Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 43

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 43
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 41 Og alit í einu eru hemin ijól Ég veit ekki fyrr en ég er kominn i ný föt úr grænu flaueli og stend úti á miðju gólfi, svo fínn, að enginn má koma við mig, ekki einu sinni nærri mér. Og þar sem ég veit af reynslu, að maður verður að halda kyrru fyrir, ef maður á ekki að fá í sig blett, þá þori ég ekki heldur að hreyfa mig. Eini líkamshlutinn, sem hefur ekki látið af embætti, er höfuðið á mér, og því reyni ég að snúa eftir getu til að fá útsýn yfir mína eigin dýrð úr sem flestum áttum. Það hafa verið látin ljós í alla glugga og alla króka. Jafnvel í bæjargöngunum logar á kertum, sem standa á spýtum út úr veggjunum. Það er mikil hátíð í vændum og við búum okkur öll undir hana í okkar bezta skarti. Jafnvel skepnurnar fá sérstakan ábæti til hátíðabrigðis. Og áður en orðið er heilagt, eigum við öll, — Siggupabbi, maddama Anna, Bjössi og við öll —, að setjast undir langt borð í baðstofunni og borða hrísgrjónagraut og steiktar rjúpur. Ég bið veizlunnar með eftirvæntingu, en því miður er ekki heilagt fyrr en klukkan sex. -— — Klukkan sex á að kveikja ljósin, klukkan sex á að setjast að borðum, — og klukkan sex er einmitt sá tími, þegar svefninn fer á mig.------I kvöld hcf ég ákveðið, að þetta hvorki megi né skuli verða; en vcit allt of vel, við hvern ég á, og hjarta mitt er dapurt. Móðir mín er að sýsla við Betu litlu, sem á líka að verða fín eins og við hin, og þótt hún eigi annríkt, lítur hún til mín við og við. Vertu ekki hnugginn. Uggi minn! segir hún allt í einu blíðlega. Þessi jól skaltu að minnsta kosti sjá kveikt á kertunum, áður en þú sofnar.------— 1 fyrra var ég ekki fyrr búin að klæða þig og láta þig sctjast á rúmið hjá pabba en svefninn sigraði þig. Manstu cftir því? En í þetta sinn erum við ekki eins sein fyrir, og nú hef ég séð svo um, að það verður kveikt á kertunum rctt fyrir sex. Óðar en ég er tilbúin, tekur mamma Bctu á arminn og Ugga við hönd sér, og síðan göngum við um húsið og skoðum ljósin. Þegar við erum búin að skoða nægju okk- ar, fær Uggi litli matinn sinn, — það sakar ekki —, þú færð að sitja við borðið fyrir því, cf þú getur haldið þcr uppi, — og ef tími vinnst til, þegar þú ert búinn að borða, skaltu fá að heyra sögu. Þegar við höfum gengið um húsið og fullvissað okkur um, að hvergi ber skugga á, tekur móðir mín mig í keltu sér og gefur mér að borða.----- Er klukkan bráðum orðin sex? spyr ég með grátstaf í kverkunum. Láttu sem þú vitir ekki um klukkuna, segir móðir mín og kyssir mig blíðlega. Það gerir þig aðeins enn syfjaðri. --------Hugsaðu um eitthvað annað. Ég manna mig upp og fylgi ráðum hennar. Af hverju er líka haft ljós hjá kúnum? spyr ég. Geta þær sofið, ef bjart er í fjósinu? Þú mátt ekki halda, að kýrnar sofi á jólanóttina, svar- ar móðir mín, og rödd hennar er allt í einu hlaðin ósögð- um tiðindum. Þú veizt líklega, að Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu?-----------Það eru ekki mennimir einir, sem lialda heilagan afmælisdaginn hans, heldur einnig skepnumar.------------Hefur Begga gamla aldrei sagt þér, að á jólanóttina klukkan tólf fá kýrnar manna- mál og taka til að skrafa saman ?---------— Hvað þær segja, vita menn ekki, þær kunna því betur, að enginn heyri til. Þess vegna má maður ekki hafast við í fjósi klukkan tólf á jólanóttina. Sá, sem hefur heyrt kýmar tala, verður aldrei samur maður eftir. Ef þær stanga hann elcki til dauða, verður hann að minnsta kosti svo undar- legur upp frá því, að hann veit hvorki í þennan heim né annan. Veit þá enginn, hvað þær segja, mamma? hvíslaði ég hugfanginn. Móðir mín brosir til mín og kyssir mig, — það vottar fyrir tári í auga hennar, án þess ég viti orsökina. Hvað þær segja, þegar enginn heyrir, — það veit mað- ur ckki, svarar hún, þrýstir mér að sér og tekur að róa meo mig. En það eru til þulur um það. Nú skaltu taka eftir. ------- Og um lcið og hún lækkar róminn og tekur að raula með dreginni lirynjandi, er eins og sígi gullið mistur yfir „loftið" okkar, þar sem annars ber hvergi skugga á, aldrei þcssu vant. Sól skín á fossa, segir hún Krossa. Hvar á að tjalda? scgir hún Skjalda. Suður við ána, segir hún Grána. Minn bás er breiður, segir hún Reyður. Minn bás er breiðari, segir hún Biómakinn. Ég vildi hann færi að hlána, segir enn hún Grána,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.