Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 13

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 13
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 11 manni norður og austur með Öskjuvatni. Við göngum á apalhrauninu, sem breiðir sig yfir dalinn, allt að vestur- fjöllum, eins og brunarúst. Ötal vatnsgrafningar verða á vegi okkar. I bökkum þeirra sér í hjarnhelluna, sem lá hér á hrauninu, þegar vikurgosið mikla varð fyrir sjö- tíu árum. HJÁ VÖRÐU VON KNEBELS OG RUDLOFFS Á norðurbarmi vatnsins er numið staðar við hálfhrunda vörðu. 1 suðri blasa við snarbrattar skriður Þorvalds- fjallsins; alveg niður í vatni, án fjöru. Þar eru skriðuföll tíð, einkum í leysingum. E. t. v. felst í því skýringin á hin um óupplýstu afdrifum Þjóðverjanna tveggja, sem týnd- ust hér í rannsóknarleiðangri sumarið 1907 ? Eg rirja upp í huganum það sem ég hef heyrt og lesið um þennan hörmulega atburð. Fyrsta dag júlímánaðar 190'í er þrem Þjóðverjum fylgt úr Bárðardal inn í Öskju. Fylgdarmennirnir snúa fljótlega við aftur, en Þjóðverjarnir verða eftir. Þetta voru þeir dr. Walter von Knebel, jarðfræðingur, Max Rudloff, mál- ari, og Hans Spethmann, jarðfræðinemi. Við rannsókn- irnar skiptu þeir þannig verkum, að Knebel og Rudloff rannsökuðu austurfjöllin og vatnið, en Spethmann hraun- ið og v^sturfjöllin. Bát höfðu þeir félagar, og hugðust nota hann til rannsókna á vatninu. Var hann úr segldúk, þöndum á málmgrind. Höfðu þeir reynt hann á Akureyr- arpolli og gefizt illa. Eftir rúmlega viku dvöl í Öskju var ákveðið að freista þess að komast út á vatnið í bátnum. Að morgni 10. s. m. skilur Spethmann við þá félaga. Skunda þeir ofan að..vatni, en liann upp í fjöllin. Um kvöldið komu Knebel og Rudloff ekki aftur. Hóf Speth- mann leit að þeim, en án árangurs. Fylgdarmennirnir koma nú í Öslcju með auknar vistir, og halda þeir leit- inni áfram. Loks er fenginn fjölmennur flokkur manna til* að leita, og höfðu þeir bát meðferðis til að geta slætt í vatninu, en allt kom fyrir ekki. Þcir félagar fundust hvorki lifandi né dauðir, og hafa aldrei fundizt. Merkilegt þótti að ckkcrt skyldi finnast úr bátnum nema önnur árin. Uppi voru ýrnsar getgátur um afdrif þeirra félaga, og cklri allar trúlegar. Þó hallast sennilega flestir að þeirri skoðun, að skriða úr Þorvaldsfjalli hafi orðið þeim að fjörtjóni. Sumarið eftir kom unnusta Knebels, Ina von Qrumb- kow, í Öskju, ásamt landa sínum dr. Hans Rcck. Dvöldu þau þar nokkurn txma og héldu lcitinni áfram. Eitt af verkum þeirra þessa daga var að hlaða hér vörðu til minningar um hina týndu landa sína. Á flatan grá- grágrýtisstein sunnan í vörðubrotinu cr þctta lctrað: Skjaldar- merki von Knebels. Ofar á myndinni er steinn- inn með nöfnum þeirra von Knebels og Rudloffs. (Ljósm. Þorbergur Guðlaugs- son). Við Öskjuvatn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.