Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 31

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 31
Jólin 1946 ÞJÖÐVILJINN 29 ÍJr ferðabók Motto: Stúlkur horfa á Vúlkan. Svalur er suma.rkali, sofnum ei fyrir dofa. Eða: Svo borðuðum við, siðan héldum við áfram og svo borðuðum við aftur og sofnuðum. Það hefur margur borið minna en búslóð sína á bakinu. Við ætluðum að ganga umhverfis Snæfellsjökul, svo klifjaðar að ekki sást, hvort þar færu hestvagnar eða þjóðflutningar. Þar sem þessi viðundur fóru yfir, var margt forvitið augað á rúðum og í gættum. Við komum að Búðum og í gleði okkar yfir að vera komnar á stað, sem stóð á landakortinu, tjölduðum við á þeim fyrsta hóli, sem varð á vegi okkar. Þar var auðvitað ekkert vatn og ískaldan gust lagði frá jöklinum. 1 eymd okkar hreiðruðum við um okkur í pokunum og skulfum góða stund, því að kuldinn var jafnmikill inni í pokunum sem úti. Eg var að ,,lesa“ Náttúrufræðinginn, Martha reyfara og áður en varði, vöknuðum við upp frá bókunum og voru þá náttúruvísindin enn á byrjunarstigi og morðið óleyst gáta. Við risum nú á fætur, til þess að leita fyrir okkur, hvort þar væri vatn að fá, þó ekki væri nema til að drekka og hvort ekki væri liross að fá, sem myndi nenna að bera búslóðina umhverfis jökulinn. Húrra! Þar var þá maður, sem hafði umráð yfir mörg- um hestum og fengum við einn að láni og bundum reit- umar upp á hann. Hesturinn reyndist brátt vera hryssa og hlaut því nafnið Brýnka. Við gengum nú lengi um hið gróna Búðarhraun og komum að Stapa nær dauða en lifi. Tjölduðum. Blautar, Kaldar. Brauðlausar. Við börðum að dyrum í einu húsi og spurðum, hvort hægt væri að kaupa þar brauð. „Eg veit það ekki“, sagði kona, sem kom til dyra. Við spurðum, hvort hægt væri að fá að tala við húsmóðurina. ,,Eg veit það ekki“, sagði konan. Við spurðum, hvort hún væri ef til vill hiisfreyjan. „Eg veit það ekki“, svaraði hún. Þar stóðum við þrjár og góndum hver framan í aðra og vissum ekki neitt. Áður en við fengum rætt út, snerum við á braut og börðum að dyrum í öðru húsi. Þar var kona, sem þurrk- aði sokkaplöggin okkar og lét okkur fá rúgbrauðshleif í malinn, og síðan fórum við fullar hlýju, þurrleiks og þakklætis heim í búslóðina okkar og átum. Þá urðum við svo latar, að við ákváðum að slá öllu upp í kæruleysi og fara ekki kringum jökul, heldur stytta okkur leið ýfir jökulháls, þótt ferðin' hafi verið farin sérstaklega til að komast umhverfis jökul. Öllu kjarkmeiri brugðum við okkur í skemmtiferðalag, án Brýnku, útað Lóndröng- um og skoðuðum þá samkvæmt Árbók Ferðafélagsins, en þeir reyndust þá vera mjög merkilegir eða m. ö. o. eins og allir aðrir klettar útí sjó með furðulegu sniði. Síðan gengum við aftur heim að Stapa og kvöddum dyra í þriðja húsinu og báðum um hesta og fylgd yfir þann óhreina háls, jökulhálsinn. Húsbóndi sagðist skyldi veita okkur hesta og fylgd’ og við lögðum af stað með Brýnku sem trússaklár. Þegar ég var að gyrða Brýnku, beit hún mig. Hún hafði reynzt slæg strax í byrjun, en okkur hafði ekki órað fyrir, að nokkurt kykvendi gæti verið svona fullt af óheilindum. Sló því strax í óvingan milli okkar og nú vildi ekkert okkar láta Brýnku hlaupa hið næsta sínum gæðing. Var hún því alltaf á sífelldum krákustigum, ýmist strokukenndum eða árásarsinnuðum. Við riðum yfir kaldan jökulháls, gráa og rauða möl, en litur hest- anna rann fagurlega um hið lífvana umhverfi. Minn hestur var hvítur og hét Álft. Hann hengdi niður haus- inn eins og liálsbrotinn væri og reyndist hann þá vera háls brotinn,, a. m. k. var stórt brot á mótum háls og hryggj- ar. Eg klappaði honum óspart vorkunnsamlega og reyndi að örfa hann upp, þrátt fyrir þessi örkumi, en hann varð æ latari því meir sem ég kjassaði hann. Brýnka slagaði og víxlaði með trússið á hliðunum og fór illa á henni. Fylgdarmaðurinn skildi við okkur í Ólafsvík og þeysti um hálsinn á gæðingum sínum heim aftur. Við fengum að fara í kaupfélagið og sáum rauða tóbaks klúta, sem kostuðu kr. 1,25 hver, og reyndum við að prútta þeim niður í krónu, en ekki var við það kom- andi, 25 eyringurinn varð að loða við. Ekki fengum við heldur að kaupa þá á tvær krónur stykkið, svo að við héldum áfram ferð okkar með Brýnku í þvílíkri fjarlægð, sem taumurinn leyfði. Við komum að Máfahlíð og tjölduðum þar utan tún- garðs, settum Brýnku í haga og skriðum í þessa köldu poka. Skömmu síðar er barið að súlu. Við sprettum tjaldskörum, og gægist þá ekki inn hausinn á Brýnku. „Burt“, hvæsum við, en þá gægist inn drenghnokki, sem spyr hvort við eigum þessa skepnu. Við förum undan í flæmingi, en verðum loks að kannast við, að gripurinn fylgi okkur. Drengurinn segir að hún hafi verið að strjúka, okkur sé betra að binda hana. Við þökkum kærlega fyrir og tökum við Brýnku, sem horfir á okkur hatursfullu augnaráði. Framhald á bls. 36.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.