Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 25
Jólin 1946 .Þ JÓÐVILJINN 23 hvílu sinni og las að honum barst í hendur kvæðabók eftir Jón Jónsson. Þetta var óvenju léleg kvæðabók, langt fyrir neðan meðallag. Hver Jón Jónsson var, var að svo stöddu ekki hægt að vita. En bókin var þannig, að hún setti hinn gáfaða og smekkvísa rithöfund í verra skap en hann mundi eftir að hafa komizt í áður. Nú ætl- aði hann að skrifa harðan dóm og sýna löndum sínum fram á það, að kvæði Jóns Jónssonar væru verri en ekki neitt. Rithöfundurinn komst í reglulegan orustuhug. Hann klæddi sig, gekk niður á veitingaskálann og heimtaði sterkt kaffi og einn koníak. Stríðslöngun hans komst á enn hærra stig en áður. Hann var í rauninni fæddur bar- dagamaður, hugrekkið og krafturinn uppistaðan í per- sónu hans .Hann fékk sér annað koníaksstaup, síðan gekk hann hsim til sín og skrifaði ritdóm um kvæði Jóns Jóns- sonar. Þessi ritdómur var listaverk. Höfundurinn sá að hér var um að ræða tímamót í sögu íslenzkra bókmennta- dóma. Aldrei hafði verið tekið með jafn föstum tökum á þessu málefni. Heima á Islandi var nú þetta þannig, að hver og einn gat skrifað það sem hann vildi, og enginn var svo aumur, að hann ætti ekki einhvern vin, sem gat samið litla lofgrein um hvað sem vera skyldi. En nú kom Herra Ágúst Albert Júlíuss fram á sjónarsviðið og kvaddi sér hljóðs. Hann sá greinarmun á góðu og lélegu, og kvæðabók Jóns Jónssonar lá raunverulega fyrir neðan það að hægt væri að finna þar að nokkru. Hún var notuð sem dæmi um það, hvernig kvæðabók á ekki að vera. Aldrei hafði honum tekizt eins upp. Hann var annar maður en áður. Nú hafði hann það svart á hvítu í bók- staflegri merkingu, að hann var rithöfundur og bók- menntadómari af guðs náð. V. Þegar hann hafði lokið við grcinina og lesið hana yfir, lagði hann lífsverk sitt í umslag og sendi það í póstinum til eins kunningja síns í Reykjavík, en hann var meðrit- stjóri eins aðalblaðsins í höfuðborginni. Þegar þessu var lokið, fékk rithöfundurinn sér stutta hvíld, en síðan gekk hann á þann gildaskálann, er hann hafði mestar mætur á og pantaði miðdegisverð. Hornið við gluggann, þar sem hann sat venjulega, var upptekið. Hann fékk sér sæti annars staðar. Athygli hans beindist ósjálfrátt að mann- inum sem sat þarna fyrir. Þetta var þrekinn og rauð- byrkinn kubbur. Hann hafði yfir sér það sérstaka aiid- rúmsloft, sem þaulvanir drykkjumenn hafa, þegar þeir hafa þjórað marga dagá samfleytt. Hann var hálf rang- eygður af drykknum, fötin voru kvoluð og óhrein, háls- línið var í óstandi — maðurinn var óhreinn og hafði ekki rakað sig í marga daga? Slíkir menn sem þessi voru sjald- séðir hér. Allt í einu stóð hann upp, gekk beina leið til Ágústs Alberts Júliussar, heilsaði honum á íslenzku og hikstaði. „Ég e— er altso ef þér þekkið mig ekki — Jón Jónsson konsúll frá Þorskavík“. Rithöfundurinn stóð upp og heilsaði. „Ætlið þér ekki að þakka mér fyrir kvæðabókina", stamaði Jón Jónsson. Rithöfundurinn þakkaði. „Og svo segið þér ekki meira, sagði konsúllinn, „ég sem hafði heyrt, að þér væru alveg fluggáfaður. Og hvað mér viðvíkur, þá læt ég engan vaða ofan í mig, en bak við — bak við er ég nefnilega tilfinningamaður — og skáld.“ Rithöfundurinn sagðist ekki hafa vitað, að höfundur þessarar merkilegu bókar væri erlendis. „Jú“, svaraði konsúllinn „ég er á ferðalagi núna, og ég hafði nokkuð eintök af bókinni með, eitt af þeim sendi ég yður. Það er nefnilega þannig, að almenningur hefur ekki skilið minn skáldskap, — þrátt fyrir — já þrátt fyrir það að ég er stórskáld. Svo heyrði ég talað um yður. Ég veit að þér skiljið mig. Eg sé það á yður“. „Ég skil yður“, svaraði rithöfundurinn. „Eins og ég sagði“, greip konsúllinn fram í, „sem sagt, þér eruð alveg fluggáfaður, þér getið beðið mig um allt sem þér viljið, ég geri allt fyrir andann. Ég skal gefa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.