Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 ura því sem næst í hásuður, milli Bláfjalls (1222 m.) og Sellandafjalls (988 m.), en beygjum síðan vestur fyrir Sellandafjall. Hér á gróðurlendið auðsjáanlega i vök að verjast fyrir sandfokinu. Brátt er graslendið þrotið í bili, en við taka foksandar og hraun. Logn og blíða hafði verið um daginn, en nú hvessti skyndilega á suðvestan. Svalur fjallablærinn strýkur ekki lengur um vanga, heldur fyllir sandhríð- in vit okkar. Hjólförin eru háiffull af sandi. Við verðum að ganga á undan bílunum og leita þau uppi. Við komum að girðingu mæðiveikivarnanna, sem er milli Skjálfanda- fljóts og Jökulsár á Fjöllum. Yfir hana verður að fara, til að komast I Suðurárbotna, er veröa skal fyrsti nátt- staður okkar í ferðinni. Við gcrum okkur hægt um vik, kippum upp nokkrum staurum og stöndum á strengjun- um, meðan bílarnir fara yfir, cn komum girðingunni í samt lag á eftir. Áfram er haldið yfir sandorpið Ódáðahraun, í leit að Suðurárbotnum. Ósjálfrátt rifja ég upp í huganum sögu- sagnii^ sem urðu til meðan Ódáðahraun var ókannað og enginn vissi, hvað það hafði raunverulega að geyma. Sögur um menn sem höfðu villzt inn í hraunið í fjár- leitum og fundu þar búsældarlega dali, byggða útilegu- mönnum. Hittu þeir konur er mjólkuðu ær í kvíum og gáfu göngumóðum byggðarmanni að drekka. Karlar þeirra voru öllu viðsjárverðari. Grettir og illúðlegir eins og hraundrangarnir ldæddust þeir prjónafötum og gæru- skinnum af stolnu fé. Hlutu byggðarmenn misjafnar við- tokur hjá fjallabúum. Sumir voru drepnir á hryllilegan Mannabeinin í Mótungu hátt, öðrum fylgt til heimahaga, en sumir ílendust á ör- æfunum og voru taldir af. Slæmar fjárheimtur og sannar sagnir af útilegumönnum, er lifað höfðu árum saman í óbyggðum, ollu því að menn gáfu ímyndunarafli sínu lausan tauminn á þennan hátt. I sveitum er liggja að Ódóðahrauni var útilegumannatrúin svo almenn, jafn- vel fyrri hluta 19. aldar, að gangnamenn veigruðu sér við að fara langt inn á öræfin, og heimtur oft slæmar af þeim sökum. Til dæmis má geta þess, að árið 1830 voru fimm menn, vopnaðir byssum og sveðjum, sendir úr Mývatnssveit til að leita útilegumanna í Ódáðahrauni. Fóru þeir allt að Dyngjufjöllum, er þá voru ókönnuð, en enga fundu þeir útilegumennina. Þessi vísa varð til um för þeirra: Mývatns horslcu hetjurnar herja fóru í Dyngjufjöll, sverð og byssu sérhver bar, að sækja fé og vinna tröll. Sýnir hún að menn hafa komið auga á skoplegu hlið- ina á þessu ferðalagi, er þótti þó hið frækilegasta. Eg vakna frá þessum hugleiðingum, við að bíllinn nemur skyndil. staðar. Við höfum fundið Suðurárbotna. Það er logn, en dálítil rigning. Á grasbala austan Suður- ár er okkar fyrsti tjaldstaður í Ódáðahrauni. Klukkan er orðin tólf. Við hitum okkur kaffi og borðum það sem hendi er næst, en skríðum sem skjótast inn í svefnpokana. MANNABEIN OG EYÐIBÝLI Eg vakna við að Þorsteinn kallar, að ltlukkan sé átta og komið gott veður. Morgunsvæfur borgarbúi hefði þegið að sofa lengur, en á fjöllum verða jafnvel illræmdustu svefnpurkur léttsvæfar, og veðurfregnir Þorsteins höfðu vekjandi áhrif. Eftir örfáar mínútur voru allir komnir á fætur, og farnir að sýsla við nestispinkla og eldamennsku. Það er sunnudagsmorgun (7. júlí). Himinninn heiður, og sólin þerrar döggina af grasinu. Hraunið hefur breytt um svip frá því kvöldið áður. Hraundrangarnir eru ekki lengur svartir, heldur gráir, og rétt hjá tjöldunum streym ir Suðuráin, lygn og tær. Við áttum eftir að sjá upptök hennar, Skammt frá er leitarmannakofi, einn þessara hrörlegu og óvistlegu, sem enginn vill gista á sumar- degi nema í aftakaveðrum. 1 námunda við hann hefur stormurinn grafið upp mannabein, tvær höfuðkúpur o. fl. Enginn veit með vissu hvernig á þessum beinum stendur. Einn í hópnum segist hafa heyrt, að hér hafi Mývetning-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.