Þjóðviljinn - 22.12.1946, Page 24

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Page 24
22 Þ JÓÐ VILJINN Jólin 1946 og þar sáu menn trúði, sem hlegið var að, síðan hló fólk- ið að einhverju öðru, og síðast að öllu. Svona endaði dag- urinn, og það kom stutt nótt og nýr dagur. III. # Og þó að hinn nýi dagur væri ekki alveg sá sami og hinn liðni, þá var hann þó svo líkur að vart mátti milli sjá. Þannig liðu margir mánuðir og þeir urðu að heilu ári og vel það. Sumt af því, er hinn ungi maður hafði reynt, fyrir forvitni sakir, en það var ætíð eitthvað það, aem gert gat líf hans ennþá þægilegra, skemmtilegra og fyrirhafnarminna — varð að föstum vana. Og svo kom að því að þeir peningar ,er hann fékk senda að heiman, reyndust alls ekki nægilegir, hann eyddi meiru en hann hafði gert fyrst eftir að hann kom að heiman. Það sem hann hafði áður gert sér til tilbreytingar, varð að föstum vana. Hvar dagur varð að vera hátíðisdagur. Hann skrifaði nú heim til foreldra sinna og fór þess á leit að fá meiri peninga, en hann fékk ákveðið nei. Fjöl- skyldan hafði lagt fram allt það, sem hún gat honum til handa, og faðirinn sagði að margir námsmenn er dveldu erlendis fengju ekki nema einn fjórða á við hann til lífs- framfærslú. Sonurinn sá að ekki var til neins að leita meira fyrir sér á þeim vettvangi, en hann skrifaði ýms- um af hinum mörgu vinum sínum og bað þá um f járhags- legt fulltingi. Árangurinn varð nokkur, en þó miklu minni en hann hafði upphaflega ætlað. En nú var það, að hann fann nýja tekjulind, sem gaf mikið í aðra hönd, að minnsta kosti fyrst í stað. Hann tók að láni. Hann hafði lánstraust — allgóðar tekjur, tal- aði vel fyrir sínu máli, og eftir klæðnaði og útliti að dæma hefði helzt mátt ætla að hann væri milljónamær- ingur. Fyrst fékk hann að láni húsaleigu, síðan fatnað, vín, ávexti, blóm, allskonar gjafir til vina og vinstúlkna og margt annað. Og lánin urðu að skuldum, sem hann gat ekki borgað, og hann varð hreinasti meistari í því að skulda. Hér komu hinar ótakmörkuðu gáfur að miklu haldi. Hann fann upp hinar merkilegustu sögur og sagði þær vel, talaði af þeirri málsnilld og með þeirri kurteisi að enginn stóðst fyrir honum. Hann tók að láni hjá kaupmanninum og vínsalanum, skraddaranum og veit- ingakonunni, og það var verulegur heiður að mega lána honum. En svq þurfti að borga skuldirnar og hann var jafn kurteis, þegar hann var krafinn og er hann fékk lánað. Hann bað innheimtumanninn að koma á morgun, bað hann um að komið væri eftir þrjá daga. Ilann ætlaði að borga, en hann gerði það aldrei, og hann fékk svo mikla æfingu í að umgangast og tala við innheimtumenn, að hann hefði getað farið heim til síns föðurlands og sett þar upp akademí í þeirri margþættu og arðvænlegu list „að borga aldrei“. Og það var einmitt, er þessi nýi og í rauninni óvænti þáttur í lífi hans byrjaði, að hann fékk bréf frá föður sínum, sem nú var orðinn mjög óánægður með hinn litla eða neikvæða árangur af „starfi“ sonar síns. Og það fylgdi að síðustu að ef enginn sýnilegur ár- angur kæmi fram og í hendur fjölskyldunnar innan hálfs árs, þá vildu ættingjar og vinir ekki leggja fram meira af peningum, til styrktar hinum unga listamannni. Sonurinn var nú kominn í hinn mesta vanda, því hon- um fannst, ef hann hætti að lifa því lífi, er hann nú hafði notið í langan tíma, þá væri hann raunverulega hættur að lifa. Allt undantekningarlaust varð að leggja í sölurnar til þess að þetta líf gæti haldið áfram ,og helzt þurfti það að verða ennþá fullkomnara en það hafði verið. Sonurinn svaraði föður sínum um hæl. Hann sagð- ist þegar hafa skrifað fjölda greina og ritgerða í útlend blöð, og þær fengju ágætar viðtökur, en hann hafði ekki hirt um að senda þetta heim. Nú lét hann fylgja nokkur sýnishorn. Síðan klippti hann ritgerðir um ýms þau efni, er honum voru hugnæm, úr ýmsum gömlum tímaritum og blöðum, klippti eða strikaði út nöfn höfundanna, og lagði með sem fylgiskjöl í bréfið. Hann hafði ekkert samvizkubit út af þessu. Þetta var nokkurskonar bráðabirgðaráðstöfun. Líkt og þegar hann tók lán. Hann ætlaði að semja ritgerðir, sem voru betri en þessar, og þegar þær greinar birtust, myndu hinar gömlu, sem hann hafði ekki skrifað, gleymast og falla niður að fullu og öllu. Árangur þessarar nauðsynlegu ráðstöfunar varð ennþá betri en hann hafði vonað. Faðirinn varð ánægður og hélt ótrauður áfram að senda peninga og það komu bréf frá gömlu frænkunum heima, sem elskuðu hann allar. Þær vonuðust nú eftir að fá að sjá hann bráðlega, þær sökn- uðu hans í afmælis- og fermingarveizlunum, hann var allt- af svo inndæll, í þeirra augum var hann í rauninni mesti maður heimsins. Nú var hann orðinn stórfrægur rithöf- undur, hvílíkur heiður að eiga svona frærida. Og það datt peningaseðill úr bréfunum, úr sumum komu margir seðl- ar. Svona voru frænkurnar gömlu góðar — þær trúðu á hann. IV. Hann fékk sendar bækur og tímarit að heiman og hann fylgdist með, hvað gerðist heima á gamla Fróni. Hann hafði einstöku sinnum skrifað ritdóma um það í samtíða íslenzkurn skáldskap, er honum þótti athyglisvert, og hann komst smám saman að þeirri niðurstöðu að einmitt hér lægi hans rétti verkahringur. Svo var það einn fagran sumarmorgun, er hann lá í t i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.