhja þess. Á þessu sviði er tímabært að staldra við.
Brýnt er að forgangsraða framboði á hehbrigðisþjón-
ustu og aðgangi að henni, af því að kerfið er þegar sprung-
ið. í forgangsröðun hlýtur annars vegar að vera um póh-
tíska ákvörðun að ræða og hins vegar um faglega ákvörð-
un, eftir því um hvaða atriði er verið að fjalla.
Það er pólitísk ákvörðun að velja milh málaflokka eins
og fyrirbyggjandi aðgerða annars vegar og sjúkrahúsa
hins vegar. Hins vegar er það fagleg ákvörðun að velja
milh sjúkhnga. Mihi hins almenna og hins sértæka er
svo líklega grátt svæði með blönduðu ákvörðunarvaldi.
Forgangsröðun í hehbrigðismálum hefur lengi verið
feimnismál. Það er að breytast um þessar mundir. Mikh-
vægt er að vanda vel th þessarar forgangsröðunar.
Jónas Kristjánsson
Hörmungarnar
sækja heim höf-
und stríðsins
Mestu flóttamannastraumar í
Balkanstríöinu til þessa hafa und-
anfama daga hlykkjast frá Kraj-
ina-héraði í Króatíu um Bosníu og
Króatíu áleiðis til Serbíu. Því nú
eru það Serbar sem eru á flótta.
Enginn veit hve mikið á annað
hundrað þúsund manna.
Fjölskyldur frá hvítvoðungum til
farlama öldunga í bílum af öUu
tagi, á dráttarvélum meö kerrum
aftan í og á hestvögnum. Sumt
reynir fólkið að reka með sér bú-
smala því að miklu leyti er þetta
bændafólk, aö minnsta kosti það
sem því er dýrmætast, nautgripina.
Eini farangur flestra er einhverjar
spjarir sem þeir hrifsuðu með sér
áður en flúið var í dauðans skelf-
ingu.
Stríð á Balkanskaga undanfarin
fjögur ár er afleiðing áforms Slobo-
dans Milosevics Serbíuforseta og
fylgismanna hans um að reisa
Stór-Serbíu á rústum fyrmm Júgó-
slavíu. Eftir aðfarir Milosevics í
Kosovo og Vojvodínu, reyndu
stjórnir lýðveldanna Slóveníu,
Króatíu og Bosníu að leita skjóls
hjá samfélagi þjóðanna gegn yfir-
gangi með því aö lýsa yfir sjálf-
stæði.
Júgóslavíuher hörfaði brátt frá
Slóveniu, þar sem engar byggðir
Serba eru, en lagði undir aðskiln-
aðarsinna í hópi Serba þriðjung
Króatíu í bardögum 1991. Síðan
fengu Radovan Karadzic og Rathko
Mladic í Bosníu mannafla og vopn
frá Júgóslavíuher, sem gert hefur
þeim fært að leggja undir sig ríflega
tvo þriðju hluta landsins, með si-
felldum fjöldamoröum og mis-
þyrmingum til aö hrekja brott fólk
af öðru þjóðerni en serbnesku.
Nú er svo komið að taliö er að
tvær milljónir manna hafi lent á
hrakningi í Bosníu einni saman. í
Króatíu er um fjórðungur úr millj-
ón flóttafólks, flest Króatar frá
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Óiafsson
Krajina, þar sem nú hefur staðið
yfir þjóðernishreinsun í annað sinn
á fjórum árum, í þetta skipti á Serb-
um.
Það tók Króatíuher ekki nema
þrjá daga að sigra lið Serba í Kraj-
ina, sem þó var vel búiö vopnum.
Vopnasölubann á að heita í gildi á
öll fyrrum lýðveldi Júgóslavíu en
Króatar hafa getað virt það að vett-
ugi óátalið. Til að mynda er fullyrt
að-þeim hafi borist árásarþyrlur
frá Úkraínu og orrustuþotur af
birgðum sem austurþýski herinn
lét eftir sig. Bandarískir herforingj-
ar á eftirlaunum hafa verið í
Zagreb síðustu misseri að segja
Króötum til í herstjórn.
Franjo Tudjman Króatíuforseti
ákvað að leggja til atlögu, og naut
til þess þegjandi samþykkis stjórna
Bandaríkjanna og Vestur-Þýska-
lands, þegar Serbar í Krajina fóru
yfir landamærin að Bosníu til að
taka ásamt Bosníu-Serbum þátt í
umsát um her Bosníustjórnar á
svæðinu við borgina Bihac. Um
hana liggja aðal samgönguléiðir
milli Krajina og yfirráðasvæðis
Bosníu-Serba.
Hvað sem Tudjman og Milosevic
kann að hafa farið á milh á laun
gat Króatíuforseti skákað í þvi
skjóh að Serbum í Krajina bærist
ekki liðveisla frá Serbíu. Upp úr
slitnaði milli Milosevics annars
vegar og Milan Martics, foringja
Krajina-Serba, og Radovans
Karadzics hins vegar á síðasta ári,
þegar báðir höfnuðu kröfu hans
um aö þeir gengju að málamiðlun-
arsamningum sem fyrir lágu af
hálfu alþjóðlegra sáttasemjara um
skiptingu Bosníu og sjálfstjóm
Krajina-Serba innan Króatíu.
Framgangur þeirrar friðargerðar
var forsenda fyrir aö aflétt væri
viðskiptabanni sem þrengir mjög
að Serbíu.
Nú bregst Milosevic þannig við
að nær hefði Martic og Karadzic
verið að fara að sínum ráöum fyrir
ári þegar friður stóð til boða. En
það breytir því ekki að nú hefur
áform hans um Stór-Serbíu komið
Serbum sjálfum óþyrmilega í koU.
Ólga er þvi þegar í Serbíu og ljóst
að stjórnvöld vilja fyrir hvern mun
hindra að flóttafólk frá Krajina nái
að setjast að í Belgrad og verða
undirrót ókyrrðar í höfuðborginni.
Um það leyti sem upp úr sauð í
Krajina urðu þau tíðindi með Bos-
níu-Serbum að Karadztc reyndi að
setja Mladic yfirhershöfðingja sinn
af og taka sjálfur við hlutverki hans
en fékk því ekki ráðið fyrir öðrum
hershöfðingjum. Þeir eru allir
meira og minna háðir MUosevic og
Júgóslavíuher. Næsti leikur Serb-
íuforseta gæti því orðið að beita
hershöfðingjunum til að setja
Karadzic af og reyna þannig að
bjarga því sem bjargað veröur úr
skipreika áforms síns um Stór-
Serbíu. Og enn hersitja svo Serbar
Austur-Slavóníu, það héraö Króa-
tíu sem að Serbíu liggur.
Slobodan Milosevic Serbiuforseti (t.v.) á tundi með Boris Jeltsín Rússlandsforseta í Kreml. Símamynd Reuter
Skoöanir aimarra
Vió erum lausnin á vandanum
„Króatar halda því fram að þeir séu ekki vandinn,
heldur lausnin; þeir segjast hafa skapað nýtt jafn-
vægi í þessum heimshluta sem gæti komið af stað
„alvöru“ friðarviðræðum við Serba. Þessi afstaða
nýtur mikils stuðnings bandarískra stjórnvalda, sem
eru undir miklum þrýstingi um að þau sýni fram á
að pólitískur stuðningur þeirra við Króata miði að
því að koma á friðarviðræðum í Bosníu, en ekki að
magna ófriðarbálið með tilheyrandi hörmungum."
Úr forustugrein Washington Post 9. ágúst.
Allt í rétta átt
„Umheimurinn kemur í vaxandi mæli fram við
Taívan eins og venjulegt, sjálfstætt ríki. Það helgast
bæði af efnahagslegri þýðingu landsins og þeirri
staöreynd að landið hefur um langt skeiö verið að
þróast í lýðræðisátt. í desember verða þingkosningar
þar sem stjórnarflokkurinn Kuomintang verður lík-
lega fyrir frekari áfóllum. Og í mars á næsta ári
verða forsetakosningar. í fyrsta skipti er rætt um
aö þjóðin velji leiðtoga sinn í beinum kosningum.“
Úr forustugrein Politiken 8. ágúst.
Versti óvinur sjálfs sín
„Stj órnmálamenn hafa flestir reynslu af því að
þeirra eigin orð eru verstu óvinir þeirra. Carl I.
Hagen er þar í sérflokki. Hann skilgreinir sjálfan sig
sem kynþáttahatara, samkvæmt eigin skilgreiningu
á hugtakinu, þegar hann höfðar á ósvífinn hátt til
uggs Norðmanna gagnvart því óþekkta. Við vitum
hins vegar ekki hversu oft við höfum heyrt hann
tala um hve hann reiðist ákaflega þegar hann stend-
ur frammi fyrir kynþáttafordómum."
Úr forustugrein Aftenposten 9. ágúst.