Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 14
12 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 t 1907 Walícr von Knebel Max Kudloff 1 dálitlum kassa í vörðunni er dúkur með ísaumuðu skjaldarmerki von Knebeis. Dúkurinn hefur nú varðveizt þarna óskemmdur í nœr 40 ár. Hinir skæru, falíegu litir hans eru ódeyfðir. Á .BARMI VÍTIS! Við yfirgefum þessar minjar um eina slysið, sem orð- ið hefur í Öskjuferðum svo vitað sé, og göngum cnn aust- ur með vatninu. Framundan er lág bunga; þakin lím- kenndum leir. Að vitum okkar leggur megnan brenni- steinsþef. Von bráðar fáum við skýringu á því fyrir- bæri. Við stöndum á barmi Víti3. Þessi daunilli sprengi- gígur, er svo miklum óskunda hefur valdið með vikurgosi, er nú að mestu kulnaður. Barrnar hans eru þverhníptir, með syllum og snösum, og á botninum er mjólkurlitaður vökvi. Suðurbakki gígsins er mjór rindi, milli hans og vatnsins og allmiklu lægri en norðurbarmurinn. Ekkert okkar hafði löngun til að fara að dæmi Mývetninganna, er að sögn fóru vaðlaust niður í Vítiq, er þeir leituðu Þjóðverjanna 1907. Austan vatnsins hafa hraunelfur sprottið upp í miðj- um hlíðum og storknað sem fossar. Ein þeirra hefur náð fram í vatnið fyrir sunnan Vítið, og söklct bátnum, sem Séð yfir Öskju úr austanverðum Dyngjufjöllum. — Vítið er neðst til hægri. þar var geymdur. Heitir þar síðan Bátshraun. Á leiðinni að Öskjuopi eru melöldur og krap. Við göngum uppi í hlíðinni, til að komast þurrum fótum. Fyrir bragðið lend- um við austan opsins. Askja! þessi ógleymanlegi staður, er horfinn að baki, og við rennum okkur fótskriðu eða sporum okkur ofan bratta snjófönn, niður á jafnslettu. SPRENGIGÍGIR OG MÓBERGSMYNDANIR Gjaman hefði ég viljað dvelja degi lengur í Öskju, já, marga daga, en nú skal haldið til móts við bílana og hér er líka margt að skoða. Dyngjufjöllin geyma fleiri furðuverk en Öskju eina. Sigurjón Rist, er verið hefur leiðsögumaður okkar í gönguförinni, (í fjarveru Þorsteins, sem nú er bílstjóri), á fullt í fangi með að halda hópnum saman, þegar hingað er komið. Sumir eru horfnir fyrir næsta leiti, fyrr en var- ir; yfif vikurorpið og greiðfært hraunið. Á Iágum hraun- hrygg er hvílzt og borðað nesti. I skjóli við hraunhellur er kveikt á prímus og hitað kakó. Nú höfuð við Dyngjufjöllin á hægri hönd og göngum suðaustur með þeim. Hlíðarnar eru sundurtættar af gígum, hálffylltum af vikri. Sumstaðar ná þeir saman og mynda völundarhús inn í fjallið. Austar ber meira á sérkennilegum móbergsklettum. Þeir eru eins og risa- vaxnar höggmyndir. Tilbreytni í lögun er óþrjótandi og ólýsanleg. Vatn og vindar hafa sorfið bergið á hinn furðulegasta hátt; eins og af þaulhugsuðum ásetningi. Sumstaðar hafa fjöllin margklofnað, svo manni virðist ekki þurfa annað en snarpan vindsveip til að steypa öllu þessu hrófatildri um koll. Það hallar undan fæti austur með fjöllunum. Gulur vikursandurinn er sléttur og þéttur. Við sláum föstu að bílar myndu komast næstum alla leið að Öskjuppi. Vikm’sandurinn breiðir úr sér á vinstri hönd, með ein- stöku hraunhólum eins og heybólstrum á nýhirtum töðu- velli. „ÞAR FOSSINN í GLJÚFRANNA FELLUR ÞRÖNG“ Kiukkan er hálf tíu, þegar við mætum bílunum. Við höfum gengið í 11 klukkutíma, en samt er enginn mjög þreyttur að sjá. Á árbakka upp við fjallshlíðina reisum við tjöldin. Það er í annað sinn sem við tjöldum á algerri gróðurleysu. Um kvöldið er glatt á hjalla í stóra tjaldinu, hjá Þorsteini og bílstjórunum. Þar eru sagðir ferðaþættir, skopsögur og sungin ættjarðarljóð. Klukkan var að ganga 10, þegar við héldum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.