Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 39
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 37 smásaga eftir Kathezine Anne Portes Á þriðja degi eftir að þau fluttu í sveitina kom hann gangandi til baka frá þorpinu og bar körfu með heimilis- vörum og tuttugu og fjögurra metra langa snærishönk. Hún kom út á móti honum og var að þurrka sér um hendurnar á græna sloppnum sínum. Hárið var úfið, nefið var skarlatsrautt af sólbruna; hann sagði henni að hún liti strax út eins og hún væri borin og barnfædd í sveit- inni. Gráa flúnelsskyrtan lians loddi við hann, þungu skórnir hans voru rykugir. Iiún fullvissaði hann um að hann væri eins og sveitamaður í sjónleik. Hafði hann keypt kaffið? Ilún hafði beðið allan lið- langan daginn eftir kaffi. Þau höfðu gleymt því þegar þau gerðu innkaup fyrsta daginn. Hananú, hafði hann nú ekki gleymt því! Drottinn minn, nú yrði hann að fara til baka. Já, hann færi ef hann yrði viðþolslaus. Hann hélt samt að hann hefði ekki gleymt neinu öðru. Hún minnti hann á að þetta væri bara af því að hann drykki ekki kaffi sjálfur. Þá myndi hann muna þetta nógu vel. Setjum svo að þau yrðu uppi- skroppa með sígarettur? Þá sá hún snærið. Til hvers var það? Já, hann hélt það mætti nota það í þvottasnúru eða þess konar. Auðvitað spurði hún hann hvort hann héldi þau ætluðu að fara að rcka þvottahús. Þau höfðu þegar fimmtíu feta snúru hangandi rétt fyrir augunum. Hvað! hafði hann ekki tekið eftir henni, virkilcga? Þetta var blettur á landslaginu, að hennar áliti. Hann hélt að snæri gæti verið til margra hluta þarf- legt. Hana langaði að vita til hvers, til að mynda. Hann hugsaði sig um nokkrar sekúndur, en datt ckkert í hug.i þau gátu beðið og séð til eða hvað ? Maður þarf alls konar skrítilegheit kringum sig í sveitinni. Hún sagði, já, það var það, en hún hélt að einmitt núna, þegar maður varð að vega hvern tíeyring í lófa sér, væri skrítið að vera að kaupa meira snæri. Það var það. Annað hafði hún ekki meint. Hún hafði bara ekki séð strax, af hverju þetta var riauðsynlegt. Jæja, hamingjan góða, hann hafði keypt það af því hann langaði til þess, það var allt og sumt. Hún hélt það væri gild ástæða og skildi ckki vegna hvers hann sagði það ekki strax. Sjálfsagt yrði það gagnlegt tuttugu og fjögra metra snæri, það mátti nota það í hundruð tilfell- um, hún mundi ekki eftir neinu í bili, en þau mundu koma. Auðvitað. Eins og hann hafði sagt þá getur margt komið að notum í sveitinni. En liún var svolitið vonsvikin út af kaffinu, og þó, sko, sko, sko eggin! Ó, drottinn minn, þau eru öll brotin. Hvað hefði hann látið ofan á þau? Vissi hann ekki að það mátti ekki þrýsta að eggjum? Þrýsta, hver hafði þrýst að þeim, ef hann mætti spyrja? Þvílík bjánaspurn- ing. Hann hafði einfaldlega borið þau í körfunni með hinu dótinu. Ef þau voru brotin var það búðarmanninum að kenna. Hann ætti að vita betur en svo, að hann setti þunga hluti ofan á egg. Hún var viss um að það var snærið. Það var það þyngsta í körfunni, hún sá hann greinilega þegar hann beygði af veginum, snærið var stór böggull efst í körfunni. Hann kallaði allan heiminn til vitnis um að þetta var ekki rétt. Hann hafði haldið á snærinu í annarri hendi og körf- unni í hinni og hvað þýddi fyrir hana að hafa augu, ef þetta var það, sem hún notaði þau til? Nú, að minnsta kosti sá hún eitt greinilega: engin egg í morgunmatinn. Nú yrðu þau að steikja þau og nota þau í kvöldmatinn. Það var svosum nógu bölvað. Ilún hafði ætlað að hafa steik til kvöldverðar. Enginn ÍS, kjötið mundi ekki geymast. Hann langaði til að vita livers vegna hún gæti ekki strax brotið eggin í skál og látið þau á svalan stað. Svalan stað! henni þætti vænt um ef hann gæti fundið svalan stað. Jæja þá, hann sá ekki betur en þau gætu vel soöið bæði eggin og kjötið núna og hitað kjötið upp á .^morgun. Henni fannst hugmyndin beinlínis brandari. fUpphitað kjöt þegar þau hefðu alveg eins getað haft það nýtt. Það næstbezta og leifar til bráðabirgða, jafn- vel þegar um matinn var að ræða! Hann klappaði henni á axlirnar. Það skiptir í rauninni ekki svo miklu máli, er það elskan? Stundum þegar þau voru í góðu skapi, var hann vanur að klappa henni á axlirnar og hún lét þá vel við eins og malandi köttur. Núna fussaði hún og lá við að hún klóraði. Hann var kom- inn á fremsta hlunn að segja að þau gætu einhvem veginn lagað þetta þegar hún sneri sér að honum og sagði að ef hann færi að segja að þau gætu einhvern veg- inn lagað þetta mundi hún áreiðanlega slá hann í framan. Hann kingdi því sem hann hafði ætlað að segja, hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.