Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 12
10 ÞJÖÐVILJINN Jólin 1916 I Mývetningahrauni. Öskjuvatn framundan, Þorvaldsfjall til liægri. Eftir nokkrar bollaleggingar, er ákveðið að hætta sér ekki út á kvíslakviksyndið með bíiana, heldur snúa við að Dyngjufjöllum. Tveir félagar okkar héldu þó áfram fótgangandi. Ætluðu þeir að ganga á Kverkfjöll og Vatnajökul, en þaðan niður á Jökuldal. Við ökum til baka upp melöldurnar. Sandurinn er laus, en þó miðar bílunum sæmilega, nema vörubílnum, hann situr fastur í einni 'dældinni. Ferðafélagsbíllinn kemur til hjálpar. Dráttarvírar beggja bílanna eru tengdir sam- an og nú er byrjað að draga. Sá stóri er nokkuð þungur í taumi, fyrst í stað, en svo mjakast hann upp á við, hægt og hægt, alla leið upp á melölduna. Við háan hraunhól undir Suðurskörðum er farangurinn tekinn af bíiunum og tjaldað í fyrsta skipti á sandi. Við berum grjót á hæl- ana, sem halda toppstögunum, og sópum sandi að tjald- skörum, eins og við eigum von á hvassviðri. Sandurinn er rakur, en enginn heyrist samt kvarta um kulda eða svefnleysi morguninn eftir. SÉÐ YFIR ÖSKJU ÚR SUÐURSKÖRÐUM Þegar ég vaknaði, mánudagsmorguninn 8. júlí, var bezta veður, logn og sólskin. Nú þarf að búa sig út til i langrar gönguferðar, því í dag skal farið fótgangandi um Dyngjufjöll inn í Öskju. Klukkan 10,30 erum við fcrð- búin og höldum af stað. Bílarnir flytja okkur fyrsta spölinn, en foksandur og hraunhólar hefta fljótlcga för þeirra. Við stefnum á Suðurskörð, yfir apalhraun, fannir og mela. Athyglin beinist að einmanalegum klettadrang, rétt í hraunjaðrinum. Hraunið hefur streymt upp eftir honum og stöðvast á toppinum. Það vefst að honum á þrjá vegu. Eftir nokkurn tírna erum við í Suðurskörðum. Til hægri er Þorvaldsfjall (1510 m), hæsta fjall Dyngjufjalla, en Wattsfell til vinstri. Framundan er Aslcja. Hvílíkt út- sýni! Hér hafa fjöllin rifnað, þar til rauðglóandi hraunið spýttist úr sprungunum, eins og blóð úr tröllaæðum. Með boðaföllum, drunum og hvæsi hafa hraunelfurnar streymt niður í dalinn, þar til hann varð eitt hraunhaf, þar sem alda reis eftir öidu. Og blæðandi undir fjallanna voru ekki fyrr storknaðar en nýjar mynduðust og hlóðu hverju liraunlaginu ofan á annað. Er hlé varð á þessum 1 hamförum, þakti snjórinn dalinn. 1 vikurgosum barst ask- an til fjarlægfa landa, en víða í nágrenni gobstöðvanna mynduðust vikui'breiður, sem enn hylja hraun og fannir. Askja er um 50 fer. km að stærð. Suðausturhluti henn- ar er geysimikið jarðfall, hálffullt af vatni. Yfirborð þess er 1053 m yfir sjó. í norðurhlíð Þorvaldsfjalls vestan- verðri eru hverir, og stígur gufa þar upp af. Skammt frá er eyja í vatninu. Hún myndaðist fyrir tuttugu árum síðan við eldsumbrot í vatnsbotninum. MÝVETNINGAHRAUN OG HJALLINN VIÐ VATNIÐ Við göngum stytztu leið að jarðfallinu, yfir bruna hraun, fannir og vikurbreiður. Á vinstri hlið okkar er Mývetningahraun, sem rann úr Trölladyngjuskarði (vest- an Wattsfells), í nóv. 1922, og er kennt við mývetnska bændur, er fyrstir lcönnuðu upptök þess. Á nokkuð breiðu svæði hefur hraunið runnið fram í vatnið, með hvæsi og drunum. Nú sýnist það alveg nýstorknáð, er við klöngr umst yfir það. Sumstaðar er grjótið eins og hnoðað af mannahöndum og hraunhellunum svipar til ísjakaruðn- ings. Hamraveggurinn, sem umlykur vatnið að norðan og / vestan> hefur sigið á nökkru svæði, og myndast hjalli niður við vatnið. Við göngum þangað, niður bratta hjarn- fönn. Á rauðbrúnum hraunsallanum setjumst við niður og borðum nesti. Undir bakkanum finn ég ofurlítinn hell- isskúta, rétt við vatnsborðið. Fyrir ofan hann er hamar- inn hvítur, eins og stráð hafi verið á hann sykri. Þarna á stallinum er lítil varða. Hún er ekkert merkileg að sjá, en við nánari athugun sér á flöskubotn. Við yfirgefum ekki þennan stað fj rr en allir liafa skrifað nöfn sín á miða og bætt honum í hóp þeirra, sem fyrir eru í flösk- unni. Ekki verður með réttu talið, að fljótfarið sé gangandi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.