Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 40
38 Þ JÓÐVIL JINN Jólin 1946 var orðinn heitur í andlitinu. Hann tók upp snærið og ætlaði að setja það í efstu hilluna. Hún vildi ekki hafa það í efstu hillunni, krukkurnar og dósirnar áttu að vera þar; helzt vildi hún ekki hafa allt í óreiðu í efstu hillunni innan um heilmikið af snæri. Hún hafði þolað alla þá óreiðu sem hún ætlaði sér að þola, meðan þau bjuggu í íbúðinni í bænum, það var að minnsta kosti nógu rúm- gott hérna og hún ætlaði að halda öllu í röð og reglu. Jæja, úr því það var svo, langaði hann að vita hvað hamarinn og naglarnir áttu að gera hérna? Og af hverju hafði hún látið þá hér þegar hún vissi að hann þurfti á þessum hamri og þessum nöglum að halda uppi á lofti til að lagfæra gluggakarminn ? Hún beinlínis tafði allt verk og tvöfaldaði með þessum bjánalega vana að vera alltaf að taka hluti til handargagns og fela þá. Hún bæði hann mikillega fyrirgefningar, og ef hún hefði liaft nokkra ástæðu til að halda að hann mundi lagfæra gluggakarmana í sumar mundi hún hafa látið hamarinn og naglana eiga sig alveg þar sem hann lét þá: á miðju svefnherbergisgólfinu, þar sem þau gátu stigið á þá í myrkrinu. Og ef hann nú hreinsaði ekki allt draslið burt slcyldi hún fleygja því niður í brunninn. 0, allt í lagi, allt í lagi — gat hann þá sett það í skáp- inn? Auðvitað ekki, það voru sópar og sóflar og fægi- skúffur í skápnum og því gat hann hvergi fundið stað fyr- ir snærið sitt nema í eldhúsinu hennar? Hafði hann gefið sér tíma til að hugsa um að það voru sjö vita gagnslaus herbergi í húsinu og aðeins eitt eldhús. Hann vildi fá að vita hvert þeirra? Og var henni ljóst að hún gerði sig algerlega að fífli ? Og hvað hélt hún að hann væri, þriggja ára krakkabjáni? Stóri gallinn við hana var sá, að hún þurfti eitthvað veikara en hún var sjálf til að ráða yfir og stjórna. Hann vildi að guð gæfi að þau ættu fáein börn, sem hún gæti notað til þessa. Kannski hann fengi þá svolitla hvíld. Andlit hennar breyttist við þetta, hún minnti hann á að hann hafði gleymt kaffinu og keypt einskisnýta snæris- hönk. Og þegar hún hugsaði um allt það, sem þau þurftu í raun og veru til að gera húsið hæft til íbúðar, gat hún grátið, ekkert annað. Hún varð svo eymdarleg, svo vin- svikin og örvæntingarfull, að hann gat ekki trúað að það væri aðeins snæri sem ylli öllum ósköpunum. Hvað var það sem að henni gekk, í hamingjunnar bænum? Ó, vildi hann flýta sér að fara í burt, og vera í burtu, ef hann gæti, í fimm mínútur? Já, sannarlega skyldi hann gera það. Hann skyldi vera i burtu til eilífðar, ef hún óskaði. Já, drottinn minn, það var ekkert sem hann vildi frekar en fara í burt og koma aldrei aftur. Þó henni riði lífið á gat hún ekki séð hví hann færi þá ekki strax. Þetta var ágætisskemmtun. Hér var hún án þcss að gcta hreyft sig, margar mílur frá járnbrautinni með hálftómt hús til að hugsa um, og ekki tíeyring í vasanum, og allt mögu- legt til að gera; það fannst honum akkúrat augnablikið til að skjótast í burt. Hún furðaði sig á að hann hafði ekki bara haldið áfram að vera í bænum, þangað til hún hafði komið og lagfært allt. Það var hans venjulega bragð. Honum sýndist nú að þetta væri að fara heldur langt. Dálítið út fyrir takmörkin ef hann mætti komast þannig að orði. Til hvers í andskotanum hafði hann verið í bæn- um í sumar? Til að vinna baki brotnu fyrir peningunum sem hann hafði sent henni. Þannig var það. Hún vissi jafn- vel og hann að þau hefðu ekki getað gert þetta öðru vísi. Hún hafði verið honum sammála þá. Og þetta var, svo hjálpi mér guð, eina skiptið sem hann hafði nokkurn tíma látið hana eina um að gera nokkurn skapaðan hlut. Ójá, þetta gat hann nú sagt langömmu sinni. Hún hafði sínar hugmyndir um hvað hafði tafið hann í bænum. Dá- lítið meira en hugmyndir, ef hann langaði að vita. Svo að hún ætlaði að byrja á þessu aftur eða hvað? Jæja, hún gat alveg hugsað það sem hana lysti. Hann var þreyttur á að útslcýra. Það kann að vera einkennilegt, en hann hafði beinlínis verið kræktur fastur, og hvað gat hann gert? Það var ómögulegt að hún tæki þetta alvarlega. Já, já, hún vissi hvernig það var með karlmennina: ef maður skildi þá eftir eina mínútu, voru þeir vissir með að láta einhverja kvensu ræna sér. Og auðvitað gat hann ekki verið að særa tilfinningar hennar með því að neitaf Jæja, hvað var hún að rugla um? Mundi hún ekki að hún hafði sagt honum að þessar tvær vikur þegar hún var ein í sveitinni væru þær skemmtilegustu sem hún hafði lifað í fjögur ár? Og hvað höfðu þau verið lengi gift þegar hún sagði þetta? Hún héldi þó ekki að hann myndi ekki nógu vel eftir þessu? Hún hafði ekki meint að hún væri hamingjusöm af því að hún væri ekki hjá honum. Hún meinti að hún væri hamingjusöm af því hún var að lagfæra þetta déskotans hús handa honum. Það var það sem hún hafði meint, og hver var nú meiningin ? Grafa upp eitthvað sem hún hafði sagt fyrir ári til að réttlæta sjálfan sig fyrir að gleyma kaffinu hennar, brotið eggin og keypt gagnslaust snæri er þau höfðu ekki efni á. Hún hélt sannarlega að timi væri til kominn að sleppa þessu umræðuefni, og nú var aðeins tvennt sem hana langaði til: hana langaði til að hann tæki þetta snæri, svo að það væri ekki að flækjast fyrir fót- um manns og að hann færi aftur til þorpsins að ná í kaff- ið hennar. Hann horfði út á dökkbláar hæðirnar mókandi í síðdeg- ismistrinu og þurrkaði sér um ennið og andvarpaði þung- lega, og sagði að ef hún gæti bara beðið mínútu eftir nokkrum einasta hlut, þá væri hann að fara til baka. Hafði . I :-é 0T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.