Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 3
J ó i i n r:illl!llltll!!l!Í!lll!!!!!!l!IIIÍ!IIUnílil!iUIII!l!l!!ilí!ll!!!ll!:l!!lfi Grímur Thomsen: J Ó ta S U m b l (Vikivaki) 1 heiðnum og helgum sið, á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heilagt jólakvöld. Góðri glaðir á stund gjalla látum róm, skæran yfir skammdeginu skáladóm. Það er ekki þar með nóg; — þursa og álfa drótt og dvergaher í holtum halda jólanótt. Vatna glærum úti á ís álfar halda leik, tungls þeir tína geisla til að snúa í kveik. í hólum standa búin borð björtum dúk .úr gljá, og morgundaggar mjöður minnstu skeljum á. Dvergur séra í Dvergastein dvergum býður heim; þeir svara holt af holti hátt og draga s-e-i-m. Vafurlogar lýsa þeim listugt yfir mó, og hrævareldar hrökkva hrauns úr hverri þró. Þá er glatt í gýjarsal galdra kyrjað lag, — leikur foss á langspil „litla tröllaslag'v. Skessur dansinn stíga stórt, slitnar li'ndi og traf, en í faldafeyki fer þó gamanið af. Fósturjörðin fagurt mun falda líka í kvöld, milli fjalls og fjöru fanna þenja tjöld. Stjarnan vísar vættum lands veg til hásætis, og Fjósakonur kveikja kertum fegri blys. En norðurljósin láta sirin loftið sópa vönd; sú mun björtust brenna blossa yfir lönd. Af því myrkrið undan snýr, ofar færist sól, því er heilög haldin hverri skepnu jól. Góðri glaðir á stund gjalla látum róm, strangan yfir styztum degi staupadóm, stóradóm. Nú er jóla sopið sumbl, sálminn lýk ég við. Eí drykkurinn er daufur, drósir, forlátið. Slítum mjaðar ei mót, meðan blundar sól; enginn veit, hvort aítur hittumst önnur jól. m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.