Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 36

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 36
34 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 Alll er iieilagl sesaa lllir Framhald af bls. 20. að hinn rétti tími fyrir sérhæfingu, starfsþjálfun, sé snemma á æskuárunum, e. t. v. á aldrinum tólf til sextán ára — og aftur á seinni hluta háskólanámsins — en á aldrinum sextán til tuttugu eigi að kenna hið almenna. c) Skortur á starí'i, sem krefst ýtrustu crku einwtak- lingsins. Þetta virðist mér mjög vandasamt mál. Mestur hluti vinnu í nútíma þjóðfélagi er fólki þyrnir í augum. an gat bjargað mannslífum, reist menn upp frá dauð- um, gert þá eilífa, skapað kynjaverur og svo kynja- atburði, sem aldrei verða nema í ímyndun barns. Ó, gömlu sögur og kvæði! Sögurnar tóku á sig ný og óendanleg form. Það fór alltaf straumur um mig, þegar ég fletti upp þulunum hennar Theódóru og byrjaði að lesa: Stúlkurnar ganga sunnan með sjó, og komst lengra og lengra inn í hugmyndaheiminn: þar býr hann Litar dvergurinn digri og: kom ég þar að kveldi ef kerling sat að eldi, eða: Ægir karl með ygldar brár og úfið skegg á vöngum. Það voru bókmenntir hins tæra hugarflugs með þyti vatns, elds og lofts, allra náttúruafla, auðlegðar, álaga, saknaðar, lífs og dauða. Úti ert þú við eyjar blár en ég er seztur aö dröngum. Eg hef aldrei séð bók eins lesna í kjölinn og þul- urnar hennar Theódóru, það var ekki einungis, að ekki sæist í þær fyrir óhreinindum, eins og oft vill verða, það sást ekki í þær, þær voru upplesnar. Hvers vegna eru ævintýrin svona mikilsverð? Það er ef til vill sökum þess, að þau eru alþjóð- leg. Efni þeirra nær ekki einungis til einnar þjóðar, lieldur til þess hugarflugs, sem allir geta tileinkað sér. Og þau munu lifa um allar aldir. D. Börn dá stigamanninn meira en verksmiðjukarlinn, af þvi að þau finna, að það krefst meiri persónuleika að vera stigamaður en verksmiðjukarl og er einstaklingnum því siðferðílega betra. Það þarf alls ekki að vera, að siðferðilega betra verk sé betur launað en hitt. t. d. leiða kynni mín af smíðum til þess að mér finnst smíðar mjög góð atvinna, en afturámóti hafa kynni mín af víxlurum leitt til þess, að ég held, að þeirra atvinna heldur bágborin. Einu atvinnugreinarnar, sem ég þekki og mér finnst virðingarverðar, bæði frá sjónarmiði einstaklingsins og þjóðfélagsins — er að vera skapandi listamaður, ein- hverskonar handverksmaður, vísindakönnuður, læknir, kennari eða bóndi. Þessir erfiðleikar í atvinnuskiptingu eiga scr dýpri rætur en svo, að núverandi þekking okkar eða nokkur hugsanleg pólitísk breyting taki fyrir þær. Eg er ekki hrifinh af hortugum setningum sem þeirri ,,að nota rétt tómstundirnar". Eg er samþykkur Erie Gill í því, að vinnan eigi að vera það, sem skemmtir manninum, í tómstundunum á hann að vinna þjóðfélag- inu. Það bezta, sem við getum, eins og nú standa sakir í þessum málum, er að láta okkur ekki gleymast, að mikilll hluti fólks er þjakaður af vinnu sinni, og þann mögu- leika þarf að rannsaka, hvort ekki sé hægt að dreifa ömur legustu störfunum í þjóðfélögunum á fleiri hendur. Oft er ástæða til að ætla að stritvinna og vélavinna sé betur umborin af þeim sem eru fyrir bókarmennt en hinum sem eru merktir fyrir stritið. d. Skortur á heppilegum sálfræðilegum skilyrðum. Fólk getur ekki þroskazt, nema það sé tiltölulega á- nægt, og þótt efnahagslegum þörfum sé fullnægt þá er ýmislegt sem vantar. Maðurinn hefur þörf á að vera dáður og dá. Hann vill finna verðleika sína bæði í sín og annarra augum, vill vera frjáls og ábyrgur, umfram allt ekki einmana eða einangraður. Fyrsta verulega hindrunin er hversu stórar þjóðfélagsheildirnar eru orðnar. Af náttúrunnar hendi virðist maðurinn bezt fallinn til að lifa í skaplegum heildum, en iðnaðarþróunin hefur neytt hann til að lifa í óskaplegu þéttbýli. Margt misheppnað heimilið, sem nútíma sálfræðingar tala um, á rætur ógæfu sinnar í þeim tilraunum manns- ins að skapa sér innan fjölskyldunnar þær sálfræðilegar forsendur, sem lífi hans eru nauðsynlegar, og hann getur hvergi fundið nema innan þeirrar þjóðfélagsheildar, sem hann lifir í. Fjölskyldulífið er byggt á ójafnræði, sam- bandi foreldra við barn, þjóðfélagsheildir eru — eða ættu <

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.