Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 9
Jólin 1946 ÞJÓÐVILJINN 7 Mínnisblöð m sumadeyfi I AUÐMM éBAÐAMRAUNS HRINGFERÐ k BILUM UMHVERFIS ÐYNGIUFJÖLL OG HEIBUBIEID , \W Allt fram til síðustu áratuga, hafa persónuleg kynni almennings af öskju i Dyngjufjölium, og umhverfi henn- ar, Ódáðahrauni, verið í öfugu hlutfalli við frægð þess staðar. Ódáðahraun! Jafnvel nafnið eitt var til þess lagið að vekja óttablandna athygli með þjóðinni. Ilvert bárn kann vísuhendingar Gríms Thomsens um útilcgumenn í Ódáðahrauni, sem „eru kannske að smala fé á laun“. Það er ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar, að jarð- fræðileg rannsókn Öskju og Ódáðahrauns hefst fyrir al- vöru. Vikurgosið í Öskju, veturinn 1874—75, og slysið þar, sumarið 1907, gerðu Öskju, ekki einungis hérlendil, heldur víða erlendis, að einum nafntogaðasta stað á Is- landi. Kynnisfarir í öskju voru sjaldgæfar þar til á síðustu árum, að komizt varð á bílum inn að Dyngjufjöllum. 1 sumar átti ég þess kost að fara með Ferðafélagi Akur- eyrar um ódáðahraun og öskju. Verður hér lítillega sagt frá því ferðalagi, hripað niður eftir minnisblöðum. FERÐAÁÆTLUN OG FÖRUNAUTAR Ferðin var hafin. — Þrjár bifreiðar, hlaðnar fólki og farangri, beygja út af þjóðveginum hjá Garði í Mý- vatnssveit og stefna heim að stórbýlinu Grænavatni, laug ardaginn 6. júlí. 1 fararbroddi er jeppa-bifreið. Henni stýr ir Páll Arason, þaulkunnugur bílaslóðum á öræfum. Næst fer yfirbyggð setuliðsbifreið, á hlið hennar er letrað stórum stöfum: Ferðafélag Altureyrar. Við stýrið er Sig- urjón Rist, formaður Ferðafélags Akureyrar. Sex hjóla vörubifreið, með háum vöruhlífum, sæti fyrir fjóra á palli og bogum yfir, einnig fyrrverandi stríðsvagn, rekur lestina. Sá heitir Hólmsteinn Egilsson, er henni stýrir. Bílarnir eru með drifi bæði á aftur og framhjólum, og búnir vindu. Alls eru 26 þátttakendur í förinni, 19 karlmenn og 6 stúlkur. Eftir landsfjórðungum og löndum skiptast þeir þannig: 14 Akureyringar, 8 Reykvíkingar og 4 Danir. — Fararstjóri er Þorsteinn Þorsteinsson *á Akureyri. Við höfum með okkur tjöld, svefnpoka, hitunartæki, Öskjuvatn. — Eyjan í vatninu og Þorvaldsfjall til hægri. (Ljósm. Þorbergur Guðlaugsson). hlífðarföt, nesti, skóflur, sleggju, járnkarl, og síðast en ekki sízt, gríðarstóra benzíntunnu ásamt nokkrum minni ílátum, sem geyma sama vökva. öllu þessu er komið fyrir á palli vörubifreiðarinnar; ásamt mér og fjórum öðrum. Eg rifja upp ferðaáætlunina. Við höfum lágt upp frá Akureyri seinni hluta dags, ekið um Vaðlaheiði, Ljósa- vatnsskarð, Fljótsheiði og Reykjadal til Mývatnssveitar. Nú skyldi farið um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal, allt að Dyngjujökli. Þaðan til baka að Dyngjufjöllum og gengið um öskju, en bílunum ekið samtímis austan Dyngjufjallai, milli Dyngjuvatns og Vaðöldu, áleiðis að öskjuopi. Ef unnt reyndist, skyldi farið þaðan um Herðu- breiðarlindir og Grafarlönd, og áfram til Mývatnssveitar. Þetta var nú ferðaáætlun okkar. LAGTÁ ÓDÁÐAHRAUN Við snúum baki við Grænavatni, siðasta bænum, áður en hin eiginlega öræfaferð hefst. Framundan er Græna- vatnsbruni, gróið hraun og fremur greiðfarið. Við stefn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.